Færsluflokkur: Ferðalög

100% hækkun Bílastæðasjóðs

Fékk um daginn bréf. Var ekki gluggapóstur en hefði allt eins getað verið það. Bréfið var augljóslega skrifað af manneskju (í stofnun) sem ekki er í sambandi við raunveruleikann. Manneskjan var að boða 100% hækkun á sinni "þjónustu".

Manneskjan að baki skrifunum ritaði fyrir hönd Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar. Ég á heima á B-svæði bílastæða og í bréfinu kom fram að ekki einasta minnkar svæðið sem ég hef rétt til, heldur myndi árgjaldið hækka úr 3.000 krónum í 6.000 krónur. Ég hef nú um skeið beðið þess að málið kæmi upp í fréttum en án árangurs.

Bílastæðasjóður er á ábyrgð borgarinnar og þar er Sjálfstæðisflokkurinn við stjórnvölinn. Getur einhver góðhjörtuð sál reynt að hafa vit fyrir þessu fólki og segja því að eitthvað hljóti að vera bogið við 100% hækkun á þjónustu nú á þessum vondu tímum fyrir fólk og buddur?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband