17.12.2008 | 17:24
Pöntunarfélag alþýðu
Ekki veit ég hvort Jón Gerald Sullenberger sé rétti maðurinn til að ganga fram sem frelsandi engill, vera andlit mótmæla og stofna til lágvöruverslana á Íslandi. Jafnvel þótt hann hafi á einhverjum tímapunkti ákveðið að taka ekki þátt í misjafnlega löglegum gjörningum Baugs-manna og veislum á Thee Viking snekkjunni, þá gleymist það mér ekki að hann var fram að þeim tímapunkti fullur þátttakandi.
Ég myndi frekar vilja sjá almenning á Íslandi (alþýðuna) taka saman höndum. Fyrirfáeinum árum var lágvöruverslun að pakka saman og fara frá Höfn í Hornafirði og ég spurði Jón bróðir minn þar af hverju fólkið stofnaði ekki bara pöntunarfélag? Eins og í gamla daga, þegar verkalýðurinn brást við okurstarfsemi kaupmanna?
Ég spyr að hinu sama nú, fyrir landið allt. Gefum þessum kaupmönnum langt nef og stofnum pöntunarfélag. Nóg er af húsnæði undir lagera og einfalt skrifstofuhald. Gerum þetta sjálf í staðinn fyrir að treysta á Bónus og Jón Gerald.
Jón Gerald mótmælir í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sjaldan fellur eplið langt frá vinunum.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.12.2008 kl. 17:41
Rosalega er ég sammála þér. Þetta er rétti andinn. Jón Gerald mun ekki bjóða upp á neitt nema myglað grænmeti og vitlaust vigtaðar pakkavörur eins og fyrrverandi spillingarfélagi hans.
En bara svo það sé á hrein, þá hafði Jón Gerald ekkert með þessi mótmæli að gera, nema að hann var á staðnum fyrir tilviljun.
Nonni, 17.12.2008 kl. 22:55
þetta er eitthvað sem ég væri alveg til í að láta reyna á............en auðvitað verða að koma að þessu strangheilagt fók en ekki einhverjir svona gaurar, ég skal meira að segja taka að mér eitthvert viðvikið þarna líka
dísin (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:58
Dóra, 18.12.2008 kl. 00:40
Ekki veit ég hvort Friðrik Þór Guðmundsson sé rétti maðurinn til að ganga fram og lasta þá sem hafa séð villu síns vegar og virkilega lagt sig fram um að bæta fyrir mistök sína. Mér finnst þetta ómaklegt af þér gagnvart honum. En endilega stofnaðu pöntunarfélag - ég skal versla hjá pöntunarfélaginu þínu og Jóni Geraldi til skiptis.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:58
Ég hef ekkert við efasemdir þínar að athuga, Torfi, í minn garð, en ég hef ekki rekist á að Jón Gerald hafi "séð villu síns vegar" og "virkilega lagt sig fram um að bæta fyrir mistök sín". Ég hef ekki getað skilið hans gjörðir öðruvísi en svo að þær stjórnist fyrst og fremst af andúð hans á Baugs- og Bónusfeðgum, bæði framlag hans til Baugs-réttarhaldanna og vilji hans til að stofna lágvöruverslun til höfuðs Bónus. Að mér skilst allt frá því að JÁJ reyndi við konuna hans á snekkjunni frægu.
Vera kann að þetta sé alger misskilningur og t.d. ljóst að hann kom ekki nálægt mótmælum í dag sem þátttakandi eða frumkvöðull, heldur staðsettur þarna fyrir tilviljun.
Hvað sem þessu líður erum við Jón Gerald þó innilega sammála um að það megi verulega lækka í rosta og veldi JÁJ. En ég er kannski ekki rétti maðurinn til að segja til um það.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 01:45
Pöntunarfélag er góð hugmynd.
Vésteinn Valgarðsson, 18.12.2008 kl. 01:59
Er ekki allt skárra en það sem við höfum
Guðrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 08:38
Hann er að leika Hróa Hött karlinn
DoctorE (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:46
Pöntunarfelag myndi sóma sér vel á netinu. Póstverslanir er það sem koma skal, þá geta menn verslað þar sem verðið er best, jafnvel keypt íslenskt lambakjöt í Færeyjum á niðursetti verði!!
BjornE (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.