4.2.2009 | 14:02
Baugur glímir við draug
Það var skuggalegt að hlusta á viðtal RÚV við Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs og útrásar-auðjöfur í hádeginu í dag; hafa þar eftir ónafngreindum heimildarmanni úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, að Davíð Oddsson hefði gert það að skilyrði fyrir brotthvarfi sínu úr stól seðlabankastjóra að "Baugur færi fyrst".
Maður er næstum því orðinn vanur stríðinu milli Jóns Ásgeirs og Davíðs og ætti því ekki að kippa sér upp við svona ávirðingar, en tímasetning atburða, svo sem kröfu skilanefndar Landsbankans um greiðslustöðvun, er með þeim hætti að manni stendur ekki á sama.
Það gefur augaleið að það er út í hött, ef rétt er, að ákvörðun bankans, hugsanleg afleiðing meintrar kröfu Davíðs, setji í uppnám "50 þúsund störf í Bretlandi" og færi "hrægömmum" eignir Baugs ytra fyrir lítið. Ef notabene nokkuð er að marka orð Jóns Ásgeirs yfirleitt.
Jón Ásgeir mun aldrei get sannað fullyrðingu sína upp úr heimildarmanni í "innsta hring" Sjálfstæðisflokksins, nema sá hinn sami staðfesti þetta eða að auðjöfurinn hafi tekið símtalið upp. Að því leyti verður að afskrifa þessi ummæli. En skelfilega væri þægilegt ef Davíð stæði bara upp eins og maður og færi frá.
Ella er lítið að marka ásakanir Sjálfstæðismanna um hatur og heift af hálfu Samfylkingarinnar. Það getur nefnilega ekki talist neitt nema hatur, heift og hefnd að sitja áfram, enda snýst brotthvarf Davíðs ekki (lengur) um Samfylkinguna; þetta snýst um traust og trúverðugleika og þá ekki síst gagnvart erlendum lykilstofnunum.
Jón Ásgeir má gjarnan hverfa með öllu til Bretlands og það skilyrðislaust.
Baugur í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
ja manni finnst eitthvað annarlegt hljóti að liggja að baki,þó ég sé ekki hrifinn af baugi,að ekki sé eitthvað sambærilegt gert hjá glitni í sambandi við árvak sem bankinn greiðir 150 milljónir með á mánuði og sem skuldar bankanum hátt í 5miljarða,eða fyrirtæki björgólfs sem settu tvö íslandsmet í taprekekstri á nokkrum dögum,annars held ég að þessar skilanefndir séu hluti af gamla spillingarkerfinu,var t.d landsbankinn ekki að moka 1,5milljörðum i decode,fyrirtæki sem hefur verið rekið með tapi frá upphafi.
árni aðals (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:44
Þetta er náttúrulega allt saman með miklum ólíkindablæ. Ég ætti bágt með að taka alvarlega skáldsögu með svona söguplotti.
Friðrik Þór Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 15:19
Málið er að Jón hlýtur að ramba á barmi taugaáfalls eða þá að Jón og allt hans hyski er í alvarlegri afneitun... Þessi maður sem hefur farið fremstur í flokki fólks sem hefur rænt alþýðu þessa lands aleigu sinni heldur virkilega að hann geti haldið áfram að blekkja almenning eins og hann hefur gert undanfarin ár.. Maðurinn hlýtur að vera galinn að halda að hann geti enn einu sinni falið sig á bakvið svona slúður um Davíð Oddsson... Nei.. Jón Ásgeir og öll hans fjölskylda ber mikla ábyrgð á hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð... Almenningur hlýtur að vera að búinn að átta sig á að Baugsmenn hafa haft íslenskann almúga að fífli í mörg ár..
Birgir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:50
Lygilegt er það en það sem mér finnst óhuggulegt að þetta gæti verið satt. Það eru svo ótrúlegar sögur sem maður hefur heyrt síðustu mánuði að það kemur ekkert manni á óvart lengur.
Sigurður Haukur Gíslason, 4.2.2009 kl. 15:58
Það er stríð í gangi og er búið að standa lengi yfir. Vel má vera að Davíð hafi sett þetta skilyrði (ekki ótrúlegt miðað við hrokann í þeim manni). Já Davíð verður að fara frá og það strax, ég vek athygli á að það eru fjórir dagar frá því að seðlabankasjórunum var sent bréf og þeir beðnir að víkja en ekkert hefur heyrst enn frá þeim; þeir ætla líklega ekki að víkja sjálfviljugir þessir lúðaseggir.
Hitt er svo annað mál að ég er viss um að Jón Ásgeir er sjálfur hrægammur og hefði sjálfur hoppað á tækifæri til að kaupa fyrirtæki fyrir lítið ef hann hefði getað. Og þetta að nota þessi rök að sé honum bjargað bjargist 50 þúsund störf í Bretlandi er vægast sagt aumkunarvert.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 4.2.2009 kl. 16:03
Sammála. En er ekki Jóhanna tilneydd að svara Jóni Ásgeiri?
joð (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 17:52
Halló, ég hélt að Jóhanna hefði valið sér dyggan framsóknarmann til að stýra bankamálum. Er hann nú líka undir stjórn Davíðs?
Er þetta kannski bara allt blöff, er þetta laumustjórn Davíðs Oddssonar?
Ragnhildur Kolka, 4.2.2009 kl. 18:51
Ég hef ekki mikla trú á þessari kenningu Jóns Ásgeirs. Það má alveg eins halda því fram að hann sé sjálfur að beita hinni margfrægu "smjörklípuaðferð" og leiða athyglina frá eigin vanda og hversu illa hann hefur staðið af rekstri félaga sinna.
Það segir allt sem segja þarf um óheilbrigði rekstrarmodels viðskiptamanna, að þeir búi til gríðarlega flókið net eignarhalds í gegnum marga einstaklinga, félög og erlendar skattaparadísir. Það þarf ekki að vera djúpvitur til að sjá að slíkt er bara gert til að fela eitthvað. Svona gera aðeins þeir sem hafa óhreint mjöl í pokahorninu.
Ég held að Jón Ásgeir hafi margsýnt það á undanförnum árum að hann þarf enga hjálp við að koma fyrirtækjum tengdum honum í þrot. Sjá í þessu sambandi Nyhedsavisen, Stoðir, Glitnir, 365, Merlin o.fl. félög. Einu viðskiptin sem hafa sýnst vera hagkvæm eru vafasöm viðskipti á milli tengdra félaga í eigu hans og viðskiptafélaga hans. Þau viðskipti voru til þess fallin að mynda viðskiptavild og gerfihagnað sem hægt var að niðurfæra þ.a. unnt var að fá lán út á félögin.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:25
Tek undir með Kristjáni að ég hef ekki mikla trú á þessari kenningu enda skildist mér á fréttum í kvöld að þeir þekktust ekki neitt fromaður skilanendar og Dabbi. Hefðu ekki einu sinni hittst.
Jón Ásgeir er hinsvegar æfður í að fá almenningsálitið með sér og varið til þess miklum fjárhæðum. Nú síðast snaraði hann út einum og hálfum milljarði sem enginn veit hvaðan kom, til að kaupa fjölmiðlafyrirtækin sín sem hafa skilað endalausu tapi ár eftir ár. Það er nokkuð ljóst að ekki var verið að hugsa um fjárhagslega arðsemi þegar sú ákvörðun var tekin.
Það er annar flötur á þessu máli og hann varðar sjálfstæði Seðlabankanns. Er það eðlilegt að ríkistjórn geti skipt út einhliða stjórn og bankastjórum Seðlabankans ef henni líkar ekki stefna bankans.
Minnir helst á þegar Dabbbi lagði niður Þjóðhagsstofnun af því honum líkaði ekki skýrsla sem þaðan kom.
Smá pæling.
Landfari, 4.2.2009 kl. 20:53
Strákurinn notar alltaf sama atriðið, fer undan í flæmingi og skáldar. Ég tek bara undir að Jón Ásgeir megi bara hverfa af landinu sem fyrst með one way ticket.
Hann má skilja eftir umboð samt svo við komumst í reikningana hans í Lúxemborg og Cayman.
sandkassi (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:31
Hvarflar það virkilega að nokkrum manni að Davíð Oddsson sé í einhverri aðstöðu til að setja skilanefndum svona skilmála?
Ég held að það væri þá rétt að hafa hann áfram og leigja hann út til annarra landa, til að nota sem Grýlu á gangsterana þar!
Björn Finnbogason, 5.2.2009 kl. 00:46
Ef Davíð hefur sett eitthvert skilyrði fyrir brotthvarfi sínu úr Seðlabankanum, þá hlýtur hann að hafa komið því á framfæri við yfirmann sinn, Jóhönnu. Spyrjið hana bara að þessu, hún er heilög og segir alltaf satt.
Nei, í alvöru. Að það skuli hvarfla að einhverjum eitt augnablik að einhver fótur sé fyrir þessum dylgjum Jóns Ásgeirs, er alveg magnað. Einhver "Deep Throat" úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, segi Jón Ásgeir að hafi sagt sér þetta. Yea, right!
Ef Davíð hefur gert þessa kröfu (sem er gjörsamlega út í hött að hann hafi gert), þá hefði fjöldi manna vitað af því. Og krafan er svo absúrd, Common! Það eru tvær skilanefndir sem komast að sömu niðurstöðu um Baug, að tilgangslaust sé að veita þeim greiðslustöðvun. Og skuldir Árvakurs eru smápeningar miðað við greiðsluerfiðleika Baugsveldisins.
Þið horfið á of mikið af bíómyndum
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 04:50
Þegar Dabbi drulluhali á í hlut, trúi ég öllu. Ég efast ekki um það eina sekúndu að Jón Ásgeir segi sannleikann í þessu máli, slíkur drulluhali hefur Dabbi reynst síðan hann hóf stjórnmálaafskipti.
corvus corax, 5.2.2009 kl. 09:50
Ég er að hugsa um að fara til Hollywood og selja einhverjum kvikmyndaréttinn að þessum Davíðs "ofsóknum" á Jón Ásgeir......þetta er betra efni en nokkur reyfari sem hefur verið kvikmyndaður um langa hríð.
Sverrir Einarsson, 5.2.2009 kl. 10:22
Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta, nema hvað að sagan hans JÁJ er ekkert miklu ótrúverðugri en sagan um 300 milljón króna múturnar. Báðar sögur með miklum ólíkindum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 13:42
Ég trúi því ekki að einhver sé eftir sem trúir þessum fituga þvælupoka. Hvað er að þessum manni? Ég vil láta reka hann úr landi. Mig minnir að fyrir cirka hálfa milljón punda sé hægt að fá íbúaréttindi á bresku jómfrúareyjunum. Það var allavega þannig fyrir um tíu árum. Hann er þá nálægt peningunum sínum (okkar).
Dagga (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.