100% hækkun Bílastæðasjóðs

Fékk um daginn bréf. Var ekki gluggapóstur en hefði allt eins getað verið það. Bréfið var augljóslega skrifað af manneskju (í stofnun) sem ekki er í sambandi við raunveruleikann. Manneskjan var að boða 100% hækkun á sinni "þjónustu".

Manneskjan að baki skrifunum ritaði fyrir hönd Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar. Ég á heima á B-svæði bílastæða og í bréfinu kom fram að ekki einasta minnkar svæðið sem ég hef rétt til, heldur myndi árgjaldið hækka úr 3.000 krónum í 6.000 krónur. Ég hef nú um skeið beðið þess að málið kæmi upp í fréttum en án árangurs.

Bílastæðasjóður er á ábyrgð borgarinnar og þar er Sjálfstæðisflokkurinn við stjórnvölinn. Getur einhver góðhjörtuð sál reynt að hafa vit fyrir þessu fólki og segja því að eitthvað hljóti að vera bogið við 100% hækkun á þjónustu nú á þessum vondu tímum fyrir fólk og buddur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi.

Mér finnst eðlilegt að svæðin minnki enda er hugmyndin að auðvelda fólki að leggja fyrir utan hjá sér, ekki að fólk geti lagt bílum sínum um allan miðbæinn. Ef svæðin minnka og fjölgar fækkar að sama skapi þeim sem hafa rétt á að leggja í þitt svæði.

Einnig er 6.000kr. ekki ekki hátt árgjald, 500kr. á mánuði fyrir bílastæðaréttindi. Jafnvel þó að gjaldið sé hækkað um 100%

Kv.K

Karma (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband