Af Hvítliðum og Svartliðum

 Frá mótmælum á Austurvelli.Það viðrar vel til mótmæla í dag. Ég ætla að fara og hlusta á stúlkuna 8 ára - það er ekki síst hún sem á að erfa ófögnuðinn af völdum Hrunsins, sukksins og spillingarinnar.

Kannski mætir Ólafur Klemensson, sérlegur útsendari Seðlabankans? Á kannski leið hjá fyrir einskæra tilviljun? Kannski sendir Valhöll uppbúna "Hvítliðasveit" til að vernda lýðræðið? Það væri eftir öðru ef harðsvíruðustu Sjallarnir eru búnir að skipuleggja aðgerðir gegn mótmælum alþýðunnar. Verst að slíkir "Hvítliðar" geta bent á ofbeldi og eyðileggingu örfárra svokallaðra aktífista (eða Anarkista) - sem ég mun hér með kalla "Svartliða".

Að öðru en samt ekki öðru. Ég lýsi hér með furðu minni á að mbl.is leyfi ekki bloggfærslutengingu við frétt sína um Ólaf Klemensson og svæfingalækninn hans. Lygar Ólafs í fréttinni eru yfirgengilegar - það sanna myndir og frásagnir vitna. Mennirnir var mættir fyrir framan Hótel Borg til að beita ofbeldi (rétt eins og harðsvíruðustu Svartliðarnir). Þeir ógnuðu mótmælendum gjörsamlega að ósekju og ljúga um annað. Skammarleg framkoma. Þetta vildi ég fá að rita færslu um með tengingu við viðkomandi frétt, en af einhverjum ástæðum meinar mbl.is mér og öðrum það. Gagnlegt væri að fá skýringu á því. Vonandi er hún til og getur talist gild.


mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ógeðfellt að nota börn í þessari baráttu. Jafn ógeðfellt og ef Hannes Hólmsteinn mundi dubba upp 8 ára barn til að lofsyngja frjálshyggjuna.

Það á að hlífa börnunum við þessu og leyfa þeim að njóta saklausrar æsku. Nógu mikið basl bíður þeirra.

BigBrother (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn

Leikur að kommúnisma "Raddir fólksins" eru gersamlega að ganga fram af mér, þótt ég af öllu hjarta styðji friðsamleg mótmæli gegn ríkisvaldi sem er að troða lýðræðinu í ræsið með þaulsetu ráðherra langt yfir þeirra vitjunartíma.

Í því ástandi sem er að skapast hér í kjölfar þess að bankar og hagkerfi er hrunið, er nauðsynlegt að ráðamenn axli ábyrgð, leiti til forseta að skipa utanþingsstjórn í "björgunarleiðangurinn" og boðað sé til nýrra kosninga. Þetta er fullkomlega eðlileg krafa og þeim sem þykir vænt um landið sitt eiga með friðsömum mótmælum að krefjast þess að þetta sé gert.

Barn hermaður Hisvegar set ég spurningarmerki við ábyrgðarleysi þeirra foreldra sem stilla óþroskuðu barni sínu á kommúnískan ræðupall framan við þúsundir manns.  Í raun finnst mér það verkefni fyrir Barnavernd að kanna fjölskylduaðstæður barnsins og hvort ástæða sé til inngripa í uppeldið.

Við hlið barnsins er kynntur einn harðasti kommúnisti Íslands, Einar Már Guðmundsson sem er m.a. einn aðstandenda Dagblaðsins Nei sem aðstandendur kynna á netinu sem "kommúnískt dagblað".  Einar hefur unnið sem moldvarpa kommúnista í mótmælum hér, bæði hvað varðar fundina á Austurvelli og Opinn Borgarafund. Kemur þar bæði að skipulagi og ítrekað sem ræðumaður.

Barnhermaður Öðrum sem gætu haft önnur sjónarmið fram að færa er gjarnan úthýst. Þannig var mér t.d. varpað á dyr með ofbeldi af þremur fílefldum karlmönnum af einum skipulagsfundinum eftir að Einar Már og félagar héldu atkvæðagreiðslu að sovéskri fyrirmynd um að mér skyldi vísað út fyrir þær sakir að hafa deilt á vinnubrögðin.  Ádeilan sem ég hafði sett fram var að yfir 70% af ræðumönnum á Austurvelli tengdust flokknum Vinstri Grænir á meðan fólki úr öðrum flokkum var meinað að tala á mótmælafundum.

Ég hafði trú á Vinstri Grænu þar til ég varð vitni að vinnubrögðum þeirra og hvernig þeir fótum troða lýðræðið á fundum sínum. Nú hef ég áttað mig á því að þessir aðilar stefna á að koma upp kommúnísku ríki á Íslandi að fyrirmynd Sovétríkjanna og Kína.

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Dj... er ég nú búinn að kalla Ástþór Magnússon yfir mig. Þar fór í verra. Oh boy.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 14:19

4 identicon

Sæll Friðrik.

Ekki hafa miklar áhyggjur af Ástþór. Hann getur látið gamminn geysa með sóðalegu og meiðandi ummælum, en hann kann þó helst" hér er ég um mig til mín,allir hinir heimsk og svín".

Kveðja.

Kristinn Rúnar Hartmannsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:58

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú! Mega sjónarmið Ástþórs ekki koma fram hérna hjá þér? Ef þér þóknast ekki "prentsvertan" frá sumum í athugasemdarkerfinu, þá hefurðu öll ráð til að koma í veg fyrir hana.

Ég er sammála Ástþóri í mörgum atriðum í þessari athugasemd hans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 15:00

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er heiðarlegt af þér, Friðrik Þór, að taka fram, að blogg þitt er : hvorki hlutlaust málgaagn né

fræðirit. Það er persónulegt málgagn. Gott og vel. Þú er ágætlega ritfær, en þú sest of oft í sæti

saksóknara og dómara að mínu mati. Gangi þér annars allt í haginn.

Kveðja frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.1.2009 kl. 17:05

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar minn; ef ég væri alvarlega á þeirri skoðun að sjónarmið Ástþórs mættu ekki birtast hér þá myndi ég vissulega beita þeim ráðum sem mér eru tiltæk (að fjarlægja athugasemd hans og loka fyrir IP-töluna). En ég er EKKI á þeirri skoðun. Hins vegar má ég láta í ljós viðhorf mín til hans og viðhorfa hans. Aðeins einu sinni á bloggferli mínum hef ég séð ástæðu til að skrúfa fyrir einstakling á þessum hér vettvangi mínum og ég vona að það þurfi ekki að gerast aftur.

Ég er ekki hissa á því að þú sért sammála Ástþóri. En ég sé ekki glitta í sovéskan kommúnisma nokkurs staðar.

Mótmælin í dag voru vel heppnuð, eindregin og ofbeldislaus og vel sótt. Stúlkan Dimmblá var þrusugóð og auðheyrilega ekki heilaþvegin. Hins vegar þótti mér afar hallærislegt að fylgjast með Herði Torfa rífast við truflandi Svartliða. En það beinir e.t.v. athyglinni að því að á bakvið tjöldin er áþreifanlegur klofningur milli þeirra sem vilja friðsöm mótmæli og hinna sem vilja sjá blóðið fljóta.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 17:07

8 identicon

Ég fer ekki á þessi mótmæli af þeirri einföldu ástæðu að þetta er leiksýning og hefur verið það frá byrjun.

Ræðurnar eru lélegar og bitlausar og restin leikaraskapur í gömlum hippum.

Ég heyrði því rifrildi Harðar við "Svartliða" en mér finnst það eðlileg krafa að fólk sæki ekki fundarhöl með lambhúshettur eða andlitið hulið. Það er toppurinn á hræsninni.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:53

9 identicon

vantar ekki á einum stað

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:55

10 identicon

Merkilegt að googla þennan Ólaf.  Virðist ganga berserksgang á netinu líka að gagnrýna annað fólk.

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:03

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar waage

"og restin leikaraskapur í gömlum hippum."

ÚFF....... Skelfilegt..

Það er nátturulega aðalatriðið ... að það hafi verið gamlir hippar þarna á svæðinu.

Alveg skelfilegt að einhver hafi einhvern tíman verið HIPPI. .... Það er talað um menn sem voru eitt sinn kommar eða hippar eins og þetta séu einhverir stórglæpamenn.  

Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 19:19

12 identicon

Þetta er mín skoðun já.

Ástæðan er þessi: Þau meðul og rölsemdafærslur sem notast var við á tímum Vietnam stríðsins einfaldlega duga ekki í dag. Jarðvegurinn er annar, fólk er mun betur upplýst og held ég að minnkandi þáttaka í þessum mótmælum sé tilkomin af því að menn eru bara ekki nógu beittir. Rökin eru ekki nógu beitt og áherslurnar ekki heldur.

Það er full ástæða til að beittar áherslur séu settar fram við Stjórnvöld en það er ekki verið að gera það.

Gamlir hippar, já Einar Már Guðmundsson er ekki að koma með neitt inn í umræðurnar sem skiptir neinu máli. Pétur Tyrfingsson veit ég ekki hvaða erindi hefur þarna og svo mætti lengi telja.

Við sem höfum unnið dag og nótt í ársfjórðung í gjaldmiðilsmálum hér óskuðum eftir að fá að taka til máls en höfum ekki heyrt frá þessu fólki.

Gamlir hippar já, ef að fólk vill frekar standa upp á endan og leika rokkstjörnur eða uppreysnarforingja í stað þess að fara fram á að gerðar verði ráðstafnnir hér undir eins sem koma í veg fyrir að heilu fjölskyldurnar lendi á götunni. já það þá kalla ég þetta gamla hippa og í niðrandi merkingu.

Við erum hér hópur af fólki sem höfum eins og ég sagði lagt dag við nótt í þessu máli, í trássi við allt og alla, eini fjölmiðillinn sem tekur þetta mál er Saga.

Aðrir miðlar hafa ekki áhuga og því síður mótmælendur (stjórnendur).

Þetta eru lausnir og um leið erum við að benda á hverskonar fyrirbæri krónan er en hún er eins og íöllum ríkjum sem notast við svona sér verkalýðsgjaldmiðil aðeins lykilþáttur í ætlunarverki stjórnvalda að koma öllu draslinu á hendur álfyrirtækja og erlendra hagsmunaaðila.

Ég geri ráð fyrir því að fundastjórnendur álíti þetta of flókið mál fyrir fundargesti, þeir séu illa upplýstir og heymskir. Einnig má leiða líkum að því að umræðuefnið henti ekki ESB sinnum. Hvar liggja ástæðurnar?

Helvítis hippar.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:37

13 identicon

stafsetningarvillur eru í boði hússins:)

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:42

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er það ekki hámark kaldhæðninnar að mbl.is stundar ritskoðun að hætti kommúnsisma í Sovétríkjunum sálugu á frétt um hægrisinnaða ofbeldismenn sem einmitt enduðu á því að kalla heiðarlega mótmælendur sem "kommúnistaskíthæla" - spurningin hvort þessi miðill sé að verða meira líkur málsgagni kommúnistanna sem þessir menn eru að fordæma.

Það eru s.s. annaðhvort kommúnískir tilburðir hjá mbl.is (vef - Sjálfstæðismanna) eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið viðurkennt að ritskoðun er einnig stunduðu af hægri öfgamiðlum - þegar þeim líkar ekki viðkomandi frétt (sem nú er í formi kranablaðamennsku þar sem gerandinn fær að verja sig og gerir það á svo ósvífinn hátt að hópur manna reis upp til að lýsa raunverulegu atburðarrásinni).

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 20:07

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar er hér á miklum villigötum. Reyndar er ég ekki viss um hvað hann nánar tiltekið telur til hippaskaparins í fyrstu athugasemdinni sinni, en af henni má ráða að hann eigi ekki við ræðurnar (sbr. "Ræðurnar eru lélegar og bitlausar og restin leikaraskapur í gömlum hippum"). Þá er nefnilega ekki mikið eftir nema að fólk stendur og hlustar, jánkar og klappar eftir atvikum. Er það til marks um hippaskap? Standa, hlusta og klappa - kannski einn og einn með kröfuskilti?

Mig grunar að Gunnar Waage sé bara að "djóka", svona til að æsa upp einhverja umræðu og kannski plata fólk inn á bloggið sitt. 

Ég náði nú ekki nema rétt í bláenda skottsins á hippatímabilinu, en þykist vita að efst í hugum hippa voru friður, ást, frelsi og jafnrétti. Ég veit ekki til að nokkurt af þessu sé úrelt eða gildi ekki lengur. Kannski frekar almenn slagorð, en mun betri en nýrri slagorð um efnishyggju, gróðahyggju, einkavinavæðingu, hégómaskap, spillingu og mismunun.

Og Gunnar skýtur framhjá þegar hann segir þátttökuna minnka á mótmælafundunum. Fólkinu fækkaði yfir blájólin, en fundurinn í dag staðfesti að það var tímabundið. Jól og áramót eru liðin og fólkið streymir á Austurvöll á ný. Ekki til að krefjast þess að dollarinn verði tekinn upp.

Gunnar: Helvítis stafsetningarvillurnar! Ég notfæri mér glaður "púkann" sem boðið er upp á. Það er hægðarleikur og maður lærir af því.

Þór; já þetta er skrítið með fréttina af Ólafi Klemm og mbl.is. Ólafur og bróðir hans ljúga augljóslega og mér dettur einna helst í hug að mbl.is vorkenni þeim einfaldlega og vilji hlífa þeim við óhjákvæmilegum viðbrögðum. Kannski er einhver tragedía þarna á ferðinni sem mbl.is veit um en við ekki.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 20:36

16 identicon

ritskoðun á mogganum er skýr og er ekki að byrja í dag.

Finnst fólki allt í lagi að allur rekstur stórfyrirtækja í landinu skuli fara fram í erlendum sterkum gjaldmiðlum, ál olía, Marel ect. og þeir skipta einungis yfir í krónu til að borga okkur laun?

Eru menn sáttir við þetta?

Af hverju vill Seðlabankinn og ríkisstjórnin halda í gjaldmiðil sem er ónýtur?

Af því að þeir eru búnir að selja þjóðina í ánauð.

Kvótinn er allur veðsettur. 500 milljarðar

hátt í sama upphæð í eignarhaldi í fyrirtækjum hér á landi eru fjármunir sem íslenskir aðilar hafa fjárfest með í Benelux löndunum og fjárfest til baka í Íslenskum fyrirtækjum hér á landi. Allt í kraft bankaleyndar viðkomandi landa og ónýtra skattalaga hér á landi.

Þetta eru 400 og eitthvað milljarðar sem kallast falið eignarhald. Arður fer allur úr landi og þeir greiða enga skatta hér á landi.

Eru menn að skilja af hvaða ástæðum haldið er í krónuna, til þess að atvinnurekendur (Rio Tinto sem dæmi) græði á genginu hér.

Hringið niðrí Seðlabanka og Hagstofuna og spyrjið um þessi mál. Þið munið ekki fá svör.

Sama rekstrarform er viðhaft í Kína þar sem verkaliðurinn lepur dauðan úr skel meðan að auðmenn maka krókinn.

Þetta er gamalt kapítalistarekstrarmódel sem enginn ætlar að brjóta upp, ekki Samfylking eða Sjálfstæðisflokkur eða Frjálslyndir, ekki heldur mótmælendur.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:39

17 identicon

Lillo ég er ekkert að reyna að plata fólk inn á bloggið mitt, mér er nokk sama það veistu um þann hluta.

Vissulega er ég að reyna að æsa mannskapinn upp. Staðreyndin er sú að hippatímabilið hér á landi var afskaplega ómerkilegt og sú kynslóð sem þar var á ferðinni hugsar þessi mál of yfirborðskennt.

Fólk er betur upplýst í dag og verður umræðunni meira ágengt á ýmsum miðlum heldur enn á þessum fundum.

Þau mál sem ég er að ræða um hér fyrir ofan eru full ástæða til að æsa sig yfir Lillo. Við erum með lausnir á þessum málum. Þú auglýsir eftir lausnum - veskú.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:45

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Æ, já, ég ætlaði alltaf að gauka andsvari að Kristjáni P. Guðmundssyni hér ofar. Hann segir: "Þú er ágætlega ritfær, en þú sest of oft í sæti saksóknara og dómara að mínu mati. Gangi þér annars allt í haginn". Ég vil þakka honum fyrir þetta innlegg, því það fékk mig til heimspekilegra vangaveltna.

Hvað er hægt að segja um persónulegar skoðanir? Er maður ekki alltaf að setjast í einhvers konar dómarasæti þegar maður segir sína skoðun á einhverju máli? Eru í raun ekki æði margir að gagnrýna það sem gert er (eða ekki gert) og nefna leiðir og lausnir sem vænlegri eru? Jú, jú, það er ábyrgðarstarf að vera "besserwisser" og helst vil ég ekki kenna mig við það starf, þótt ég hafi skoðun á ýmsu og taki stundum ansi ákveðið til orða. Ég skal reyna að vanda mig Kristján.

En vangavelta þessi verður enn heimspekilegri þegar ég þykist snúa á Kristján og spyr hann: Ert ÞÚ ekki að setjast í sæti saksóknara og dómara þegar þú sakar mig og dæmir mig fyrir þetta, Kristján?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 20:48

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hverju orði sannara Gunnar Waage - það er ótrúlegt að jafnvel núna er andkapítalísk umræða nánast guðlast!

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 20:49

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andkapitalísk umræða nánast guðlast? Ekki hef ég tekið eftir því. En þeir sem tala gegn kapitalismanum... hvaða isma aðhyllast þeir? Sósíalisma?

Það var ekki kapitalisminn sem brást, heldur kapitalistarnir, þessi 30 manna klíka sem komið hefur öllu á vonarvöl. Ég vil sjá eigur þeirra mann frystar þar til öll kurl eru komin til grafar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 21:09

21 identicon

Já ég veit vel að þær lausnir sem við erum að benda á eru;

Endurbætur á skattalöggjöf

Einhliða upptaka nýs gjaldmiðils

Þessir 2 hlutir kippa fótunum undan stórum hluta þess óréttlætis sem sem iðkað hefur verið hér alla tíð.

Þetta hefur ekki hentað flokkunum enda myndi mikið af eignarhaldi hér ekki þola setningu nýrra laga. Flokkarnir verða að vingast við eignarhaldið, þannig er það.

Nýr gjaldmiðill, nú þá fara álrisarnir og ýmsir aðrir aðilar úr landi. :á þurfa þeir að byrja að borga laun hér.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:10

22 Smámynd: Þór Jóhannesson

Gunnar er þetta ekki sömu rökin og kommúnismarnir notuðu "það var ekki kommúnisminn sem brást heldru kommúnistarnir"?

-iminn sem ég aðhyllist er hvorki til hægri né vinstir - við skulum kalla hann andspilinngarisma - ef þú verður að hafa lífið svona svart/hvítt og í -ismum.

Annars er það fullkomlega rangt hjá þér að þessi svokölluðu 30 beri einir sökina því það var regluverkið sem þeir störfuðu inni í sem brást - og því eru það þeir sem settu reglugverkið sem eru ábyrgir nr. 1, 2 og 3 og þú veist hverjir það eru - kapítalistarnir í Valhöll!

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 21:20

23 identicon

Verð að vera sammála, þetta liggur miklu dýpra og víðar. Núverandi ráðamenn og í raun allur þingheimur á þátt í þessu.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:29

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

É get alveg tekið undir það að regluverkið brást, enda ekki hægt annað.

En ég er svolítið hissa á þessari fullyrðingi þinni nafni, " Nýr gjaldmiðill, nú þá fara álrisarnir og ýmsir aðrir aðilar úr landi. :á þurfa þeir að byrja að borga laun hér".

Þarna fórstu nú alveg með það. Ertu ekki jarðtengdari en þetta og betur með á nótunum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 21:46

25 identicon

Nafni þú villt kannski útskýra fyrir mér af hverju þessir aðilar eru hér með rekstur ef ekki fyrir gengishagnað?

Ég er með mitt á beinu en þú?

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:12

26 identicon

Smá heimavinna sakar ekki. Svona er þetta;

Allur rekstur þessara fyrirtækja fer fram í erlendum stöðugum gjaldmiðli.

Laun eru greidd út í krónu.

Út á hvað heldur þú að þessir aðilar hafi verið fengnir hingað?

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:27

27 identicon

Við getum einnig talað um Landsvirkjun og önnur fyrirtæki hér, þetta fer allt fram í Dollar stundum Evru.

Af hverju eru menn svona rólegir yfir lágu gengi krónunnar?

Ég talaði við einn af stjórnendum Alcoa um daginn, viðkomandi réði sér ekki fyrir kæti og sagði;

"Þetta er sko fínt!"

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:41

28 identicon

Ég sé að nafni minn Th. ætlar ekki að botna stórfurðuleg ummæli sín.

"Ertu ekki jarðtengdari en þetta og betur með á nótunum?"

Það veldur mér vonbrigðum að hann sé ekki tilbúinn að útskýra þessi ummæli og segir það meira um hann en mig.

Ég veit ekkert hvað hann á við og læt ég málið því eiga sig.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:31

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, það er einmitt málið nafni, þú hefur ekkert unnið heimavinnuna þína í sambandi við álfyrirtækin.

Álfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að reka hér fyrirtæki sín í áratugi, þó með hléum og sá áhugi hefur ekkert með gengisþróun í landinu að gera. Áhuginn er tilkominn vegna hagstæðra orkusamninga og öryggi þeirra, stöðugleika á stjórnmála og vinnumarkaði, ásamt ýmsu fleiru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 23:34

30 identicon

Þetta eru engin rök;

"Álfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að reka hér fyrirtæki sín í áratugi, þó með hléum og sá áhugi hefur ekkert með gengisþróun í landinu að gera. Áhuginn er tilkominn vegna hagstæðra orkusamninga og öryggi þeirra, stöðugleika á stjórnmála og vinnumarkaði, ásamt ýmsu fleiru."

Það vill svo til að ég hef farið nákvæmlega yfir þessi mál. hagstæðir orkusamningar eru vissulega factor, en þér hefur ekki tekist að færa rök fyrir máli þínu með að gengishagnaður sé helsta forsendan maður minn. Það er helsta forsendan út um víða veröld fyrir tvöföldum gjaldmiðilskerfum.

Ég legg til að þú þenjir þig minna en færir rök fyrir máli þínu en þau hefur þú augsýnilega ekki í þessu máli.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:42

31 identicon

Hitt má vera að þú sért einn af þeim sem hefur hag af rekstri álvera hér búandi á Reyðarfirði ekki satt?

Það gefur þér ekki rétt til að segja aðra fara með rangt mál.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:48

32 identicon

Allir erlendir aðilar sem koma hingað til lands með starfssemi sína gera fyrst og fremst fyrir gengismál og launamál.

Ég er hræddur um að það þíði ekkert að rífast yfir því. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég rekst á einhvern sem reynir það.

Athyglisvert. Ísland er Sweat Shop þessa dagana og eins og önnur lönd sem rekin eru sem slík á 3. heims status efnahagslega.

Það má vera að á heimasíðu alcoa.is og á kynningarfundum þeirra á Reyðarfirði hafi gleymst að benda Gunnari Th. á gengishagnaðinn, það verður svo að vera og er ekki mitt vandamál.

Óréttlætið er engu að síður til staðar og Íslendingar fá laun sín í ónýtum gjaldmiðli.

Þetta er höfuðástæðan fyrir starfsemi og veru þessara aðila hér á landi. Þetta er óverjandi og fáránlegt óréttlæti og fyrirfynnst einnig í raforkubransanum hér og víðar. Gleggsta dæmið er álið. 

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:16

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér þykir þú kokhraustur nafni. Þegar samningar voru gerðir við Alcoa 2003, þá voru gengismál þannig hér að útflutningsgreinunum blæddi en innflutningur var að sama skapi hagstæður. Bara þetta atriði kollvarpar kenningu þinni.

Hlutfall af rekstrarkostnaði álfyrirtækja í launakostnaði er óvenju lágt miðað við flestar aðrar atvinnugreinar og íslensk aðföng eru einnig lágt hlutfall. Og þó álfyrirtækin fagni gengisþróuninni sl. ár, þá er það órafjarri að samningar þeirra við Íslendinga byggist á henni. Það er meira að segja þannig að gengið á Íslandi í dag er afleiðing af alþjóðlegri efnahags og lánsfjárkreppu og Alcoa væri örugglega til í að krónan styrktist aftur sem nemur fyrri styrk, en fengi í staðin stöðugleika á fjármálamarkaðinum.

Álverð hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum. Það er álfyrirtækjunum meira áhyggjuefni en gengisþróun íslensku krónunnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 00:17

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auk þess eru þau orð þín að "árisarnir fari úr landi" gjörsamlega út í loftið. Ef þú hefur kynnt þér álgeirann eitthvað, sem ég hlýt að draga stórlega í efa miðað við þessi orð þín, þá mættirðu vita að gerðir eru langtímasamningar um raforkukaup. Það er styrkleiki, bæði fyrir okkur sem raforkusala og kaupendurna. Álfyrirtækin hlaupa ekki frá þessum samningum svo glatt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 00:23

35 identicon

sorrí, no dice

þetta dugir ekki til.

Erlend álfyrirtæki eins og aðrir erlendir aðilar taka mið af gengisþróun til langs tíma ekki bara ársins 2003.

Hættu þessu gelti.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:23

36 identicon

Það vill svo til að ég er í ágætum samböndum innan álgeirans.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:26

37 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þið afsakið nafnar, að ég haldi mér til hlés...

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 00:28

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki hissa á því Friðrik. Nafni minn Waage er greinilega meiri kjáni en ég hélt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 00:33

39 identicon

ekkert mál Lillo.

Það vill svo til Gunnar Th. að ég hef farið yfir þessi mál með hagfræðingum, stjórnmálamönnum og hinum og þessum aðilum í hagsmunasamtökum hér á landi.

Ég hef rætt við Hagstofuna og Seðlabankann og ég hef menn sem ég ræði við í álgeiranum.

Ástæðan fyrir þrjósku þinni hér er líklega fyrst og fremst tilkomin af þeirri staðreynd að þú eins og þú tiltekur á þinni heimasíðu hefur hugsað þér gott til glóðarinnar með atvinnu hjá Alcoa.

Þess vegna legg ég til að Alcoa verði bata tekin út úr umræðunni.

Ég og mínir félagar höfum gert okkar heimavinnu og ekki með það fyrir augum að rífa niður eða styðja undir neina hagsmunaaðila heldur fyrst og fremst með hag almennings að leiðarljósi.

Honum er að okkar mati best borgið með einhliða upptöku nýs gjaldmiðils hér.

Slíkt myndi eflaust verða til þess að einhverjir aðilar munu velja að setja starfssemi sína upp annarsstaðar. Það verður þá bara svo að vera.

Þú ert aftur á móti að sýna fljótfærni og ert ekki undirbúinn í þessu máli. Ég býð þér því að kynna þér það betur.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:35

40 identicon

"Kjáni"

Eins og ég sagði áðan þá segir svona talsmáti meira um þig en mig.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:36

41 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég ætla að færa mig aðeins innar í skjólinu.

Ekki kveikja í köplunum drengir...

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 00:37

42 identicon

:)

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:39

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé einfaldlega að þú veist ekkert í þinn haus um þessi mál, þrátt fyrir belginginn í þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 00:39

44 identicon

Þetta eru ekki rök.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:42

45 identicon

Síðan er raforkuverð ekki gefið upp. þetta er allt eins:) Allt sama sukkið á ráðamönnum þjóðarinnar ásamt áhangendum sínum.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:12

46 identicon

70% byggðalínunnar er í dollar. Ég þakka gott hljóð.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:17

47 Smámynd: Snorri Sturluson

Eftirtektarverðar deilur milli Gunnara hér.

Ég hef heillast doldið af því í talsverðan tíma hversu blint fólk er á það hvernig þessi stóriðju / ál bissness virkar ... vel fyrir þá, hræðilega illa fyrir okkur.

Þetta er svo ofsalega einfalt en trúin gefur blindum sýn eða birgir hana eftir því hvernig á það er litið.

Álver á Íslandi skapar mikil skammtímaumsvif sem koma sér vel á héraði, menn fá vinnu við að byggja verksmiðjur (þó svo að mikill hluti þeirra virðast hafa verið útlendingar í Kárahnjúkavirkjun).

Íslenska ríkið (eða fyrirtæki og stofnanir í eigu þess) taka stór lán frá erlendum peningastofnunum til að fjármagna Þessar stóru framkvæmdir. Arðurinn af framkvæmdunum er ekki nægur til að borga lánin, sérstaklega ekki með jafn óstöðugan gjaldmiðil og krónuna og á endanum bjóðast lánadrottnarnir til að yfirtaka einfaldlega rekstur þeirra sem tóku lánin. Það þýðir með öðrum orðum að lánadrottnarnir taka yfir íslenskar auðlindir, orkuna.

Hvað sitjum við uppi með eftir alla þessa snilld?

Spillt land, ónýta náttúru og í raun misst stjórnina á sjálfu landinu (þá á ég við jörðinni sjálfri og þeim auði sem í henni býr) úr höndum okkar.

Heilu byggðarlögin og stór hluti útflutningsverðmæta okkar (og þar með streymi verðmæts gjaldeyris = gjaldeyrir sem er ekki króna) eru háð álverksmiðjum = þeir eru með hreðjatak á þeim sem á því byggja.

Við fáum (upp á náð og miskun) helling af störfum fyrir ófaglært verksmiðjufólk, störf sem engan langar að vinna, störf sem byggja ekki upp framþróun, ýta ekki undir menntun, störf sem færa þjóðina í heild sinni aftur á bak, ekki áfram.

Þanni er það kæri Gunnar (taki til sín sá Gunnar sem á)

Takk fyrir plássið Friðrik.

Snorri Sturluson, 4.1.2009 kl. 04:11

48 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Snorri - þú ferð með rangt mál.  Áliðnaður skapar, utan sjávarútflutnings, mestu tekjur okkar íslendinga. Það geturðu séð ef þú flettir upp hagtölum Hagstofnunar. Það eru ekki einungis verkamenn sem vinna við áliðnað, það er líka hámenntað fólk þar við störf.  En í raun skiptir það ekki máli. Ef ekki væri fyrir verkamenn, þá væri lítið úr okkar hagkerfi. Hvað heldur þú að margir verkamenn haldi því uppi? Meira en þú getur ímyndað þér. Heldur þú að eingöngu háskólamenntað fólk haldi uppi hagkerfinu?  Ef svo er, þá átt þú margt eftir ólært. 

Við höfum á undanförnum árum verið of "fín með okkur" til að vinna þessi störf sem áður vöru unnin af íslendingum.  Við höfum flutt inn vinnuafl til þessara starfa. Eru þau þá ónauðsynleg? Nei - alls ekki.  Vinnuaflið er dýrmætt.  Það skapar auðævi.

Hefur þú ferðast um hálendið? Veistu hverju var fargað fyrir þessa  virkjun? Ég stórefast um það.  Staðreyndin er sú að fæstir Íslendingar vissu af þessu landslagi áður en framkvæmdir hófust.

Hvað heldur þú að þú sért? Farðu í Þórsmörk og klifraðu upp í Snorrahelli - ef þú veist hvar hann er!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.1.2009 kl. 04:41

49 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

By the way Snorri - ég gerði ritgerð um arð Landsvirkjunnar vegna orkusölu til álvera á sínum tíma.  Hef mikil og góð gögn hvað það varðar. Og ég get sagt þér - þú ert gjörsamlega úti að..........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.1.2009 kl. 04:46

50 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þær eru svo margar staðreyndavillurnar í innleggi Snorra, en eru e.t.v. jafnframt lýsandi dæmi um afvegaleitt fólk sem hefur látið áróðursmeistara öfgasinnaðs umhverfisverndarfólks villa sér sýn. Ekkert er raunveruleiki í þessu innleggi, einungis tilbúningur og ímyndun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 04:56

51 Smámynd: Snorri Sturluson

Rétt eða rangt er ekki það sem skiptir máli í þessu samhengi Lísa, það sem skiptir máli er hverskonar samfélag við viljum byggja. Það er hárrétt hjá þér að áliðnaður skapar stóran hluta tekna okkar, meira en sjávarútvegur þegar ég gáði síðast, en þar liggur einmitt vandinn. Er þetta það sem við viljum? Efnhagskerfi sem svipar til efnahagskerfa 3. heimsins?

Ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr verkamönnum ef að þú last það útúr því sem ég skrifaði, og vissulega á ég margt eftir ólært.

Og ég hef ferðast þvers og kruss um Ísland og græt þegar ég hugsa um það sem tapast hefur, og lítur út fyrir að muni tapast á næstu árum.

Ísland er land þitt, það ávallt skalt geyma, ekki gefa. Okkur var treyst fyrir þessu landi og við erum að eyðileggja það fyrir komandi kynslóðum, sonur minn á ekki eftir að njóta þeirrar ósnertu náttúru sem ég fékk að njóta.

Allt er hverfult í heiminum, ég veit það, ég sá aldrei Berlínarmúrinn og græt það ekki en það er ofsalega sorglegt að horfa uppá landið sitt eyðilagt til þess eins að erlendir auðmenn (og nokkrir íslenskir) verði aðeins ríkari.

Snorri Sturluson, 4.1.2009 kl. 05:00

52 identicon

Ég skil Snorra þar sem að hann er nú langt frá heimahögum. En hann er að delera samt. Það er ekki á færi Íslendinga í dag að sjá ofsjónum yfir örfáum landskikum sem enginn nennir að skoða hvort sem er.

Slíkar ofurhugmyndir eru á færi efnamanna og það erum við ekki í dag. Hitt er annað mál að raforkan sem við seljum til þessara fyrirtækja er seld á allt of lágu verði og við fáum engin svör um gjaldskránna.

Þetta er ég ekki að fíla. by the way, gjaldskráin er í dollar hehe

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 05:11

53 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki að þetta sé vitlaus umræða á nokkurn hátt, síður en svo, en svakalega getur svona umræða komist langt frá uppruna sínum. Í færslunni var ég að ræða mótmæli, Hvítliða og Svartliða og lokun mbl.is á bloggtengingum við tiltekna frétt.

En hvað. Umræður á Alþingi verða einmitt svolítið skrítnar á næturfundum og allt í lagi með það. Bara gaman að þessu og sumt kostulegt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 13:20

54 Smámynd: Snorri Sturluson

En Gunnar hver er ástæðan fyrir því að við erum ekki í aðstöðu til að hafa slíkar "ofurhugmyndir"?

Er það ekki einmitt vegna þess að við erum að nánast gefa raforkuna, selja rassinn úr buxunum og furða okkur á því að það sé kalt.

Friðrik, það er vissulega rétt hjá þér að þetta er komið ansi langt út fyrir þann þjófabálk sem þú lagðir upp með :-)

Snorri Sturluson, 4.1.2009 kl. 15:07

55 Smámynd: Snorri Sturluson

Gunnar Th., Lísa ofl.

Lesið þessa bók og segið mér með bros á vör að ykkur finnist þetta góð framtíðarsýn eftir lesturinn:

Confessions of an Economic Hitman

Snorri Sturluson, 4.1.2009 kl. 15:14

56 identicon

Jú Snorri það er alveg rétt hjá þér og erum þarna sammála þarna. það er verið að plata þessa aðila hingað með allt of lágu raforkuverði. Með fullri virðingu fyrir álvers-sinnum þá er raforkan sameign þjóðarinnar.

Annað er að hlutfall áliðnaðar er allt of hátt hér og þurfum við miklu blandaðri atvinnuvegi hérna.

Þegar að öll eggin eru sett í eina körfu þá gerir það að verkum að þegar markaðir bregðast þá hefur það mikil áhrif í hagkerfinu hér.

Ekki gott.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:43

57 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég tel, að það sé nóg komið af álverum á Íslandi í bráð, og við eigum að hleypa annarri starfsemi að.

Friðrik Þór, mér finnst athugasemd þín alveg ágæt, svo að ég skal reyna að stíga varlegar til karðar framvegis.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.1.2009 kl. 14:26

58 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Afsakið villa : til karðar ..... les: til jarðar framvegis.KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.1.2009 kl. 14:28

59 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álver útilokar ekki "eitthvað annað" Kristján, en vissulega kemur sú stund að nóg verður komið af álverum. Hún er bara ekki runnin upp ennþá.

Það er ekkert að því að deila á orkuverðið, en þá er betra að hafa einhver rök fyrir því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 03:33

60 identicon

Bara benda Vídförlu-Lísu á ad hellirinn heitir Snorraríki.  Ætli madur ad blammera er ágætt á hafa hlutina á hreinu :-)

Jóhann (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:17

61 identicon

Gunnar Th.

Þú villt kannski fræða okkur verðskránna? Það væri röksemdafærsla af þinni hálfu.

Hvert er raforkuverðið til álfyrirtækja?

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:44

62 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Waage.

Þú villt kannski fræða okkur verðskránna? Það væri röksemdafærsla af þinni hálfu.

Hvert er raforkuverðið til álfyrirtækja?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 19:15

63 identicon

Ég ætla ekki að taka saman heimildir um raforkuverð fyrir þig Gunnar en það er of lágt, um það er ekki deilt. Verðskrá liggur ekki frammi um þessi atriði. Þér finnst það augsýnilega í lagi.

"Það er ekkert að því að deila á orkuverðið, en þá er betra að hafa einhver rök fyrir því."

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:03

64 identicon

Eyjan

Innlent - mánudagur, 29. desember, 2008 - 15:09

Svandís leggst gegn leynd um orkuverðið í samningi um sölu allrar orku OR til Helguvíkuálvers

svandis.jpgStjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að endurnýja samning um sölu raforku til álvers Norðuráls í Helguvík. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í stjórninni, greiddi ein atkvæði gegn samningnum.

OR segir í fréttatilkynningu að með endurnýjuninni sé “mikilvægum stoðum skotið undir áframhaldandi uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og í Hverahlíð og atvinnuuppbyggingu Norðuráls í Helguvík. Með nýja samningnum hefur Orkuveita Reykjavíkur tryggt sölu á allri orku frá Hellisheiðarvirkjun.”

“Við erum að staðfesta vilja okkar til að efla íslenskt atvinnulíf á erfiðum tímum,” segir Guðlaugur Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, í fréttatilkynningunni. “Oft var þörf en núna er nauðsyn!“ Guðlaugur segir að með samningunum nú sé unnið gegn þeirri óvissu sem ríkir í íslensku atvinnulífi nú um stundir. Samningurinn, sem samþykktur var í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag, geri að verkum að um leið og sjái fyrir endann á fjármögnun verkefnanna á Hellisheiði og í Helguvík sé hægt að láta hendur standa fram úr ermum.

“Orkuveita Reykjavíkur er og hefur verið tilbúin til að taka á með Íslendingum til að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur. Þessi samningur verður vonandi til þess að Helguvíkurverkefni Norðuráls verði að veruleika. Við þurfum að framleiða hér í þessu landi og helst fyrir gjaldeyri og við erum að leggja okkar af mörkum,” bætir Guðlaugur við.

Svandís gagnrýnir samninginn harðlega vegna leyndar við gerð hans og segir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa snúið frá markaðri stefnu um að selja huga að fjölbreyttari kostum í heildsölu á raforku til stórkaupenda, til að minnka áhættu í rekstri og með tilliti til umhverfissjónarmiða. Hún átelur skamman fyrirvara og segir “kunnuglegt pukur umlykja umræðuna alla.”

Á fundinum var vísað frá tillögu Svandísar um að “aflétta með formlegum hætti leynd þeirri sem nú hvílir á fyrirliggjandi samningi milli Norðuráls og Orkuveitu Reykjavíkur”.

Hún sagði engin rök mæla með leyndinni og brýnt væri að almenningur, eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, væru upplýstir um orkuverðið. Þegar tillögunni var vísað frá ákvað Svandís að víkja af fundinum meðan umfjöllun um verðið fór fram.

“Mér er gert að halda hluta samningsins leyndum fyrir Reykvíkingum sem ég er fulltrúi fyrir. Undir slíka afarkosti get ég ekki gengist. Fulltrúi Vinstri grænna telur afdráttarlaust að almenningur eigi lögvarða kröfu á því að fá verðið uppgefið þar sem í þeim upplýsingum liggja miklir hagsmunir almennings. Jafnframt mun fulltrúinn áfram berjast fyrir því að raforkuverð til stóriðju verði gert opinbert.”

Helstu atriði samningsins eru þau, að Orkuveita Reykjavíkur skuldbindur sig til að selja Norðuráli 100 MW af raforku til Helguvíkur. Þá selur Orkuveitan Norðuráli 75 MW til viðbótar sem hugsanleg atvinnuuppbygging í Ölfusi hefur þó forgang að til miðs árs 2009. Af þessari orku kaupir Norðurál 50 MW, hvort sem álverið í Helguvík verður tilbúið eður ei, þegar orkan verður tilbúin til afhendingar. Þetta ákvæði þýðir að Orkuveita Reykjavíkur hefur tryggt sölu á allri orku frá Hellisheiðarvirkjun. Norðurál hyggst nýta orkuna á Grundartanga, verði álverið í Helguvík ekki reiðubúið að taka við orkunni. Loks er tengd samningnum viljayfirlýsing aðila um sölu á 75 MW til hugsanlegra síðari áfanga uppbyggingar í Helguvík. Verðið á raforkunni er óbreytt frá fyrri samningi, í bandaríkjadölum og tengt álverði.

Svandís lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðsluna:

“Gildandi samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls Helguvíkur ehf rennur út nú um áramót og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta alla orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til langrar framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs á svæðinu. Í stað þess er nú eina ferðina enn lagt upp í þá vegferð að selja alla orku sem Orkuveitan á og meira en það til álvers. Svo kann að vera að álverðið geti þróast með þeim hætti að um verði að ræða mjög alvarlegar afleiðingar af samningnum.

Blikur eru á lofti að því er varðar álverð og þróun orkuverðs því tengdu. Rætt er um endurmat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar í ljósi breyttra forsendna svo ljóst er að allt þetta umhverfi er breytingum undirorpið. Einnig hefur komið fram í fjölmiðlum að Norðurál Helguvík ehf geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar, verið undanþegið opinberum gjöldum auk annarra tilhliðrana. Þótt það síðastnefnda sé óstaðfest er ljóst að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar.

Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Það er því engu líkara en að meirihlutinn í stjórn Orkuveitunnar skelli skollaeyrum við öllum þeim varnaðarorðum og ákveði eina ferðina enn að beina allri orkunni í sama einsleita farveginn. Á stjórnarfundi Orkuveitunnar 13. mars bókuðu fulltrúar þáverandi meirihluta: Meirihluti stjórnar OR telur tímabært að huga að fjölbreyttari kostum í heildsölu á raforku til stórkaupenda, ekki síst á grundvelli áhættudreifingar í rekstri og með tilliti til umhverfissjónarmiða. Hér er því um að ræða skýran viðsnúning á afstöðu Sjálfstæðismanna frá því í mars og ber að harma.

Loks er átalið sérstaklega að samningurinn skuli koma til afgreiðslu með stuttum fyrirvara, að leyndin skuli enn sem áður hvíla yfir orkuverðinu og að kunnuglegt pukur skuli umlykja umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa henni með þessum hætti án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast.”

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:42

65 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig geturðu sagt að orkuverðið sé of lágt??

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 22:03

66 identicon

Eitt af því sem Svandís er að gagnrýna er að hlutfallslega selji álverin of mikinn hluta af sinni orku til sömu aðilanna.

Ef að þú skoðar skýrslur um orkuverð á Íslandi þá geturðu séð að þetta eru sérsamningar og verðið er mjög mismunandi eftir aðilum.

Á síðasta áratug var hlutur ÍSAL 60-70% af raforku til stóriðju. Þegar að selt er í gríðarlegu magni þá lækkar verðið, þannig er það bara.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:29

67 identicon

"Eitt af því sem Svandís er að gagnrýna er að hlutfallslega selji álverin of mikinn hluta af sinni orku til sömu aðilanna."

á að vera;

Eitt af því sem Svandís er að gagnrýna er að hlutfallslega selji Orkuveitan of mikinn hluta af sinni orku til sömu aðilanna.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:31

68 identicon

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir)  

131. löggjafarþing — 62. fundur, 27. jan. 2005.
Skýrsla iðnaðarrh. um framkvæmd raforkulaga.

"Af settum tekjumörkum hafa fyrirtæki verið að setja sér gjaldskrá. Eins og vera ber rúmast þær innan hinna settu tekjumarka og sum fyrirtækjanna, Rarik, Orkubú Vestfjarða og Orkuveita Húsavíkur, nýta þessi tekjumörk ekki að fullu en önnur, þar með talið Landsnet, nýta tekjumörkin því sem næst til fulls. Alþingi setti varfærnisleg mörk um hvert arðsviðmiðið við setningu tekjumarkanna ætti að vera. Engu að síður er þetta viðmið hærra en sá arður sem fyrirtækin hafa almennt haft, enda hafa sum þeirra beinlínis verið rekin með tapi."

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:37

69 identicon

Þá eru ýmsir aðilar sem kaupa raforku langt undir heildsöluverði hjá Landsvirkjun samanber 

http://www.hs.is/HSArticleDisplay.aspx?WTID=50076&WREC=8957923972&WKEY=%5B65534%3A8957923972%5D&subjectId=10012

Ekkert af þessu er neitt leyndarmál og ég gæti haldið áfram að fylla þennan þráð af póstum til þess að þér líði eitthvað betur Gunnar Th. en ég nenni því ekki.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:46

70 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég ætla að færa mig enn innar í skjólinu.

Það er brunalykt af köplunum drengir...

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 23:24

71 identicon

ja það er tilgangslaust að ræða um raforkuverð sem við vitum ekkert um. Ástæðan fyrir leyndinni er alltof lágt verð. Landsvirkjun hefur átt það til að auglýsa þetta lága verð í kynningarefni sínu á ensku til mögulegrar stóriðju hér á landi.

Einungis hluti af orku er bundin álverði eða gengi dollars, og þá segir það samt ekkert um verðið.

En ef einhver veit verðið sem ÍSAL og sambærilegir aðilar er að fá þá höfum við eitthvað að tala um. Fram að því þá verðum við að gera ráð fyrir því að verðið sé of lágt.

En áður en kviknar í köplunum þá ætla ég að segja þetta gott, takk fyrir mig Lillo! 

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:31

72 identicon

eða hvað þetta heitir allt þetta helv. drasl ALCAN eða hvað

sandkassi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband