Frjálslyndir að lognast fúllyndir útaf?

Það ætlar ekki af Frjálslynd flokknum að ganga og sýnist mér á öllu að þessi "fimmti flokkur" sé að lognast út af. Flokknum hefur vissulega tekist betur upp í kosningum en könnunum, en svo mikið neikvætt hefur gengið á að undanförnu að erfitt er að sjá að flokkurinn lifi það af.

Stormasöm hefur ævi flokksins verið og nánast aldrei ró og friður. Það eru litríkir einstaklingar sem valist hafa til forystu, á þingi og í borg, og sumir þeirra mjög sérlundaðir. Guðjón Arnar hefur víst verið "límið" í flokknum, en það mun vera að missa allan kraft. Skrautlegar uppákomur hafa verið tíðar og erfitt að finna samsvörun milli núverandi flokks og þess sem Sverrir Hermannsson stofnaði á sínum tíma.

Sverrir Hermannsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Gunnar Örlygsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Jón Magnússon, Margrét Sverrisdóttir, Sigurjón Þórðarson, Ólafur F. Magnússon, Grétar Mar Jónsson, Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Leó Friðriksson, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Guðrún María Óskarsdóttir, Viðar Guðjohnsen og núna síðast Sturla "trukkari" Jónsson - það getur verið erfitt að koma þessum ólíku einstaklingum "heim og saman".  Varla að sjá hver samnefnarinn er, ef frá er talin gamla grunnstefnan um kvótann.

Kannski Jónína Ben hefði frekar átt að taka þennan flokk yfir í stað þess að reyna að sölsa Framsókn undir sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta er eitt allsherjar klúður. Frjálslyndir höfðu einmitt tækifæri núna til að blása til sóknar. En klúðruðu því.

Offari, 21.2.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frjálslyndir voru stofnaðir utan um eitt mál, svokallaður eins máls flokkur, en hefur aldrei verið annað en undirmálsflokkur. Þangað hafa safnast saman (aðallega úr Sjálfstæðisflokknum) einstaklingar sem ekki hafa náð frama í þeim flokkum sem þeir hafa áður reynt við. Þetta er alþekkt fyrirbrigði í pólitík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér skilst að í vissum kreðsum hafi verið rætt um það, innan grasrótarhreyfinganna svokölluðu, að spara sér fyrirhöfn við stofnun nýs flokks en storma inn og yfirtaka Frjálslynda flokkinn, manna upp á nýtt og aðlaga stefnuskrána. Opnast hafi möguleikar við brotthvarf Jóns Magnússonar og Nýs Afls úr flokknum, en ekkert hafi orðið af þessu af einhverjum ástæðum.

Ég held að þetta hefði getað orðið lífsbjörgun flokksins og Guðjón Arnar og félagar getað vel við unað, enda fylgdi þessu áreiðanlega endurnýjuð krafa um uppstokkun kvótakerfisins. Kannski er þarna enn smuga; ég er ekki að sjá að grasrótarhreyfingarnar umræddu séu að ná því að koma upp lífvænlegum framboðum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.2.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Skondin greining hjá þér Friðrik en kolröng. Nýlega kom í ljós að Guðjón Arnar er kvótaeigandi og þar með ólíklegur til að breyta nokkru í þeim efnum.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það, að Guðjón eigi hugsanlega smáræði af kvóta breytir ekki endilega stefnu hans og flokksins. Hvaða kvóti er þetta? Er hann ættaður frá 1983 eða til frumúthlutunar kvótans? Mér finnst kolrangt að ganga út frá því að þetta atriði varði miklu í því samhengi sem ég var að ræða hlutina í.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.2.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Guðjón og Kristinn lofuðu kjósendum sínum fyrir vestan að öllum viðbótarkvóta upp að 170.000.- tonnum yrði úthlutað eftir gamla gjafakvótakerfinu. Ég átta mig ekki á hvað þú átt við þegar þú segir að möguleikar hafi opnast við brotthvarf Jóns og félaga.  Frá því í haust hefur verið stöðugur straumur af ágætis fólki úr flokknum. Í þeim hópi eru bæði eldri og nýrri félagar. Þetta fólk átti það sameiginlegt að sjá að flokkurinn átti enga framtíð fyrir sér. Það hefur ekkert breyst við brotthvarf Jóns nema síður sé.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband