23.11.2008 | 15:52
Rangir málsaðilar handteknir!
Af hverju er ekki búið að draga megnið af "30-menningunum" til opinberrar rannsóknar og þriðju gráðu yfirheyrslu, ásamt massífum húsleitum og frystingu eigna tiltekinna einkahlutafélaga og eigenda þeirra upp í tjón þessara voluðu "snillinga"?
Af hverju er þess í stað áhersla lögð á að handtaka og sekta fólk sem ofbýður og mótmælir?
Ég mótmæli þessu!
Lárus Welding: Rangt að reglur hafi verið brotnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 703040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Erlent
- Handtóku 8 liðsmenn hægri öfgahóps
- Hnífjafnt á lokametrunum
- Vann afrek en lést á leið niður
- Standa frammi fyrir gríðarlegum kostnaði
- Rogan lýsti formlega yfir stuðningi við Trump
- Gott fyrir Trump ef fulltrúadeildin myndi kjósa
- Sjö vikna verkfalli hjá Boeing að ljúka
- Jafnt á fyrstu tölum í Bandaríkjunum
- Musk má gefa kjósendum milljón dollara
- Fólk elskar þennan mann
Athugasemdir
Mótmæli þessu líka
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:57
Alveg sammála.
Hvað er það sem veldur að að þessir höfuðpaurar bankanna skuli ekki vera teknir fyrir á þessum laugardags fundum eða í fjölmiðlum almennt?
Það ætti að draga þá alla fyrir dómstóla og það strax áður en þeir koma meira fé í felur fyrir sig sjálfa.
Kristinn Magnusson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:23
það er auðvitað ástæða fyrir því, alls ekki tilviljun frekar en að það er tilviljun að við (almenningur) vöknum upp af værum blundi við það að við erum skyndilega ábyrg fyrir öllu ruglinu
Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:43
Sammála. Öruggleg það sama og þjóðin spyr sig. Og þessir menn bera fyrir sig lögboðna bankaleynd.
En er það ekki eitthvað sem þeir getað faið fram á að verði aflétt, svona til að sanna eitt skipti fyrir öll hversu "saklausir" þeir eru af öllum ásökunum?
joð (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:50
Algjörlega sammála og afhverju ganga þessir aðilar enn um bankana okkar eins og þeir séu þeirra eign?
Ásta B (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:06
Ja mikid satt segirdu.
Gott hja ter ad spyrja tessara spurninga. Vid turfum ad krefja yfirvold skyringa.
Spillingin hefur allt of lengi fengid ad grafa um sig !
Tad tarf eitthvad meira en kattartvott, tad tarf ad moka skitinn ut med einhverjum alvoru verkfaerum.
En tetta er tvi midur allt i skotuliki hja tessari Rikisstjorn.
Serstakur hernadarradgjafi sem var adstordarmadur yfirforingja Glitnis i Noregi er fenginn til ad hjalpa Riksstjorninni ad blekkja almenning og lata allt lita vel ut a yfirbordinu.
Burt med tennan hroka stjornvalda og tessa Rikisstjorn SPILLINGARAFLANNA !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:32
það er óskiljanlegt nema yfirvöld hafi eitthvað að fela. Tóku þeir ekki þátt í gleðskapinn?
Þau eru sennilega í erfiða stöðu.
Mótmælafundur á morgun kl. 16.30 á Ingólfstorgið
Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 17:45
Sammála. Þessir líka snillingar sem enn er verið að inna eftir allskyns fróðleik.
Nær væri að tala við tröll en þær mannvitsbrekkur allar.
brandur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:28
Fréttir um ætluð kaup Sigurðar Einarssonar og kóna hans á Kaupthing Luxemburg fylla mig tortryggni.
Persona Non Grata.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 21:26
Auðvitað átti að vera búið að handtaka og rannsaka þeirra mál niður í kjölinn. Og láta þá ekki lausa fyrr en málin væru komin í höfn.
En ég er sammála gjörðum lögreglunnar í máli Bónusfána-piltsins. Hann hafði brotið af sér fyrrum og svo hafði Alþingishúsið ekkert gert af sér, hvorki í kreppu né góðærinu.
Látum það sama ganga yfir háa, sem lága.
Almenningur hefur ekkert leyfi til að brjóta lög, frekar en einhverjir útrásarvillingar.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:33
Fólki er misboðið hvernig stjórnvölda hafa tekið á málum eða réttara sagt ekki gert það.
Sigurjón Þórðarson, 23.11.2008 kl. 22:08
Sjáið þið samsæri í hverju horni? Hvernig er ykkur svefnsamt á nóttunni?
Ég er aðallega reið vegna þessa miklu og óþörfu lántöku. Sem gerir okkur og börnin okkar að þrælum Evrópuþjóða um nokkra mannsaldra.
Þeir eiga að borga sem tóku þessi lán, og þeir sem veittu þeim lánin án nokkurra trygginga sem hönd er á festandi.
Skildi ekki vera hægt að draga þessa menn fyrir dóm?
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:48
Því miður, Sigrún Jóna, er full ástæða til að gjalda varhug við orð og gjörðir stjórnvalda, kjörinna og skipaðra. Og enn meiri ástæða til að gjalda varhug við eignaumsýslu "30 menninganna" erlendis. Þetta er ekki spurning um samsæriskenningar því minnisvarðarnir blasa hvarvetna við. Meðal annars í þessari svimandi háu lántöku á okkar herðar og komandi kynslóða.
Værum við að tala um einstaka óheppni eða einfaldar afleiðingar af alheimskreppu liti þetta skár út. En svo er því miður ekki. Ég sef ágætlega, en ég get hugsað upp allmarga einstaklinga sem líkast til eiga erfitt með svefn.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 23:15
Það eru nú margir sem ættu að vakna upp í martröðum í þessum þjóðarhrolli. EN fólk sem er sneytt allri sómakennd og samvisku, getur að sjálfsögðu ekki „séð sóma sinn“ í neinu og alls ekki haft „samviskuBIT“ – þeir samviskulausu. Þá á að setja á hæli fyrir blinda –SIÐBLINDA.
Sigurður Einars að makka með Magnúsi Guðmundssyni sem var forstjóri Kþ í Lúx. Kann ekki góðri lukku að stýra. SE þarf að millilenda á blindrahælinu áður en hann fær tækifæri til að spilla öðrum.
Beturvitringur, 23.11.2008 kl. 23:35
Sigurður Einarsson
Konráð Ragnarsson, 24.11.2008 kl. 00:08
Sæll Friðrik Þór.
Ég er algjörlega sammála því að gera þá óvirka.
Mér er gróflega misboðið (Framganga Sigurðar).
Baráttukveðjur til allra sem vilja afmá spillinguna..
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 06:23
hárréttar spurningar.
Ef að ekki neitt gerist á næstu dögum finnst mér inntak næsta laugardagsfundar á Austurvelli ætti að vera nákvæmlega um þetta mál.
Ef ríkið gerir ekki neitt þarf "pöpullinn" að gera eitthvað......
Magnús Þór Jónsson, 24.11.2008 kl. 08:43
Handtaka skal alla helstu svokallaða auðmenn íslands sem hafa gert Íslensku þjóðina gjaldþrota. Ákæruatriðið er landráð. Frysta skal allar eigur þeirra stax og þjóðnýta. Og nota þær svo til þess að borga til baka eins og hægt er þessum sparifjáreigendum í Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi sem urðu fyrir barðinu af þessum glæpamönnum.
Og nú hyggist ríkisstjórnin skrifa upp á skuldarviðurkenningu handa Íslensku þjóðinni vegna skulda þessara manna.Hversu lengi getur Íslensku þjóðinni blætt út? Heiðarlegt og duglegt fólk þessa lands og afkomendur þess eiga að fá að gjalda fyrir fjármálaævintýri örfárra einstaklinga.
ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:58
Og til að bíta nú höfuðið af skömminni, er Siggi Einars Að biðla til þess, að fá að kaupa Kaupþing í Lux.
Siðblindan ríður ekki við einteyming.
Miðbæjaríhaldið
gersamlega bit að siðblindu olíarkana íslensku
Bjarni Kjartansson, 24.11.2008 kl. 09:00
Er okkur ekki ætlað að greiða lánin okkar? Flokkaðist það ekki undir jafnræðisreglu að það skuli þá ALLIR gera?
Niðurfelling skulda vegna láns til hlutabréfakaupa svikaelítunnar er hvað mesta eitrið í mínum beinum! Hvað með toppana í "hinum" bönkunum. Er ekki réttlátt og í anda jafnræðisreglu, að fella niður skuldirnar þeirra? Þeir hljóta að vera í sárum. Ekki gott að þurfa að borga skuldir sínar.
Beturvitringur, 24.11.2008 kl. 10:43
Ráðherra bankamála hefur ekki svo ég muni til sagt annað um þetta en að það "þurfi" að skoða þetta bankahrun alveg niður í kjölinn. Sama segir varaformaður Samfylkingarinnar og bætir við að það "þurfi" að velta við hverjum steini. Fyrstu viðbrögð ráðherranna voru að vara við því að leita að sökudólgum. Dómsmálaráðherra er víst byrjaður að undirbúa einhverja rannsóknarnefnd til að fara í þessi mál. En dagblöðin eru uppfull af upplýsingum rannsóknarblaðamanna þar sem tilgreind eru margháttuð "viðskipti" inna ýmsu viðskiptajöfra í bönkum og útrásarfyrirtækjum með einhver hundruð og jafnvel þúsund milljarða þar sem spillingin og lögleysur flæða af hverri síðu eins og fossar og þekkt nöfn með myndum prýða þessar frásagnir. Ríkisstjórnin segist vera að undirbúa einhvern andskotann! Á hverjum laugardegi í næstum mánuð hefur þjóðin hópast saman til að hrópa ríkisstjórn og seðlabanka niður vegna aðgerðarleysis.
Forystumaður ríkisstjórnarflokks sem boðaði hátíðlega að nú yrðu tekin upp umræðustjórnmál á Íslandi segir ítrekað í viðtölum að umbjóðendur hennar séu svo miklir hálfvitar að það væri ábyrgðarhluti að taka á þeim nokkurt mark.
Niðurstaða: Samfylkingin sótti til kjósenda sinna óskorað umboð til að halda vörð um Davíð seðlabankastjóra, og aðra þá sem sögðu að allar ábendingar um að yfirvofandi væri mesti efnahagsvoði íslenskrar sögu væri bull og áróður sem ekki væri mark takandi á.
En þetta kallast umræðustjórnmál!
Árni Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 10:47
Ég er sammála þér Friðriki að það þarf að taka á þessum málum og ætti löngu að vera byrjað að gera það af krafti.
En ég treysti ekki stjórnvöldum bara alls ekki til að rannsaka þessi mál, hvorki hratt né hægt. Þau eru allt of ofin inn í spillingarvefinn, bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin.
Það er líklega meginskýringin á hægaganginum, að skúrkarnir, eða blokkirnar, eiga sér skjól hjá öðrum hvorum stjórnarflokkanna. Rannsókn stjórnvalda yrði því aldrei á hlutlausum forsendum - þó svo eigi að virðast á yfirborðinu.
Við þurfum að fá öfluga utanaðkomandi rannsóknaaðila.
Jóhann G. Frímann, 24.11.2008 kl. 11:46
Litla S-Ameríka?
Beturvitringur, 24.11.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.