Hvaða velferðarútgjöld á að skera niður?

Samkvæmt nýjustu fréttum á að skera niður ríkisútgjöld með flötum 10% niðurskurði á öll ráðuneyti. Þetta eru hrikalegar fréttir, því þarna er ekki gerður greinarmunur á eðli útgjaldanna. Ætlunin er samkvæmt þessu að skera niður t.d. heilbrigðisútgjöld um 10% en þegar liggur fyrir að fjárveitingar í þau máli hafa verið vanáætlaðar og leitt til "hallareksturs" og langra biðlista.

Útgjöld heilbrigðisráðuneytisins 2009 áttu samkvæmt fjárlögum að vera um 120 milljarðar króna og eiga þá að skerðast um 12 milljarða af þessum fimmtíu. Nú sitja vænti ég embættismenn sveittir við að forgangsraða sjúklingum og sjúkdómum; hverjum björgum við og hverjum ekki? Hver fær aðgerð og hver fær bara plástur og er sendur heim?

Um 70% útgjalda velferðarþjónustunnar eru laun. Þessi niðurskurður er því augljóslega ávísun á fjöldauppsagnir.

Mér finnst nær að taka ákvörðun um að skera meira niður útgjöld til "dauðra" hluta en "lifandi". Skerum frekar niður tímabundið í vega-, hafna- og flugvallaframkvæmdum, skerum niður sendiráðsbáknið, skerum niður útgjöld til trúmála um 25% og fleira mætti nefna - en skerum þeim mun minna útgjöld til velferðarmála. Við getum "hert sultarólina" og beðið með eitthvað af bundnu slitlagi frekar en að láta sjúklinga deyja á biðlistum.


mbl.is Lagt til að útgjöld dragist saman um 50,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það eina sem verður ekki skorið niður er fjármagn í heimabyggðir ráðherranna. Heilbrigðis- og menntakerfin þyrftu meira fé í svona ástandi en með þetta fólk við völd er það borin von.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.11.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er því miður hræddur um að þú hafir fullkomlega rétt fyrir þér.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Mammons flokkana í burt og velferðarflokkana í stjórn, björgum fólkinu fyrst og landinu látum hitt bíða. Það má smíða brýr og vegi og tónlistarhús seinna (þegar og ef við höfum efni á því). Gæluverkefna ráðherrana út úr ríkisstjórn og út af þingi.

Ég er með uppsagnarbréfið upp á vasann og ættla að leita mér sem fyrst að vinnu hvort sem hún gefst hér eða erlendis, helst væri ég til í að fara til færeyja eða noregs.......en sjáum til kanski rætist úr þessu hver veit.

Sverrir Einarsson, 17.11.2008 kl. 15:20

4 identicon

Er þetta ekki svokölluð „verrferð“ en ekki velferð?

Þetta eru þá verrferðarflokkar sem landinu stjórna í dag er það ekki svo !

Hér ríkir svo sannarlega svokölluð „ömurð“

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:37

5 identicon

Varla verður sagt að þetta sé rétti þráðurinn fyrir þessa færslu en ég læt þetta vaða hér inn;´

Ekki fæ ég séð að ástæða þyki til að setja eftirfarandi frétt á forsíðu mbl.is. Það segir sína sögu.

Ég hef áhyggjur af störfum alþingis þessa dagana. Eftirfarandi frétt er á ruv.is. Mér þætti gaman að vita hvaða lagasetningu þeir hafa í huga til verndar hinum almenna borgara fyrir hákörlum Banka og fjármálafyrirtækja.

Af ruv.is 

"Ný lög banna lögsókn á hendur bönkum og fjármálfyrirtækjum meðan þau eru í greiðslustöðvun. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður segir lögin grípa fram fyrir hendur dómara og brjóta stjórnarskrá landsins.

Lögin voru samþykkt á Alþingi á fimmtudag í síðustu viku. Þar segir meðal annars að dómsmál verði ekki höfðað gegn fjármálafyrirtæki meðan á greiðslustöðvun þess standi nema mælt sé sérstaklega fyrir um heimildi til þess í lögum eða um opinbert mál sé að ræða.

Hafi dómsmál þegar verið höfðað gegn fjármálafyrirtæki fyrir greiðslustöðvun verður meðferð málsins látin bíða meðan greiðslustöðvun er í gildi. Athyglisvert er að bera þessi nýju lög við 70. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir meðal annars að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.En nú eiga hinsvegar lögsóknir á hendur fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun að bíða.

Atli Gíslason, lögmaður og vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og gagnrýnir það harðlega. Hann segir að það séu réttindi almennings, sveitarfélaga og lífeyrissjóða að sækja mál á hendur bönkunum. Í stað þess að koma í veg fyrir málsóknir gæti lagasetningin orðið vopnabúr málsókna.

Í tölvupósti til fréttstofu segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður að í lögunum séu fyrirmæli sem bindi dómara landsins í sínum embættisstörfum. Hann er sammála Atla Gíslasyni um að lögin brjóti í bága við stjórnarskrá landsins."

sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband