12.3.2009 | 11:53
Breiðavíkurbörnin loks beðin afsökunar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú fyrir hönd hins opinbera loks gert það sem fyrrum vistbörnin á Breiðavík og víðar hafa lengi beðið eftir og forveri hennar, Geir H. Haarde, heyktist á að gera; biðja þau afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð sem þau voru látin sæta.
Þetta eru merk tímamót í málinu. Sjálfsagt halda ýmsir að bótagreiðslur séu þessum fyrrum vistbörnum efst í huga, en auðvitað eru númer eitt, tvö og þrjú viðurkenningin á því að óhæfuverk hafi átt sér stað og að beðist sé afsökunar á því.
Þetta er gott veganesti fyrir Breiðavíkurbörnin og önnur fyrrum vistbörn á vegum hins opinbera, sem í kvöld koma saman á félagsfundi Breiðavíkursamtakanna að ræða sín mál. Þar verður afsökunarbeiðni forsætisráðherrans vafalaust vel fagnað.
Afsökunarbeiðni vegna Breiðavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Fólk
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
- Helgi hættir og óviss með framhaldið
- 100% frá hjartanu
- Þetta eru söngvar lífsins
- Jessica Alba biður um frið
- Gugga í Gúmmíbát og Patrekur Jaime deildu kossi
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
Athugasemdir
Geir heyktist á öllu, enda aðgerðaminnsti stjórnmálamaður í sögunni. Það er grátbroslegt að hlusta á hann þessa dagana
Theodór Magnússon (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:40
Vísir, 12. mar. 2009 11:32
Breiðavíkurdrengur segir Jóhönnu sýna yndislegt fordæmi
Jón Hákon Halldórsson skrifar:
Georg Viðar Björnsson, varaformaður Breiðavíkursamtakanna, fagnar því að forsætisráðherra hafi beðið drengina sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu afsökunar á illri meðferð sem þeir sættu.Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, bað Breiðavíkurdrengi og aðra sem sætt hafa illri meðferð á heimilum ríkisins, afsökunar, fyrir hönd ríkisins, á Alþingi nú fyrir stundu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, spurði hana hvort þetta stæði til af hálfu ríkisins, og sagði Jóhanna sjálfsagt að verða við því. Þó væri ekki sjálfgefið að þeir sem bjuggu við vondar aðstæður á þessum meðferðarheimilum veittu fyrirgefninguna.
Þetta hljómar mjög vel þó að það geti aldrei orðið neitt persónulegra en svo að Jóhanna sýnir þarna yndislegt fordæmi, að hún vill gera þetta og ganga fram fyrir þjóðina og biðjast afsökunar," segir Georg Viðar í samtali við fréttastofu. Þetta var náttúrlega ógurlegt óréttlæti í sambandi við þessa krakka sem voru sendir þarna sem að ríkið hefði náttúrlega átt að hindra vegna þess að þetta gekk þarna á í áratugi," bætir Georg Viðar við.
Georg Viðar segir þó að Breiðavíkursamtökin vinni ennþá að því að fá greiddar skaðabætur. Það vefst svolítið fyrir þeim hvað þeir ætla að borga. Þeir hafa verið að tala um eina milljón eða eitthvað svoleiðis og láta jafnt yfir alla ganga," segir Georg Viðar. Honum líst fremur illa á þá hugmynd því að hann hafi sjálfur verið þarna í vist í tæp fimm ár en svo séu aðrir sem hafi verið þarna í hálft ár.
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 14:47
hvernig ætli sjálfstæðismenn geti nú snúið útúr svona einföldum hlutum,kanski er Jóhanna gerandinn?
zappa (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 14:54
Nei, Geir gat ekki beðið afsökunar. Geir getur ekki beðist afsökunar og Geir mun ekki geta beðist afsökunar. Ergo; Geir getur ekki neitt og er þ.a.l. ónýtur.
Ég hef grun um að Geir hafi aldrei í lífinu beðið afsökunar á nokkurm hlut. Og það var yndislegt að heyra hann í hádegisfréttunum segja í broti úr þingræðu þar sem hann lá undir ámæli vegna Icesave, "að forsætisráðherra ætlaði ekki að sitja undir svona ásökunum". Hann er ekki búinn að uppgötva ennþá að hann var hrakinn frá völdum eins og sú bleyða sem hann er.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:43
Jóhanna sýnir þarna gott frumkvæði. En af hverju þarf endilega að biðja ráðamenn um að biðja afsökunar? Þeir eiga að gera það að eigin frumkvæði af auðmýkt og einlægni. Ég segi það nú og enn og aftur. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Samfylkingarmenn (fyrir þeirra 18 mánuði) eiga að biðja þjóðina afsökunar, þótt ekki sé nema á táknrænan hátt.
Guðmundur St Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 15:55
Ég þekki nokkra af þessum Breiðavíkurdrengjum og eina stúlku sem voru þar. Í gær urðu tímamót þegar Jóhanna baðst afsökunnar vegna ómannúðlegu vistar sem börn urðu fyrir á Breiðavík. Vonandi sér fyrir endann á þessu máli fljótlega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 01:59
Jóhanna er stór kona, og góður drengur.
Ég ber mikla virðingu fyrir henni.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.3.2009 kl. 03:00
Þetta var gott hjá jóhönnu og á hún hrós skilið, ég var bæði á silungarpolli og laugarási part úr sumrum, og í sveit fyrir vesta ég á bara góðar minningar þaðan úr bernskunni.
En ég man eftir árinu 1974 þá var haldið þjóðhátíðar landshappdrætti seldir voru miðar um allt land,síðan stakk einn af mörgum sölumönnunum með andvirðið með sér til Svíðjóðar, hann kom heim fyrir nokkrum árum og stofnaði Breiðuvíkursamtökin,ég skil firr en skellur í tönnum
Bernharð Hjaltalín, 13.3.2009 kl. 05:03
Ég varð glöð í morgun þegar ég las þetta í blöðunum - einskonar léttir sem birtist í að það sé ekki öll nótt úti enn í mannúðlegum samskiptum stjórnmálamanna til fólksins í landinu.
Edda Agnarsdóttir, 13.3.2009 kl. 10:56
Jóhanna er mikil og stór persóna. Hún er kona sem kann bæði að sýna styrk og samúð. Mér þykir virkilega vænt um það að hún hafi sýnt þá mannúð að sýna umræddum þá samúð sem þeir eiga skilið. Vildi óska að fleiri kynnu að fara að fordæmi hennar í samskiptum við aðra.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.