Davíð beinlínis verður að upplýsa um vitneskju sína

 

Mér finnst mjög gott til þess að vita að hið minnsta einn maður í samfélaginu, Davíð Oddsson, viti upp á hár af hverju fantarnir Brown og Darling ákváðu að beita hryðjuverkalögunum gegn Íslandi. og ég er afskaplega ánægður með að viðskiptanefnd þingsins hafi ákveðið að kalla Davíð til sín til að "grilla" hann um þessa vitneskju og vænti ég biðja um afrit af öllum gögnum sem staðfesta þá vitneskju.

Það gengur auðvitað ekki að Davíð fari með þessa hálfkveðnu vísu og málið stoppi þar. Miklir hagsmunir eru í húfi, meðal annars vegna væntanlegra dómsmála Íslands og Kaupþings gegn Bretlandi vegna einmitt hryðjuverkalaganna og afleiðinga þeirra. Davíð hlýtur að upplýsa um vitneskju sína - hún annað hvort styrkir eða veikir væntanlega málshöfðun. Hér er ég auðvitað að gera ráð fyrir því að ráðamenn hafi ekki afsalað sér réttinum til málshöfðunar með samkomulaginu um Icesave. 

Það er alveg sama hvort vitneskja Davíð komi sér illa fyrir einhvern einstakling eða einhverja. Hagsmunir lands og þjóðar eru hagsmunum einstaklinga ofar.

Viðskiptanefnd þingsins verður líka að ganga fast eftir þessum upplýsingum og ekki leyfa seðlabankastjóranum að komast upp með loðin svör eða frekari hálfkveðnar vísur. Ef viðskiptanefndin spyr almennilega þá getur þessi undirmaður/embættismaður ekki hliðrað sér frá svörum. Ef það sem hann nefnir er háð þagnarskyldu eða annars konar leynd þá var það beinlínis siðlaust af honum að nefna þessar upplýsingar í varnarræðu sinni. Og ekki vill seðlabankastjórinn vera siðlaus er það?

Ekki kemur fram í viðtengdri frétt hvenær Davíð á að mæta fyrir nefndina en ég vona að það verði mjög fljótt, því umræddar upplýsingar eru mjög brýnar landi og þjóð. 

Jafnframt er mjög brýnt að land og þjóð fái hið fyrsta nákvæmar útlistanir á áhrifum og afleiðingum skilmála Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) á daglegt líf hér á landi. Mér sýnist ljóst að búið sé að njörva Ísland svo niður að miklu nærtækara sé að tala um fullveldisafsal á þessu sviði en hugsanlegt fullveldisafsal með inngöngu í ESB!


mbl.is Davíð kallaður fyrir þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Hann á að mæta eftir VIKU.....

Bara Steini, 20.11.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Seg mér, er Lillo ekki frá Færeyjum?

Í það minnsta er Lillaa til þar.

Um Davíð og sóttina sem herjar á afar marga nú.

1.  Séð er, að Davíð segir satt í hvert sinn sem hann opnar munninn til að segja eitthvað um stöðuna eins og hún er.

Ofur Gróðapungarnir skilja eftir sig sviðna jörð af óreiðuskuldum, sem við ætluðum ekki að borga ef marka má yfirlýsingar ráðamanna ÁÐUR en viðtalið fræga var og allt varð vitlaust yfir og vandlætingakórinn hóf upp raust sína, að Davíð hafi kallað yfir þjóðina reiði Breta.

2.  Allt sem Hagfræðingarneir sem orðið haf sér til skammar í viðtölum um bankahrunið og skömm sama karls en nú hefuir komið kyrfilega fram í fjölmiðlum, að voru í klappliðinu og færðu reikningshöfundum icesave verðleun og aukningu hlutafjár í FL grúpu líka.  Viðhlægjendur ofurríkisbubba í hversveislum Samfóliðið var í og klappaði óspart.

3.  Séð er einnig, að ISG flskaði herfilega þegar hún vitnaði harkalega gegn því, að IMF hafi átt nokkurn þátt í að setja Stýrivextina upp en eftir að Davíð varð við beiðni manna í SÍ og bar til baka þvæluna og vitnaði í 19. lið samkomulagsins við RÍKISSTJÓRNINA, varð ISG ber að LYGI enn og aftur.

4.  Nú hefur Seðlabankinn í formi Davíðs, bent á, að ítrekað hafi verið haft samband við stjórnvöld og þeim lesin pistillinn í rituðum fundagerðum.  Þa´fyrst viðurkenndi ISG að allt sem hún áður hafði sagt um að SÍ hafi EKKI varað við væri,,,,,--jú,---- LYGI  því reiðast menn Davíð að hann sífellt er að girða niður um framámenn Samfó í beinni útsendingu.

Svo leyfir Bankamálaráðherra sér, að segjast EKKERT haf atalað við Seðlabankastjóra í HEILT ÁR eða í það minnsta frááramótum!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Er þetta hægt Mattías?????

Miðbæjaríhaldið

þakkar fyrir á tíðum skinsamlegt blogg af þinni hálfu og læsilegt

Bjarni Kjartansson, 20.11.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

1. Vika er ansi langur tími.

2. Lilló er ekki Færeyskt. 

3. Já, Ofur Gróðapungarnir skilja eftir sig sviðna jörð.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 15:31

4 Smámynd: Bara Steini

Vika er alltof langur tími.....

Bara Steini, 20.11.2008 kl. 15:32

5 identicon

Sammála Friðriki. Þarna þurfa blaðamenn að leggjast á eitt og fá hann til að tala. Hefur honum nokkuð leiðst það í gegnum tíðina?

joð (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er sammála Bara Steina - nefndin hefði átt að taka hann á teppið strax, í síðasta lagi á morgun. Ekki langt að fara yfir tvær eða þrjár götur.

Svo er spurning - verður fundurinn opinn fjölmiðlum sbr. þetta...?

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Auðvitað ætti fundurinn að vera fyrr og hann ætti að sjón- og útvarpa ofan í alla landsmenn. Hér eru nefndarmennirnir, hringið í þá:

 Ágúst Ólafur Ágústsson. form.

 Árni Páll Árnason

 Birgir Ármannsson

 Birkir J. Jónsson

    
     
     
     
   
     
     
     
     
Jón Gunnarsson

Jón Bjarnason

Höskuldur Þórhallsson

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 20:21

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bilið á milli er vegna tæknilegra mistaka (Nei, Árni er ekki í nefndinni). Neðsta nafnið, sem byrjar á Friðrik Þór, er ekki í nefndinni. Ó Guðfinna er varaformaður.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband