Áfall fyrir konur!

Það eru skuggalegar lýsingar sem þeir Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson, fyrrum stjórnarmenn í Tali, viðhafa um viðskiptasiðferðið í Teymi, meirihlutaeiganda símafyrirtækisins Tals. Svo virðist sem forráðamenn Teymis hafi verið að slá Íslandsmet í viðskiptasóðaskap - og eins og menn vita kalla viðskiptamenn Íslands ekki allt ömmu sína þessi misserin.

Hilmar og Þórhallur Örn hafa bara aldrei upplifað annað eins á sinni samanlögðu 50 ára viðskiptavegferð. Það vantar reyndar nánari lýsingu á þessum viðskiptasóðaskap og því verður maður bara að ímynda sér alls kyns subbugang - og verður flökurt af, því "útrásarvíkingarnir" og bankamógúlarnir hafa ekki beint verið penir í sínum vinnubrögðum, en komast samkvæmt þessu vart með tærnar þar sem Teymis-subburnar hafa hælana.

Eins og þetta sé ekki nógu slæmt þá er hitt verra, að stjórnarformaður subbunnar Teymis er kona. Æðsti stefnumótandi sóðaskaparins er kvenkyns. Í fararbroddi ósómans eru kvenleg gildi.

Þetta er áfall. Fram að þessu hef ég einlæglega trúað því að aukin framganga kvenna í stjórnmálum og viðskiptum myndi örugglega draga úr spillingu á Íslandi. Konur hljóta að vera í öngum sínum!


mbl.is „Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hmmm. Það eru liðnar meira en tuttugu mínútur og ekki ein einasta kona hefur hellt sér yfir mig?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ - þarf ég að hella mig yfir þig? Mig langar ekkert til þess, enda tek ég þetta nú ekki til mín sem einn af fulltrúum kvenkynsins.

Er þetta ekki bara þessi fræga undantekning sem sannar regluna?

Eða að konukindin hafi fengið leiðsögn bróður síns í viðskiptum... ertu ekki annars að meina Þórdísi? Ræður kannski einhver annar og notar konuna sem "front"?

Það má velta þessu endalaust fyrir sér án þess að komast að neinni sérstakri niðurstöðu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sennilega rétt hjá þér Lára Hanna - þetta er algerlega misheppnuð stríðni. Konur láta þetta sem vind um eyrun þjóta. Auðvitað er konan leppur bróður síns. Nema hvað.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.2.2009 kl. 13:11

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Það er misskilningur að halda að konur séu englar - kannski Maríur meyjar en ekki englar!

Halldóra Halldórsdóttir, 13.2.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Halla Rut

Grunar mig að konan sé strengjabrúða hærri afla. Ekki sú fyrsta af mínu kyni er lætur stjórnast af auðmönnum.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband