Enga óreiðumenn í heilbrigðisþjónustuna, takk

 Benedikt Jóhannesson af Engey er einn af þeim frjálshyggjumönnum sem koma fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að skipulagsbreytingum á heilbrigðisþjónustunni og stendur þar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni að áformum um einkavæðingu á þessu viðkvæma sviði almannaþjónustunnar. Það er því merkilegt að lesa pistil hans um óreiðumennina í bönkunum, sem í raun eru sömu öflin og hans fólk vill hleypa að heilbrigðiskerfinu.

Varnaðarorð hans (sem svo má kalla) gilda enda ekki bara um fjármálakerfið, heldur um öll önnur svið sem nýfrjálshyggjan og gróðaöflin vilja tileinka sér og sjóðum sínum. Óreiðumennirnir í bönkunum eru að stofni til sömu óreiðumennirnir og komu landinu á kaldan klaka og sömu óreiðumennirnir og vilja nú gera heilsubrest manna að féþúfu. Útlendingar treysta Róberti Wessmann og hans líkum ekkert betur en óreiðumönnunum í bönkunum. Leiðin til að feta okkur "frá ánauð til frelsis" liggur ekki um þá almannaþjónustu sem mikill meirihluti landsmanna vil að verði áfram í sameignarrekstri á vegum hins opinbera.

 Benedikt er stjórnarformaður "Sjúkratrygginga Íslands", hinnar nýju stofnunar sem er lykillinn að leið Sjálfstæðisflokksins til aukinnar frjálshyggju í heilbrigðissviðinu. Forstjórinn er Steingrímur Ari Arason, einn harðasti boðberi nýfrjálshyggjunnar á Íslandi og fyrrum Einkavæðingarnefndarmaður. Þessir menn vilja hleypa óreiðumönnunum að til að gera heilsuleysi landsmanna að féþúfu og gróðaveg. Þar er ekki rætt um góðviljaðar sjálfseignastofnanir, heldur fyrirtæki sem leita hámarksgróða. Fyrirtæki sem meta eigin hag ofar hag "viðskiptavinanna".

Var síðustu daga með skoðanakönnun á síðunni og hún endurspeglar ágætlega viðhorf lesenda bloggsins míns, sem aftur ríma vel við fyrri alvöru kannanir um afstöðuna til rekstrarforma á heilbrigðissviðinu. Svona varð niðurstaðan:

Spurt er: Á heilbrigðissviðinu vil ég:

24,0%   Aukinn einkarekstur sjálfseignastofnana

  1,8%   Aukinn einkarekstur hagnaðarvonar

Samtals aukinn einkarekstur: 25.8%

   9,6%  Minnka einkarekstur sjálfseignastofnana

37,7%   Minnka einkarekstur hagnaðarvonar

Samtals minni einkarekstur:  47.3%

18,0%   Óbreytt hlutfall einkareksturs

   9,0%   Ekkert af ofangreindu

 

167 svöruðu.

Að lokum þetta: Er ekki hægt að senda Ástþór Magnússon til Vanúatú með Davíð Oddssyni?


mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar, maður er farinn að sjá að heilbrigðiskerfið er næsta skotmark auðmanna, nú þegar bankarnir eru út úr myndinni, í bili. Á næstu mánuðum kemur svo betur í ljós hvaða gammar eru að sveima yfir ......!

Hansína Hafsteinsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband