29.11.2008 | 18:12
"Kosningar strax" er ólýðræðisleg krafa
Það fólk sem vill ríkisstjórnina strax frá og hafa kosningar fyrir áramót er ekki beinlínis lýðræðissinnaðasta fólk landsins, þótt því finnist kannski að svo sé. Þessi krafa um kosningar svo fljótt er að mínu mati beinlínis andlýðræðisleg.
Ríkisstjórnin má út af fyrir sig segja sig frá völdum formlega, en hún yrði starfsstjórn fram að kosningum. En kosningar mega alls ekki koma of fljótt. Það beinlínis verður að gefa nýjum öflum færi á að myndast, safna mannskap og bjóða fram í öllum kjördæmum. Það verður líka að gefa stuðningsfólki og flokksfélögum "gömlu" flokkanna færi á að undirbúa hallarbyltingar innan þeirra. Lýðræðið er stundum hægvirkt en verður að fá að klára sig. Ef kosningar fara fram fyrir áramót verður að líkindum bara um "gömlu" flokkana að velja og flokksskrípið sem Ástþór Magnússon og Ásgerður Jóna Flosadóttir eru að mynda. Fólkið í kringum aðgerðirnar, mótmælafundina á Austurvelli og í Háskólabíói er ekki næstum því tilbúið með framboð, enda engin alhliða stefna í gangi og eins víst að fólkið þar sé fyrst og fremst sameinað um reiði og óánægju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Innlent
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
- Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut
- Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja
- Drónamyndskeið frá hápunkti gossins í nótt
- Þetta er vitlaus hugmynd
- Ástæða til að ætla að eldgosahrinu fari að ljúka
- Verst að vita ekki hvenær þetta endar
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
Athugasemdir
Fæstir eru að krefjast kosninga strax. Heldur ríkisstjórnina frá áðuren hún steypir okkur í enn meiri hörmungar. Svo þjóðstjórn og undirbúning kosninga. Það sjá allir að kosningar geta í fyrsta lagi átt sér stað í febrúar.
María Kristjánsdóttir, 29.11.2008 kl. 19:00
Þetta er rétt hjá Maríu - það eru ekki margir að fara fram á kosningar akkúrat núna - enda væri það vitfirring. Flestir eru að hugsa um kosningar á næsta ári - næsta vor eða haust.
Ég segi fyrir sjálfa mig að ég vil setja á fót utanþingsstjórn (ekki þjóðstjórn) nú þegar - skipaðri hæfu fagfólki - þar til kosningar geta farið fram á næsta ári. Ég treysti engum af núverandi stjórnmálamönnum til að koma okkur upp úr þessu fúafeni sem við erum sokkin í - sama hvar í flokki þeir standa.
Burt með spillta óstjórnarhyskið strax!
Malína (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:32
Þeir sem bera ábyrgð á spillingu, eiga skilyrðislaust að víkja. Þetta á m.a. við um sitjandi stjórn og stjórn Seðlabanka.
Þjóðstjórn gæti brúað bilið fram yfir kosningar.
Það er lýðræði.
hilmar jónsson, 29.11.2008 kl. 19:49
Er flokkshesturinn kominn upp í þér Friðrik Þór?
Sigurjón Þórðarson, 29.11.2008 kl. 19:55
Það er auðvitað þannig að enginn viti borinn maður vill fara í kosningar núna. En það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar að kjósa á fyrri hluta næsta árs. Annað gengur ekki. Geir á að lýsa því yfir strax að það verði kosningar á næsta ári. Annað er valdhroki. Basta.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.11.2008 kl. 20:23
Nei Sigurjón. Sá hestur er ekki fyrir hendi. Er eitthvað í færslunni sem þú átt bágt með að skilja? Er ég ekki einmitt að segja að ný framboð eigi að fá góðan tíma og að innan flokkanna eigi nýir menn og konur að fá tíma til að stugga hinum þreyttu og meðvirku burt? Varla telst það flokkshestamennska?
Febrúar er líka of snemmt. Apríl í fyrsta lagi miðað við ákvörðun fljótlega. Ný framboð þurfa góðan undirbúningstíma, þegar ekki er um að ræða vitleysisgang a la Ástþór. Getur ekki einhver sagt honum að á hann sé fullreynt?
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 20:23
Mér finnst flokkshestalegt að kalla ný framboð flokksskrípi. Stundum þarf maður ekki að skilja. Nóg að skynja ...
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:38
Ástþór er með sama rétt og aðrir - en hann skortir skilning á aðstæðum. Það eru hreyfingar í gangi sem gætu endað í flokksmyndun. Kanski nær krafan um uppgjör við fortíðarspillinguna í gegn með nýju framboði skipað fólki sem kemur með nýjan lýðræðistón.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.11.2008 kl. 20:58
Þetta mál er ekki aktúelt þó Ástþór sé eitthvað að fjasa. Ef vantrausttillagan hefði verið samþykkt hefði verið kosið í febrúar í fyrsta lagi. Geir heldur því sennilega ranglega fram að það myndi auka ótrúverðugleika okkar ef kosið yrði fljótt. Þessu er hæpið að vera sammála, líklegt er að það myndi auka trúverðugleika þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar að viðsemjandinn væri annar en sá sem sigldi öllu í strand og jafnframt að hann væri með alvöru umboð. Ríkisstjórnin hefur álíka gilt umboð frá þjóðinni og gifingavottorð manns sem hefði í viðurvist blaðamanns og ljósmyndara Séð og heyrt haft samræði við gleðikonu á almannafæri.
Sigurður Þórðarson, 29.11.2008 kl. 21:18
Elín; ég kallaði ekki ný framboð flokksskrípi. Ég kalla framboð á vegum Ástþórs flokksskrípi. Þarna er mikill munur á.
Það verður erfitt að stofna til "alvöru" framboðs nýs flokks eða flokka og það þarf til þess tíma. Þótt þúsundirnar komi saman til að mótmæla, og maður sé sammála jafnvel flestu sem þar kemur fram, er ekki þar með sagt að fjöldahreyfing geti orðið úr til framboðs. Þúsundirnar geta kannski sameinast um nokkur prinsipp, en þegar nánar þarf að semja stefnuskrá er hætt við að annað hljóð komi í strokkinn. Er þetta fólk allt sameinað um ESB og Evru til dæmis? Getur markaðshyggjufólkið meðal mótmælendanna sameinast sósíalistunum í flokk? Við uppgjör á slíku í nýju framboði gæti reiða fólkið orðið reitt innbyrðis. Í öllu falli þarf að gefa hugsanlegum nýjum framboðum góðan tíma til að sortera fólk og málefni! Og innan "gömlu" flokkanna þarf að spúla út líka og það tekur sinn tíma, enda reina ég með prófkjörum en ekki uppstillingu (kosningar fljótt er vatn á myllu flokkshesta sem vilja láta uppstillinganefnd stilla sér upp í þægilegt sæti án þess að þurfa að ganga í gegnum leiðinlega og kostnaðarsama prófkjörsbaráttu).
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 21:57
Vissulega matsatriði hvaða flokkar eru skrípó. Ég tek öllum nýjum framboðum fagnandi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 22:20
Hugsum nýjar hugsanir. Hugsum okkur þjóðstjórn, starfsstjórn sem tekur við fram að kosningum. Og hugsum okkur framboð sem hefur á stefnuskrá að eftir kosningar fái þjóðin upplýsingar um Evrópuaðild og hér fari fram almenn umræða um svo stórt mál sem hugsanlega aðild. Hugsum útúr venjubundna flokks-kassanum. Og notum tímann til að smíða nýtt þjóðskipulag því þetta er ónýtt. Ísland á helling af hæfu fólki sem hefur hugmyndir og getu til framkvæmda.
Rósa (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:08
Ég er ofsalega mikið sammála þér Friðrik.
Ég vil kosningar...en auðvitað ekki strax. Það á að gefa tíma til alvöru uppstokkunar. Til að mynda nýja flokka og til að framkvæma alvöru hreinsunarstarf í þeim gömlu.
Kosningar um mitt næsta ár væru alveg tilvaldar.
Svo er hitt önnur saga, að ég held ekki að þessar pælingar útiloki hugmyndir um skipun ópólitískrar utanþingsstjórnar til að stýra skipinu þangað til.
Að minnsta kosti þarf að fara fram eitthvað uppgjör einfaldlega til að halda friðinn og til að auka trúverðugleika þangað til. Þá er ég að tala um afsagnir ráðherra og/eða þingmanna, útskiptingar í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, og að Bankaleynd verði minnkuð eða jafnvel afnumin.
Alexandra Briem, 30.11.2008 kl. 00:36
Ég hef aldrei verið flokkspólitísk - og mun aldrei verða. Ein mesta skerðing frelsis í mínum huga er ,,að taka að sér eina hugsun - eina stefnu" - sama hvaða aðstæður eru uppi. Ég hef mætt á Austurvöll nánast á hverjum laugardegi vegna þess að þau stjórnvöld sem nú sitja hafa hvorki haft getu né stundum hreinlega þekkingu til þeirra verka sem þau voru kosin til. Þar er ég að meina skuldsetningu þjóðar upp á 14 landsframleiðslur.
Ég mæti á Austurvöll til þess að styðja þá kröfu um að núverandi ríkisstjórn, stjórn Seðlabanka Ísl., og Fjármálaeftirlits víki tafarlaust.
Setti verð á laggirnar utanþingsstjórn - skipuð óspiltu fagfólki - (Nóg til af spilltu fagfólki á Íslandi) á meðan verið er að ráðstafa því fjármagni sem hefur verið tekið að láni vegna óstjórnar og spillingar á Íslandi.
Kosningar ættu að fara fram á vordögum. Á meðan stjórnmálamenn væru að undirbúa markaðsáætlanir sínar og fengju frið við það, starfaði utanþingsstjórn.
Stjórn Seðlabanka og bankastjórar frá - strax - 330.000 manna þjóð þarf ekki á þremur bankastjórum að halda.
Fjármálaeftirlit: Því í veröldinni beið það fólk með að vinna vinnuna sína, þar til allt sem hrunið gat á Íslandi var hrunið.
Efnahagsástandið á Íslandi veldur mér minni angist heldur en sú staða að sitja uppi með svona gjörspillt stjórnvöld og embættismannakerfi.
Ég er háskólamenntuð kona, einstæð móðir, bý í minni 2ja herb. íbúð og segi eins og svo ótal-margar mæður í minni stöðu - Það er ekki eins og við séum ekki í stakk búnar til að takast á við kreppu - við kunum ekkert annað en að bjarga okkur - núðlur í alla mata síðustu viku hvers mánaðar o.s.frv.
En spillingin og misskiptingin dregur úr manni alla von um að hér verði manneskjulegra, meira skapandi, virkara og gagnrýnna samfélag.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 30.11.2008 kl. 03:31
Það sem að fólk er almennt að krefjast er að boðað verði til kosninga með skikkanlegum fyrirvara. Hvort tíuprósent þeirra vilji kosningar strax eða önnur tíu fyrir áramót er í rauninni tvær bragðtegundir af sama súkkulaðinu. Það er ástæðulaust að vera að kíta um þetta - Meginlínan er ljós.
Rúnar Þór Þórarinsson, 30.11.2008 kl. 04:13
Sæll Friðrik.
Ég skrifaði á sömu nótum og þú fyrir nokkrum dögum og fékk BÁGT fyrir !
Auðvitað þarf góðan undirbúning og vanda verkið mjög vel,því nóg er af hæfu fólki með hreinan skjöld.
Baráttukveðjurtil allra sem vilja Kosningar á næsta ári.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 07:11
Ég hef ekki séð marga kalla eftir kosningum strax - en er sammála þér - það væri glapræði. Við þurfum að finna leið til að koma þeim valdhöfum sem enn sitja frá svo hægt sé að vinna á heiðarlegan og samviskusamlegan máta að rannsókn sem má ekki taka árafjöld. Ég styð því þá hugmynd að hér verði sett saman þjóðarstjórn tímabundið samansett af fólki sem er eins óháð og mögulegt er - þá þurfum við erlenda ráðgjafa nú þegar - kosningar þurfa að fara fram með breyttu sniði - almenningur kallar eftir að fá að kjósa einstaklinga fremur en flokka
Birgitta Jónsdóttir, 30.11.2008 kl. 08:00
Sammála þér en það þarf samt að skipa hér nýja tímabundna þjóðstjórn eða neyðarstjórn til að skipta liðinu út. Nú loksins er verið að vinna þá rannsókn sem átti að eiga sér stað fyrir mörgum árum síðan. Veit til þess að menn hafi hætt í störfum sínum á hlutabréfamarkaðinum vegna þessa máls, gátu ekkert gert á sínum tíma og létu af störfum. Sama gegnir um sýslumanninn í Keflavík sem var löngu búinn að sjá í gegnum þetta. Fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir því fjársvelti sem var komið á til að lama kerfið niður systematikst og ríkisstjórnin lagði blessun sína yfir það.
http://this.is/thjodfundur
SÞR (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:00
Enginn veit hvað er í boði fyrir næstu kosningar, nema hvað að fólk vill kjósa áreiðanlegt fólk í stöður embættismanna.
Hvað er svona flókið við kosningar? Að fela gamlan óþef?
Núverandi vilja gera málin flókin, en málið er einfalt.
nicejerk, 30.11.2008 kl. 13:12
Nú ert þú að berjast við strámenn. Það er ekki krafist kosninga strax heldur að það verði boðað til kosninga strax. Þannig getur þessi 45% af þjóðinni sem treystir engum núverandi flokka geti farið að skipuleggja sig í hópa sem geti farið í framboð og hinir sem vilja hreinsa út í flokkunum geta farið í að stilla nýju fólki upp. Meðan við fáum ekki að vita neitt um dagsetningu kosninga að þá gerir það nýjum framboðum og þeim sem vilja breyta uppstillingu fólks á lista erfitt fyrir. Eins og staðan er í dag hefur gamla valdaklíkan allt vald um hvenær boðað verði til kosninga og þarf ekki að láta kóng né prest vita.
Héðinn Björnsson, 30.11.2008 kl. 13:31
Alveg gengur fram að manni þegar einhver, sem þykjist vita hvað lýðræði er, fordæmir einhverja þá sem, samkvæmt leikreglum lýðræði, vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég vil taka það fram að síðasti maður sem ég myndi kjósa til einhverra verka er Ástþór Magnússon, myndi jafnvel og sennilega fremur kjósa framsókn og viðurkenni jafnframt að þekkja ekkert til þeirra stefnumála sem hann jafnframt vill kynna núna.
En ef hann, og hver sem er, getur stofnað framboð samkvæmt reglum sem þar að lúta, með uppáskrifurum og svo framvegis, þá er það hans réttur.
Einhverjir sjálfskipaðir siðapostular sem telja sig varðhunda lýðræðis verða bara að sætta sig við það.
Hvenær rétti tíminn er til kosninga er spursmál. Ef allt verður enn í kalda koli hjá okkur þegar núverandi kjörtímabili lýkur, á þá samkvæmt ýmissa manna rökum, að fresta kosningum?
Ég myndi telja að inn í kosningalögin ætti koma ákvæði sem skyldar þingrof og nýjar kosningar ef ríkisstjórn mælist með minna en 35% fylgi segjum 3 mánuði í röð.
Gulli (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:19
Það virðast langflestir sem eitthvað fylgjast með og hafa skynsemisvott,vilja að haldnar verði kosningar næsta vor eða haust,það er ekki ósanngjarnt að krefjast þess,heldur er það líka nauðsynlegt,fólkið í landinu er ríkisstjórnin og nú viljum við skipta henni út,það þarf reyndar líka að koma á einu kjördæmi og beinni kosningu persóna á þing.
Gaflarinn.net (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:49
Gulli; er ég að fordæma það að Ástþór efni til framboðs? Það geri ég ekki og honum er frjálst að gera það. Það er einfaldlega mín skoðun að á framboð á hans vegum sé fullreynt. Ekki gera mér upp skoðanir. Ég er þess utan ekkert að þykjast vita hvað lýðræði er - tel mig hafa bæði rétt og menntun til að hafa skoðun á þessu hugtaki. Ef þú skoðar málflutning sjálfs þíns þá sérðu það, ef þú svo kýst, að það ert þú sem ert "sjálfskipaður siðapostuli"!
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 17:05
Þetta eru allt áhugaverðar pælingar og það er rétt hjá þér Friðrik að fólkið á Austurvelli á kannski ekki margt sameiginlegt. Og þó. Ég ímynda mér að fólkið sé mótfallið þeirri spillingu og andvaraleysi sem hér hefur ríkt í skjóli samtryggingar flokka og fjármagns. Vonandi er þetta réttur skilningur hjá mér.
Mín tillaga er sú að við sameinumst öll um það sem við getum sameinast um hvar í flokki sem við stöndum. Seinna getumvið tekið ákvarðanir um einkavæðingu, ESBog annað þ.h. Þjóðin er í sárum og það á ekki að taka óafturkræfar ákvarðanir við þær aðstæður.Sigurður Þórðarson, 30.11.2008 kl. 18:13
"Ég ímynda mér að fólkið sé mótfallið þeirri spillingu og andvaraleysi sem hér hefur ríkt í skjóli samtryggingar flokka og fjármagns".
Nema hvað Sigurður! Þetta liggur nokkurn veginn í augum uppi. Fólk getur auðvelda sameinast um að svona sé ástandið. Miklu erfiðara er að sameinast um lausnirnar. Nýr flokkur getur auðveldlega klofnað í nokkra litla. Þess vegna þarf tíma...
Friðrik Þór Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 23:28
kosningar ... 3. laugardaginn í mai og sleppa júgróvisón.. alveg ..ekki vera með .. í evrópu skiljiði.. leysum upp flokkana.. og striplumst saman í nauthólsvík og öskrum úr okkur reiðina .. kveikjum síðan varðeld úr fimmþúsundköllum setjumst í hring og ræðum raunveruleikann.. hvað þurfum við til að lifa af sem manneskjur.. hér á Íslandi núna..
fullveldið á 90 ára afmæli í dag höldum upp á það í dag með göngu frá Hlemmi að Arnarhóli. Tökum frí eftir hádegi og stöndum saman.. .. Lilló þetta er kallað trukkagangan og þér er boðið.. þú veist að ég elska þig
Hinrik Þór Svavarsson, 1.12.2008 kl. 02:32
Friðrik, ég var að vona að eftir svona uppákomur ætti að vera auðvelda að ná meirihluta bak við mjög pólitískt eldfim mál s.s. eftirlaunamál og jafnvel kvótamál og annar háttur verði hafður við niðurfellingu skulda og einkavæðingu en verið hefur.
Sjálfstæðismenn er samt ekki farnir að átta sig á þessu en það er meiri skilningur fyrir þessum sjónarmiðum í Samfylkingunni. Ef það samfylkingarfólk sem vill leggja áherslu á þessi atriði hefur áhuga þá er sögulegt ttækifæri til þess núna en þá þyrfti að draga úr þessari einhliða ESB umræðu tímabundið. Ég hef t.d. aldrei séð vel skilgreind samningsmarkmið.
Sigurður Þórðarson, 1.12.2008 kl. 07:47
Til hamingju öll saman með Fullveldisdaginn! Nú á fullveldeginum 1. des og þjóðin ásamt, fjölmiðlum, nánast "öll" er sammála um að koma á byltingu, a.m.k., helst að nota Bankok/Tælensku aðferðina við að koma ríkisstjórninni, Seðlabankastjórn og Bankaeftirlitisstjórn frá.
Hefur verið gerð hafi verið skoðanakönnun hjá mótmælendahópnum sem vilja koma nýrri "þjóðstjórn" að um helstu ágreiningsmálin?
Skoðanakönnunin yrði eftirfarandi:
Af mótmælendum og þeim sem vilja núverandi ríkisstjórn og yfirstjórnir banka- og peningamála;
1. Hve mörg prósent (%) af mótmælendum vilja Evru (€) sem gjaldmiðil?
2. Hve mörg prósent (%) af mótmælendum vilja ekki Evru (€) sem gjaldmiðil?
3. Hve mörg prósent (%) af mótmælendum vilja að Ísland gagni í ESB?
4. Hve mörg prósent (%) af mótmælendum vilja ekki að Ísland gangi í ESB?
Ég vil endilega að skoðanakönnunin sé bundin við mótmælendur, ekki þjóðina í heild!
Gott væri að einhver hlutlaus fjölmiðill gerði skoðanakönnun um það hvað þessi "samstillti" hópur mótmælenda sem vill þjóðstjórn til að leysa öll mál eru í raun samstillt?!
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 11:15
Spin og ekki spin. Ég vil láta á það reyna hvort út úr yfirstandandi aðgerðum af ýmsu tagi og af hálfu hinna ýmsu hópa muni rísa pólitísk samtök sem ættu skilið ráðrúm til að skipuleggja sig. Ég þykist vita að slík samtök tækju fylgi frá miðju og vinstri flokkum, sem ekki væri gott fyrir VG og Samfylkingu, því það er greinileg og sterk vinstrisveifla í gangi. En verra væri að kjósa of fljótt ef mikið af fólki teldi að það fengi ekki almennilega pólitíska útrás með atkvæði sínu. Þess utan hefur ríkt tendens í hygg ég bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, kannski fleirum, að trana fram uppstillingum en slaufa prófkjörum og minnka þannig lýðræðið hjá sér, sem mér finnst miður og myndi ágerast ef flokkarnir þyrftu að flýta sér um of.
Ég hygg að yfirstandandi vinstrisveifla sé mjög "djúp" og kjósendur ekki líklegir til að gleyma orðnum hlut um allnokkurt skeið. Í t.d. maí 2009 verður fólk enn að finna mjög illilega fyrir Hruninu Mikla og jafnvel meira en nú er. Í millitíðinni er um að gera að leitast við að hafa áhrif á gjörðir og mönnun stjórnmála- og embættismannageirans.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.