Hýðingar, vandarhögg og gapastokkar... og sniðganga

Hýðingin á Lækjartorgi í dag var víst tilkomin vegna komu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til Íslands, en sjóður þessi gegnir sem kunnugt er yfirstjórn efnahagsmála á Íslandi. Í gjörningi "aðgerðasinna" voru skuldaþrælar hýddir. Við það vöknuðu hjá mér hugrenningar um hverja í raun ætti að hýða og/eða setja í gapastokk: Þá athafnamenn sem komu okkur í þessar ógöngur allar.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig á því standi að aðgerðir hafi að litlu sem engu leyti snúið að "auðjöfrunum" svo kölluðu. Aðgerðir gegn stjórnmála- og embættismönnum eru vel skiljanlegar, en af hverju beinast svo gott sem engar aðgerðir gegn "snillingunum"?

Mér finnst merkilega lítið hafa verið rætt um aðgerðina SNIÐGANGA eða "Boycott". Ég held að engin umræða hafi markvisst farið fram um slíkt - að beina spjótum reiðinnar að athafnamönnunum og þar af að líffærinu sem mestan sársaukann er að finna; buddunni. 

Hvernig væri að listi yrði tekinn saman um fyrirtæki, vörur og þjónustu sem réttmætt teldist að sniðganga að minnsta kosti um einhvern tíma, í mótmælaskyni? Ég skal byrja. Hérna hægra megin á bloggsíðunni er auglýsing frá símafyrirtækinu Nova. Mér skilst að að það sé í eigu Bjögganna í Novator. Hér með strengi ég þess heit að eiga ekki viðskipti við það fyrirbæri.


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Friðrik: ég er að miklu leiti sammála þér en ég er hræddur um að ef við ættum að taka Boycott hugmyndina alla leið þá stæðu fá fyrirtæki eftir sem við gætum verslað við. Eru ekki öll símafyrirtækin á Íslandi í eigu "auðjöfrana"?

FLÓTTAMAÐURINN, 16.2.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og langflestar matvörukeðjurnar oh möth fleiri fyrirtæki!?

En eitthvað var jú um slíkar pælingar sem þínar hérna á einhverjum tímapunkti og ég man auk þess ekki betur en Jón Ásgeir hafi lent allavega einu sinni í að verða fyrir aðkasti, snjóboltum grýtt í hann og bifreið hans.

En skildu hinir hugrökku mótmælendur sem buðu sig fram til rassskellinganna, hafa verið með eins og þar stendur "ALLT niðrum sig"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, mörg er mæðan. Ef auðjöfrunum er refsað þá fara þeir á hausinn.

Auðvitað verður að kaupa í matinn og að sjálfsögðu er ekki hægt að taka af fólki möguleikann á því að versla þar sem ódýrast er, t.d. í Bónus. Ég hef ákveðið að sniðganga frekar Hagkaup. En kannski eru þessir auðjöfrar allir að fara í þrot burt séð frá því hvað við gerum?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þú getur valið að versla við Nova í eigu Bjögga & félaga, Símann í eigu Bakkabræðra og félaga, eða Vodafone í eigu Jóns Ásgeirs og félaga.  En þetta er akademísk spurning því hlutabréfin í þessum félögum eru partur af meira og minna verðlausum þrotabúum sem brátt verða undir stjórn kröfuhafa, þá að mestu nýju ríkisbankanna.  Að svo komnu máli er fólk fyrst og fremst að refsa sjálfu sér með því að draga úr viðskiptum við þessi félög, þ.e. skapa tap fyrir bankana og verri atvinnuhorfur fyrir starfsfólkið.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, eins og ég sagði Vilhjálmur, mörg er mæðan. Það er sem sagt LÍFSINS ÓMÖGULEGT OG ÓGJÖRLEGT að refsa auðjöfrunum? Það vildi ég að þú hefir bent á færari leið. Ekki hef ég áhuga á að fara að berja þessa menn eða skemma eigur þeirra.

Hvað sem þessu líður ætla ég að sniðganga Hagkaup og Nova. Mér líður hið minnsta betur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Var að lesa þetta?....

Krefur Seðlabankann um afritin

Davíð Oddsson segist eiga minnismiða sem sanna mál hans en neitar að sýna minnismiðana.

Davíð Oddsson segist eiga minnismiða sem sanna mál hans en neitar að sýna minnismiðana. DV/Róbert Reynisson.

Mánudagur 16. febrúar 2009 kl 16:45

Höfundur: (erla@dv.is)

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því við Seðlabankann að fá afhent í trúnaði afrit af minnismiðum sem Seðlabankinn hefur synjað blaðamanni DV um aðgang að. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vísaði til umræddra minnismiða í viðtali við Financial Times 23. október síðastliðinn og sagði þá sanna að hann hefði varað forsvarsmenn viðskiptabankanna við útrásinni. Blaðamaður DV kærði synjun bankans til úrskurðarnefndarinnar.

Seðlabankinn hefur hingað til neitað úrskurðarnefndini um aðgang að afritum að miðunum. Úrskurðarnefndin veitti bankanum frest til 19. febrúar til að svara. Í dag var óskað eftir framlengdum fresti sem var veittur og þarf Seðlabankinn að svara í síðasta 23. febrúar.

Röksemdir þær sem Seðlabankinn setur fram fyrir synjuninni eru að minnismiðarnir „varði ekki tiltekið mál og séu vinnuskjöl.“

Í bréfi sem úrskurðarnefndin hefur sent Seðlabankanum segir: „Úrskurðarnefndin telur sér nauðsynlegt að fá afrit af þessum minnismiðum í hendur til að geta tekið afstöðu til framangreindra röksemda Seðlabankans og í framhaldi af því tekið ákvörðun um meðferð málsins og niðurstöðu þess.“

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.2.2009 kl. 20:16

7 identicon

Já, þetta er ekki auðvelt, en það er náttúrulega ekki ástæða til að aðhafast ekkert. Ég ætla að byrja á að sniðganga Bónus, Hagkaup, 10-11, Húsasmiðjuna og BT. Mér er sérstaklega illa við Bónusveldið sem komst inn á markað með því að fara í samkeppni við Hagkaup en gekk síðan einokun á band með samruna við fyrrum fjandmanninn. Þeir ráða meirihluta matvöruverslunar á landinu svo þeir liggja líka beint við. Bendi á Fjarðarkaup, Melabúðina, nú og svo Krónuna.

Hvað varðar símamálin, þá sýnist mér þar ekki vera góður kostur, svo ég ætla einfaldlega að tala minna í síma og nota frekar Skype og netspjall.

Kýs með veskinu (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband