8.1.2009 | 13:31
Vilja þau frekar "smölun" út úr flokknum?
Alveg er ég steinhissa á Framsóknarmönnum sem nú kvarta sáran yfir meintri "yfirtöku" á flokknum, samanber frétt RÚV. Sjóaðir pólitíkusar eins og Jón Sigurðsson fyrrum formaður flokksins, Pétur Gunnarsson fyrrum spunameistari flokksins og Sæunn Stefánsdóttir ritari flokksins kvarta sáran yfir "smölun" í flokkinn. Líkar þeim betur við þá "smölun" út úr flokknum sem hefur verið í gangi undanfarin ár?
Það er kölluð fjandsamleg yfirtaka og ég veit ekki hvað; venjuleg og ofureðlileg valdabarátta innan flokks leiðir til fjölgunar fólks í flokknum. Hvernig getur fjölgun flokksfólks verið flokksmönnum vonbrigði? Hvernig er hægt að fordæma slíkt? Er ekki ráðið að kvörtunargjarna fólkið hreinlega safni sjálft liði, eins og þau eiga að vera að gera, innbyrðis og útávið?
Þessi "fordæming" er einfaldlega út í hött. Ef skráning í flokk er á annað borð lögleg þá eru ekki nein rök fyrir því að fordæma slíkt. Fordæma fjölgun í flokknum! Hvað næst; mótmæla atkvæðum sem flokkurinn fær í kosningum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 703127
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Innlent
- Fjallvegir á Vestfjörðum og víða um land á óvissustigi
- Nokkur útköll hjá Landsbjörgu
- Jólabjórinn að klárast
- Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn hafinn
- Lítil snjóflóð fallið og vegum lokað á Vestfjörðum
- Nánast aftakaveður þegar hryðjurnar ganga yfir
- Flugeldar upp um 4% milli ára
- Missti stjórn á bílnum og endaði í garði
- Andlát: Egill Þór Jónsson
- Hvetja fólk til að huga að niðurföllum
Erlent
- Engin bein samskipti við sýrlensk stjórnvöld
- Kveikti í konu í neðanjarðarlest
- Segjast hafa varað þýsk yfirvöld við
- Segir að verið sé að svindla á Bandaríkjunum
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
Viðskipti
- JBT Marel muni einblína á tekjusamlegð
- Segja tölur um opinbera starfsmenn skakkar
- Hið ljúfa líf: Í stríði og friði skal það freyða best
- ESB mun hjálpa evrópsku bílarisunum
- Evrukrísan en með öfugum formerkjum
- Vill aukna umræðu um fjárfestingar
- Svipmynd: Vill lækka opinber útgjöld
- Stefnur Trumps togist á sitt í hvora áttina
- Fréttaskýring: Frelsishetjan sem beðið var eftir
- Helmingur sprota frá landsbyggðinni
Athugasemdir
Svo má ekki gleyma að þessi armur Framsóknarflokkurinn er að stimpla sig inn sem "þjóðernisarmur" flokksns með því að gagnrýna sérstaklega að um útlendinga sé að ræða þegar kemur að þessarri svokölluðu "smölun"
Vilberg Helgason, 8.1.2009 kl. 16:19
Eiginlega er um formlega beiðni að ræða: Framsóknarflokkurinn vill engin atkvæði nema frá vottuðum og rétt skráðum Framsóknarmönnum. Annað fólk (99%+) kjósi aðra flokka.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 16:23
hihihi...góð spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:45
Þeir vilja bara atkvæðin. En það má enginn skipta sér af eigendaklíkunni í framsóknarflokknum. Þeir eruy bara við gamla góða heygarðshornið.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 20:44
Ég vil sjá byltingu í öllum stjórnmálaflokkum og ráfandi sauðir, sem ekki hafa staðið sig, séu reknir til síns heima. Löggjafarþingið bera risa-stóra ábyrgð á hvernig komið er. Stjórnarandstaðan er því miður, máttlítil með örfáum undantekningum. Utanþingsstjórn strax til bráðarbyrgða.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:39
Er ekki hægt að plata hina sérlunduðu Framsóknarmenn til að taka Ástþór Magnússon að sér og fela honum einhver störf upp til fjalla einhvers staðar? Það væri "smölun" inn í Framsókn sem mér líkaði. Ætli Bjarni Harðar eigi kannski pláss fyrir hann í Draugasetrinu? Er laust pláss við einhvern fjósabitann?
Friðrik Þór Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 01:14
Mér er ógleymanleg fullyrðing formanns SUF fyrir rúmu ári:
"Ungt fólk streymir daglega í Framsóknarflokkinn."
Gísli Ásgeirsson, 9.1.2009 kl. 10:01
Gísli!
Ungt fólk hefur verið að streyma daglega í Framsóknarflokkinn. Reyndar eldra fólk líka. Þónokkuð af því fólki af erlendu bergi brotnu.
Friðrik og fleiri.
Málið er bara hvort það sé farsælt að smala saman 70 manna hóp fólks á einn lista sem einn maður leggur fram korter fyrir félagsfund, þar af líklega 30 útlendinga, margir þeirra skilja nánast ekki orð í íslensku - til þess að taka þátt í einni einstakri atkvæðagreiðslu.
Kannske. Ég hef hins vegar miklar efasemdir um það. Hefði viljað sjá fólkið sækja um aðild sjálft á hefðbundinn hátt - en verð að viðurkenna að ég hlýt að vera gamaldags eftir tæplega 25 ár í flokknum.
Meira um þetta: Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsókn nýrra tíma? á slóðinni http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/766554/
Hallur Magnússon, 9.1.2009 kl. 11:38
Þakka þér fyrir innleggið Hallur (og auðvitað Gísli og aðrir).
"...hvort það sé farsælt að smala saman 70 manna hóp fólks á einn lista sem einn maður leggur fram korter fyrir félagsfund, þar af líklega 30 útlendinga, margir þeirra skilja nánast ekki orð í íslensku - til þess að taka þátt í einni einstakri atkvæðagreiðslu".
Svarið er auðvitað JÁ, þ.e. að fjölda"innlögn" sé jafn eðlileg og einstaklings-"innlögn", ef lýðræðislegum og/eða flokkslegum reglum er að öðru leyti fylgt. Í einhverjum núningum milli flokksregla og lýðræðisins hlýtur lýðræðið auðvitað að njóta vafans. Líka hitt; að tungumálakunnátta eigi ekki að flækjast fyrir fólki sem vill einlæglega taka þátt í íslenskum stjórnmálum, hafi fólkið til þess allan rétt á annað borð.Ef sótt er um fyrir þess hönd hlýtur það að byggjast á upplýstu samþykki og undirritun, ella er ekki um löglega umsókn að ræða (hefði ég haldið!).
"Smölun" kann á stundum að vera á einhverjum siðferðilegum mörkum að mati sumra. En undir flestum kringumstæðum er "smölun" bara eðlileg liðssöfnun einstaklinga sem takast á. Ef allir standa jafnir gagnvart reglunum þá hafa allir sömu tökin á því að safna og mótívera stuðningsmenn - allir geta smalað. Það kann að vera að sumir séu efnaðri en aðrir og geti "keypt" sér stuðning og þá getum við auðvitað talað um siðferðisbrest - en á það hefur ekki verið minnst í þessu sambandi svo ég viti.
Allt tal um "fjandsamlega yfirtöku" í þessu sambandi er andlýðræðislegt!
Friðrik Þór Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.