5.3.2009 | 19:15
Enn sést bara þrír og hálfur turn... hvað gerist næst?
Skoðanakönnun Gallup sýnir nánast óbreytta stöðu frá síðustu könnum frá því fyrir um hálfum mánuði; þrír flokkar sem bera af og eru á svipuðum slóðum og svo Framsókn um það bil hálfdrættingur á við þá. Hins vegar ber að hafa sterkt í huga að þessi nýjasta könnun nær ekki til þess tíma að O-listi og L-listi höfðu kynnt framboð sín.
Að því slepptu er stórmerkilegt hversu staðan hafði lítið breyst á 2-3 vikum. Ég get endurtekið nánast orðrétt það sem ég sagði þá. Sjálfstæðisflokkurinn er enn að mælast í námunda við sögulegt lágmark (og afhroð) sitt 1987 (þegar hann var klofinn vegna Borgaraflokksins). VG mælist enn með hátt í tvöfalt fylgi frá síðustu kosningum - og vinstri flokkarnir tveir mælast þarna með meirihluta á Alþingi. Framsókn er hætt að sækja á og hefur um stund staðnæmst rétt fyrir ofan sögulegt afhroð sitt í síðustu kosningum. Og ef þessi könnunarniðurstaða væri útkoma kosninga þá væri hægt að mynda þrennskonar tveggja flokka ríkisstjórnir án aðkomu Framsóknar.
Það er síðan rétt að árétta að þessi könnun segir ekkert til um mögulegt fylgi við ný framboð, em hafa kynnt sig sérstaklega í þessari viku. Þau mælast væntanlega að einhverju leyti í næstu könnunum og spennandi að sjá hvort þau komast á flug.Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ástæðu til að ætla að nýju framboðin sem búin eru að kynna sig fái lítið fylgi Borgarafylkingin fær helst atkvæði á sv - horninu. Framboð Bjarna Harðarsonar og félaga, fær eitthvað og þá mjög dreyft um landið. Ég tel ekki miklar líkur á að þessi tvö framboð komi fólki á þing. Frjálslyndir hefa verið að fækka sér sjálfir undanfarið og Íslandshreyfingin býður ekki fram. Ég tel lang líklegast að fjórflokkarnir verði einir um þingsætin í þetta sinn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2009 kl. 20:38
Fjórflokkurinn bjó svo um hnútanna að tíminn væri ekki nægur fyrir ný framboð !
Held samt að eitthvað eigi eftir að gerast fram að kosningum.
JR (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:35
Sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna sem eru búnir að gera Ísland gjaldþrota.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram til Alþingiskosninga má líkja við að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið í framboði til þýska ríkisþingsins eftir stríðið.
Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.
Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/05/hrunin_frjalshyggjutilraun/
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
Jón (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 01:39
Það sem verður Borgarahreyfingunni að falli, er að hún er eins og afleggjari af Samfylkingunni. Ótímabær fagurgali um Evrópusambandið er það sem hugnast illa og skýrir fylgi sjálfstæðisflokki. Það hæfir ekki fylkingu sem telur sig þverpólitíska að takmarka sig við svo tvíeggjað deilumál í upphafi ferðar. Sá valkostur er fyrir meðal turnanna, svo ykkur væri nær að setja fram eitthvað um hagfræðilega úrlausn bráðavandans í stað þess að spila einhverja framtíðarmússík eða velta sér upp úr ef eð líklega eða kannski hefði betur horft, hefðum við verið í EU fyrir fall.
Slíkt er ekki sannfærandi og raunar lít ég á það sem þið séu ekki í neinu ólík stefnumálum hins óopinbera samframboðs SF og VG. Ekkert nýtt ekkert áþreifanlegt, bara ídeológía, sem á ekki að vera aðalatriði nú heldur einangrað stefnumarkmið. Engin lausn aðsteðjandi krísu felst í neinu, sem þið berið á borð. Aðeins hugmyndir um fyrirbyggjandi aðgerðir.
Segi þetta í fyllstu vinsemd af áhyggjum yfir því að þið séuð að klúðra þessu á fyrstu metrunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 05:55
Ég er ekki alveg að ná þessu, Jón Steinar. Hefur Borgarahreyfingin einhvers staðar viðhaft "Ótímabæran fagurgala um Evrópusambandið"?
Það eina sem ég hef lesið og heyrt af Borgarahreyfingunni um þetta mál, af því það er ekki sérstaklega tiltekið í stefnuyfirlýsingunni, er að það er talið sjálfsagt að leiða fram hvaða skilmálar muni standa til boða svo hægt sé að taka afstöðu til einhvers yfirhöfuð. Að vera sammála um að viðræður fari fram, þannig að hægt verði að bera skilmála og samningsdrög undir þjóðina getur varla talist "ótímabær fagurgali" um ESB. Er það svo, hjá andstæðingum ESB yfirleitt, að ekki einu sinni megi leiða fram hvað mögulega stendur til boða hvað skilmála varðar - slíkt sé fagurgali? Eða eru þetta bara sleggjudómar hjá þér?
Vinsamlegar ábendingar eru auðvitað vel þegnar frá hverjum sem er - en hvaða ummæli eða skrif leiða þig til að álykta þetta um meintan fagurgala?
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 10:59
Ég ætlaði nú ekki að gera þig reiðann Friðrik minn en meðlimir flokksins hafa verið uppteknir af málinu, m.a annar hagfræðingurinn ykkar hann Þór, það er staðreynd. Inntak mitt felst í orðinu "ótímabær". Ég er ekki að hafna viðræðum eða skoðun á þessu máli, eins og evrusinnar virðast vera uppteknir í að halda fram um alla þá sem vilja ýta þessu út af borðinu í bili.
Það eru önnur brýnari mál, sem liggja fyrir núna en að ræða þetta. Þessi prinsippatriði öll eru í fínu og er ég sammála þeim, en fyrst þarf að bjarga öðru, ef þessi prinsippatriði eiga að hafa einhvern tilgang. Þegar húsið brennur er það vitfirring að eyða tímanum í að ræða betri brunavarnir. Skilurðu hvað ég er að fara?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2009 kl. 01:43
Ekki vitund reiður, Jón Steinar. Eins er með Borgarahreyfinguna og öll önnur framboð, eða því sem næst, að afstaðan til Evrópumálanna er ekki einsleit. Það er engin goðgá að telja málið þverpólitískt. Það er í gangi mikil Evrópuúttekt allra helstu hagsmunaaðila í landinu í hinni svokölluðu Evrópunefnd stjórnvalda og þaðan munu örugglega koma mjög mismunandi viðhorf gagnvart kostum og göllum ESB-aðildar. Skoðanir eru skiptar. Við blasir þó að kosti og galla er á endanum ekki hægt að meta nema sjá hvaða skilmálar eru í boði. Stór hluti af þessu snýst auðvitað um gjaldmiðilinn og þar með gengi, vexti, verðbólgu og margt fleira sem "brunaliðið" þar að kljást við. Ekki gleyma því þó, að AGS (IMF) er slökkviliðsstjórinn og áætlun "hans" er í gangi. Það getur einungis verið til góða að hafa hreyfingu sem hugar sérstaklega að uppbyggingu lýðræðisins þegar eldarnir eru slokknaðir og uppbygging hefst á ný. Læra af lexíunni og taka upp forvarnir, veistu hvað ég meina?
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.