6.1.2009 | 11:47
Eftirlitsnefndin sem átti að passa upp á eftirlitið
Engum blöðum er um það að fletta að Bjarni Ármannsson og félagar hans í Klúbbi útrásarvíkinga skulda þjóðinni bæði afsökunarbeiðni og "skaðabætur". Það liggur fyrir. Og augu manna hafa réttilega beinst að eftirlitsstofnunum eins og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Nú langar mig hins vegar að víkja að einni mikilvægri NEFND og spyrja hana opinberlega um hlutverk hennar og skyldur.
Allar götur aftur til ársins 1999 hefur verið starfandi "ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur". Samkvæmt sérstökum lögum hefur henni verið ætlað að tryggja "að opinbert eftirlit stuðli að velferð þjóðarinnar, öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, eðlilegum viðskiptaháttum og neytendavernd". Segir og að þegar "eftirlitsreglur eru samdar eða stofnað er til opinbers eftirlits skal viðkomandi stjórnvald meta þörf fyrir eftirlit, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. Slíkt mat getur m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits".
Í "ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur" hafa margir einstaklingar átt sæti sl. tæpa áratug. Þetta fólk hefur haft það hlutverk m.a. að "taka eftirlitsreglur eða framkvæmd tiltekinnar eftirlitsstarfsemi til athugunar í heild eða að hluta" og "Veita stjórnvöldum ráðgjöf um endurskoðun eftirlitsreglna og framkvæmd eftirlits".
Nefndin tekur reglum samkvæmt mál til athugunar að eigin frumkvæði eða eftir rökstuddum ábendingum. Í reglugerðinni segir að nefndin skuli sjálf ákveða hvort ábendingar gefi tilefni til athugunar af hennar hálfu. Um málsmeðferð nefndarinnar segir ennfremur: Nefndin beinir niðurstöðum athugana sinna til viðkomandi stjórnvalds og eftir atvikum til þess ráðherra er stjórnvald heyrir stjórnfarslega undir. Sinni stjórnvald ekki ábendingum nefndarinnar eða virðir ráðgjöf hennar að vettugi skal nefndin gera viðkomandi ráðherra og forsætisráðherra kunnugt um það".
Nefndin er til þriggja ára í senn og 2005 til 2008 áttu sæti í henni:
Aðalmenn
- Halldór Árnason, skrifstofustjóri forsætisráðuneyti, formaður,
- Ágúst Þór Jónsson verkfræðingur,
- Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Pétur Reimarsson, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, og
- Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður verkalýðsfélagsins Eflingar.
Varamenn
- Árni Páll Árnason héraðsdómslögmaður og
- Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins.
Ritari nefndarinnar er Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins.
Mig langar hér með til að spyrja þetta ágæta nefndarfólk hvort einhvern tímann hafi komið upp grunur hjá því eða ábendingar um að eftirlit Seðlabanka og Fjármálaeftirlits með fjármálakerfi þjóðarinnar hafi eitthvað verið ábótavant og hafi mátt herða og hvort nefndin hafi skoðað það og hugsanlega beint einhverjum tilmælum til téðra stofnana og ráðherra þeirra.
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Datt mér ekki í hug. Það vill enginn lesa um hvað þá tjá sig um NEFND!
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 12:42
Mér datt bara í hug Yes Minister. Sir Humphrey hefði ekki getað orðað þetta betur: "ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur."
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:00
Já, ætli þetta sé ekki eitthvað eins og Hringormanefnd, eitthvað svona bora í nefið á sér dæmi. Nefnd sem að gegnir engu hlutverki í raun og veru en er samt til?
sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:30
Víða eru matarholurnar. Ég vissi ekki af þessari nefnd. Hver ætli nefndarlaunin séu?
Ég þarf að hækka mínar tekjur til að geta borgað bankahrunið. Alveg til í að taka sæti í nefndinni, ef hún er eitthvað svona hringormadæmi!
Jón Ragnar Björnsson, 6.1.2009 kl. 21:37
Mér hafa borist athugasemdir um tölvupóst, sem rétt er að greina frá nánar sem fyrst, eftir að ég hef skoðað málið ögn betur. Finnst rétt að koma þó strax fram með eftirfarandi:
Lögin taka ekki til stjórnsýslueftirlits og innra eftirlits hins opinbera, þ.m.t. fjárhagslegs eftirlits, löggæslu, tollgæslu og eftirlits í tengslum við skatta og gjöld, sifjamál, vernd barna og ungmenna, reynslulausn og ákærufrestun.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 12:27
Líka langar mig til að hafa þetta af mbl.is hér til fróðleiks:
"Fjármálaeftirlitið var alltof fámenn stofnun, starfsmannaveltan var mikil og starfsmönnum fjölgaði ekki samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum, að sögn fyrrverandi sérfræðings hjá FME. Starfsmönnum FME var mætt af fullri hörku í bönkunum.
„Ég man eftir fundum þar sem maður sat við langborð í stórum fundarherbergjum og á móti manni var þéttskipaður hópur af lögfræðingum og yfirmönnum bankans, allir rauðir í framan af reiði vegna afskiptasemi Fjármálaeftirlitsins,“ segir Elín Jónsdóttir, sem var lögfræðingur á verðbréfasviði FME í fjögur ár. Sérfræðingar bankanna beittu jafnan af fullum þunga reglum stjórnsýslulaga í tilvikum þar sem þær áttu ekkert sérstaklega vel við. „Valdajafnvægið er allt annað en það sem haft var í huga þegar reglurnar voru settar, enda stjórnsýslureglunum ætlað að vernda einstaklingana gagnvart stjórnvöldum,“ segir Elín.
Fyrir nokkrum árum hafi laun starfsmanna FME verið samkeppnishæf, en síðan hafi ekki reynst unnt að keppa við bankana. Því hafi ekki tekist að halda lykilstarfsmönnum. Elín segir að eftir á að hyggja hefði átt að vera hægðarleikur að láta eftirlitsgjaldið, sem bankarnir greiða, fylgja vexti í fjármálageiranum".
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 12:30
Takk fyrir þennan fróðleik.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:49
Já, athugasemdin fyrrnefnda er innlegg sem rétt er að setja hér inn, frá einum nefndarmannanna, Gunnlaugi Júlíussyni frá Sambandi sveitarfélaga:
"Það má segja að hlutverk þessarar nefndar sem ég sit í og heitir Ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur sé í grófum dráttum að fylgja eftir framkvæmd laga um opinberar eftirlitsreglur. Það felst fyrst og fremst í eftirfarandi (með þeim undantekningum sem ég vísað til áðan):
Í fyrsta lagi skal forsætisráðuneyti hafa yfirsýn yfir eftirlitsreglur og annast heildarmat á áhrifum þeirra og eftirlits á vegum hins opinbera, leitast við að tryggja nauðsynlega samhæfingu og hagkvæmni í eftirliti á vegum hins opinbera og móta aðferðir við mat á opinberu eftirliti.
Síðan eru í lögunum ákvæði um að þegar eftirlitsreglur eru samdar eða stofnað er til opinbers eftirlits skuli viðkomandi stjórnvald meta þörf fyrir eftirlitið, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. Slíkt mat geti m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits.
Þetta er ekki óáþekkt kostnaðarmati á lögum og reglugerðum. Þá er metið hver sé kostnaður við þau markmið sem sett eru fram í lögum eða reglugerðum. Er kostnaðurinn eðlilegur og hver á síðan að greiða hann. Hvað eftirlitsþáttinn varðar á þessi nefnd meðal annars að leggja mat á hvort opinbert eftirlit sé byggt upp og framkvæmt á eðlilegan hátt, felast hagsmunaárekstrar í framkvæmd þess, hvað kostar það og er hægt að framkvæma það á ódýrari hátt o.s.frv. Ég veit ekki hvort þetta svarar spurningum þínum Svandís en það er þó tilraunin.
G".
Gunnlaugur á líka ábendinguna rauðlituðu að ofan. Hann segir líka: "Það er oft tilhneiging hjá opinberum aðilum að setja á sem mest og víðtækast eftirlit og að opinberum aðilum sé einum treystandi til að framkvæmda það. Nefndinni er fyrst og fremst ætlað að gegna hlutverki gagnrýnandans við slíkar aðstæður en hún hefur ekki ákvörðunarvald". Ég þakka Gunnlaugi fyrir upplýsingarnar um þessa... kostnaðarmatsnefnd.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.