17.11.2008 | 17:27
Ef Guðni fer þá er Valgerði ekki sætt
Það einfaldlega gengur ekki upp að Guðni Ágústsson segi af sér sem formaður Framsóknarflokksins og þingmaður hans en Valgerður láti eins og ekkert hafi í skorist. Afsögn hennar hlýtur að fylgja í kjölfarið. Það er einfaldlega út í hött að hún verði "verðlaunuð" með formannsstólnum.
Guðna og Valgerði mistókst í sameiningu að halda flokknum í einingu og þau bera í sameiningu ábyrgð á örfylgi flokksins og þau bera í sameiningu ábyrgð á afleiðingum gjörða síðustu ríkisstjórna á undan þeirri yfirstandandi. Sú ábyrgð er gríðarleg og þar er ábyrgð Valgerðar enn meiri en ábyrgð Guðna, sem þó var bara landbúnaðarráðherra, en Valgerður ráðherra bankamála.
Bara sorrý - ef Guðni fer þá hlýtur Valgerður að fara.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 703126
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
sammála, Guðni skoraði stig hjá mér við þetta, ekki það að ég vilji hann eða annað lið sem nú situr á þingi aftur, þau hafa öll brugðist okkur með stórslysalegum hætti, við skiljum það ekki einu sinni ennþá hversu alvarlegt þetta allt er.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:39
látum okkur dreyma kerlingin situr áfram eins og enginn sé morgundagurinn spilling? nei er það nokkuð.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:40
Hún kom alveg af fjöllum. Yeah right. Er með kenningu um framhaldið á mínu bloggi.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:45
Þetta er alveg hárrétt ályktun hjá þér - er nokkuð augljóst.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.11.2008 kl. 18:22
Valgerður er blind á sjálfa sig. Hún mun aldrei segja af sér. En það er ekki útilokað að það sé hægt að láta hana fara. Þá verður spunnin saga um að hún sé að hliðra til fyrir nýju og ungu fólki. Það er bráðnauðsynlegt að þeir þingmenn sem bera sök fari af þingi svo hægt sé að sækja þá til saka fyrir spillingu og afglöp í starfi.
Helga (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:14
Í Kastljósi áðan varði Valgerður söluformið, en viðurkenndi hins vegar að spyrja mætti hvort yfirhöfuð hafi átt að selja bankana. En það er fleira sem spilar inn í og þannig bar Helga Seljan ekki gæfu til að spyrja um afnám bindiskyldunnar. Og auðvitað blasir við hverjum manni að eftirlitið með bankastarfseminni, af hálfu Seðlabankans og FME var í skötulíki (en þá beinast böndin ekki síður að núverandi ríkisstjórn).
Hvað fyrri ríkisstjórn varðar þá var ofar á lista stjórnvalda að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að úthluta Landsbankanum og Framsóknarflokkurinn Búnaðarbankanum. Klassísk helmingaskipti. Og enginn hefur því miður enn spurt hvort staðan væri ekki önnur ef bindiskyldan hefði ekki verið afnumin eða a.m.k. eitthvað nothæft af henni skilin eftir.
Það stendur því óhaggað eftir, að ef Guðna er ekki sætt þá er Valgerði ekki sætt. Ábyrgð þeirra tveggja er hið minnsta jöfn en ábyrgð Valgerðar að líkindum meiri.
Hvað Pál Magnússon varðar þá liggur fyrir að hann var aðstoðarmaður Valgerðar (jú, jú, bæði sem bankamála- OG iðnaðarráðherra (af því hún var jú stödd fyrir austan)). Hann aðstoðaði hana við að ákveða og framkvæma það sem illa fór.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 20:42
Varla er það heldur vegsauki fyrir Valgerði að hafa átt setu í sjálfskipuðu fulltrúaráði Samvinnutrygginga ásamt fleiri vafagemlingum og s.s. Finni Ingólfssyni og ef ég man rétt, Hauki Halldórssyni ,nýskipuðum bankaráðsfulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráði Nýja Landsbankans.
Leiðrétti mig einhver ef rangt er munað!
Hið sjálfskipaða fulltrúaráð hefur nú líklega komið fyrir kattarnef u.þ.bil 30 milljarða sjóði sem taldist eign trygginartaka Samvinnutrygginga gegnum tíðina.
Verður hún trúverðugur formaður Íslensks stjórnmálaflokks?
Sennilega bara skv. hefðinni!
Kristján H Theódórsson, 17.11.2008 kl. 23:11
Liðast flokkurinn ekki sundur og fyrrum meðlimir fara hingað og þangað .... eftir Evrópusambandssannfæringu sinni !
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:59
Jamm, hugsa að með sama áframhaldi leggist Framsóknarflokkurinn af.
Nína S (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:40
Ég er að hugsa um að draga aðeins í land. Úr þessu er kannski réttlætanlegt að Valgerður stýri flokknum til flokksþings í janúar. Hví ekki!?
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 00:54
Hef nú trú á að það eigi eftir að hverfa fleiri fyrir jól....
Kærleiksknús til þín frá Esbjerg Dóra
Dóra, 18.11.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.