Hversu hár verður reikningurinn?

Auga gefur leið að samkomulag við Breta og Hollendinga getur aðeins falið í sér væna eftirgjöf af stefnunni "við látum ekki kúga okkur" og "við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumanna". Það er kannski óhjákvæmilegt, en ég ætla að vona að ekki hafi verið tomma gefin eftir í því að höfða mál gegn Bretum vegna hryðjuverkalaganna hvað óþarft tjón Íslands og Kaupþings varðar.

Það er beinlínis skylda okkar að fara með þessi hryðjuverkalög og brot þeirra á meðalhófsreglunni til alþjóðlegra dómstóla. Ég hef ekkert á móti því að áhættusæknir sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi fái tilskilið lágmark upp í innistæður sínar og þá fyrst og fremst með sölu á eignum gamla Landsbankans þar í löndum. Ég get auðvitað ekki stutt það, að kröfuhöfum sé mismunað, en gild hagræn rök og neyðar(réttar)ástand á Íslandi, ásamt hryðjuverkalögunum, standa gegn því að ofurbyrði verði lögð á Íslensku þjóðina.

Hvað sem öðru líður þá er lágmarkskrafa að í boðuðu samkomulagi hafi Bretar fengið hið minnsta löðrung, en vonandi fullgilt kjaftshögg. Ef málið er á hinn veginn þá mun samkomulagið ekki boða gott fyrir ríkisstjórn Geirs Haarde.


mbl.is Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Sæll félagi.

Jú, vissulega verður um "eftirgjöf" að ræða frá útgefinni stefnu. Hins vegar er þetta spurning um hversu skynsöm þessi stefna var hjá okkur, þ.e. að þráast við að viðurkenna okkar ábyrgð og finna lausn á málinu. Bent hefur verið á að það séu til eignir á móti þessum Icesave reikningum.

Þessi "lausn" hefur tekið allt of langan tíma. Á meðan bíður almenningur, atvinnulífið og allir eftir því að hjólunum verði ýtt af stað aftur!

Vissulega var ákvörðun Gordons Brown út í hött og ber að fylgja eftir eins og þú sagðir.

Jónas Egilsson, 14.11.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Íslensk stjórnvöld hafa haldið svo illa á spöðunum í öllu þessum málum að maður er hættur að halda að það geti verið óviljaverk. Hér hljót að ráða einhverjir sérhagsmunir sem við vitum ekki um því svona óhæft til starfa sinna getur þetta fólk ómögulega verið.

Héðinn Björnsson, 14.11.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Við" teljumst hafa gert það af okkur að hafa með neyðarlögunum og yfirlýsingum ástundað kennitöluflakk og mismunað kröfuhöfum (sparifjáreigendum) eftir þjóðerni. Spurning hvort NEYÐARRÉTTURINN réttlæti slíkt. En ekkert sem "við" gerðum réttlætir ofsa og hörku Bretanna. Þeir verða að fá að finna til tevatnsins með beinum eða óbeinum hætti.

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 13:29

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Íslenska ríkið þarf að öllum líkindum greiða allt að 640 milljarða vegna Icesave til að ná fullum sáttum við Breta og Hollendinga en vonir standa til að eignir Landsbankans standa að mestu undir skuldinni", segir Mogginn núna. Það gera 2 milljónir á hvern einasta Íslending, 8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Ég ætla svo sannarlega að vona að eignir Landsbankans (gamla!) þarna ytra dugi fyrir þessu, ef "við" á annað borð verðum þvinguð til að borga svo háa upphæð.

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 13:33

5 identicon

Það er munur á „eftirgjöf“ og uppgjöf.

Þetta er UPPGJÖf !

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vitnar svo í refsidæmdan fjárglæframann í hádegisfréttum í dag og segir gott að vita að sá haldi að til séu eignir í Bretlandi þá hlýtur öllum að líða vel.

Það er klárlega ljóst að ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur gjörsamlega brugðist landi og þjóð á ögurstundu verð tilkynnt kl. 16:00 í dag að skrifað hafi verið upp á víxilinn.

Rétt er að benda á að Bretar sjálfir standa ekki bakvið reikninga banka sinna í útibúum á t.d. Guernsey - enginn hefur kvartað vegna þess.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:57

6 identicon

Hvað varðar löðrunginn og Breta mætti líklega frekar segja að þeir komið til með að fá klapp á bakið og koss á kinn.

Þetta er flott - er það ekki?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:05

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta horfir nú ekki vel, satt er það. En kannski er merkilegast við þetta allt hvað ráðamenn ljúga stanslaust að okkur. Á dv.is eru birtar upplýsingar úr skjali sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen undirrituðu 3. október (fyrir 10 dögum) þegar Árni var á leið á einhvern fund í Brussel. Þar kemur heildartalan fram og - haldið ykkur - hún er 25 milljarðir dollara.

Þarna virðist verið að tala um 2,5 til 3 falda GDP í opinberum skuldum sem setur okkur auðveldlega í fyrsta sætið, Simbabve var þar fyrir með 2xGDP í opinberar skuldir.

Núna rétt áðan heyrði ég Geir Haarde á blaðamannafundi í Valhöll segja að við verðum að mestu orðin skuldlaus árið 2010. Annað hvort er maðurinn heilaskertur eða hann er hreinlega að ljúga. Hann varð ítrekað tvísaga á blaðamannafundinum sem gæti verið vísbending um hvort tveggja eða bæði.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.11.2008 kl. 15:31

8 identicon

Burt séð frá málefninu: Það gefur augaleið að auga gefur leið er út úr kú ;)

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:48

9 identicon

Ha, hvaða reikning? Ég borga engan reikning. Bankarnir voru háeffaðir til að losa skattgreiðendur við ábyrgð á bönkunum.

 

Ef lagður verður á mig sérstakur bankaskattur þá kæri ég álagninguna. Björgólfur segir að það séu til peningar fyrir þessu og gott betur.

 

Ábyrgð hlutafélaga miðast eingöngu við framlagt hlutafé. Ef félag fer í þrot þá stýrir skiptaráðandi gjaldþrotamálinu.

 

Almenningur getur ekki farið að bera ábyrgð á hlutafélögum, allra síst í öðrum sóknum. Það væri nú til að æra óstöðugan.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:06

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þarna plataði mbl.is mig. "er gert ráð fyrir því að þar verði kynntar meginlínur í samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninga Landsbankans" sagði í viðtengdu fréttinni, en það reyndist þá rangt. Enn verðum við að bíða eftir smáatriðum í boðuðu samkomulagi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 16:52

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ef heimildir Björgólfs eru réttar um að Landsbankinn eigi fyrir skuldum sínum, með því að selja eigur sínum, ætti Icesavemálið í raun að leysast.

Þó svo að sú deila leysist er ekkert að vera athugavert að Íslensk stjórnvöld og útrásarmenn leyti réttar síns fyrir ef þau telja að það hafi verið brotið á þeim Í raun myndi ég telja að ef Landsbankinn geti staðið algjörlega í skilum með skuldir sínar varðandi Icesavedeilurnar er það í raun skilda íslenskra stjórnvalda og útrásarliða. að leita rétttar síns, því að þá var frystingin sem lögð var á bankanna með öllu tilhæfulaus og hún lagði í raun mara atvinnuvegi á íslandi í rúst að ástæðulausu.

Þar að auki tel ég nokkuð ljóst að það sé með öllu ósæmandi ef þjóðarleiðtogar fari með tilhæfulausar fleipur, eins og að Ísland sé á barmi gjaldþrots nema að það sé virkilega sterk rök fyrir því. Fyrir mér eru slík ummæli hrein og klár ærumeiðindi og hljóti að teljast dómshæf samkvæmt öllu eðlilegu réttarfari.

 Vandamálið er að á hverjum degi heyri ég og aðrir íslendingar orð gegn orði og því ákaflega erfitt að sjá hvað er rétt í þessum málum. Fyrir stuttu var ég tilbúin að tjarga Björgólfsfeðgana, en ef sá eldri fer með rétt mál í kastljósi þá eru upplýsingar sem hinn almenni borgari fær í raun rangur og til þess eins að skapa úlfaþytur. 

Það sem ég skil ekki ... er að AFHVERJU SAGÐI HANN BJÖRGÓLFUR ÞETTA EKKI FYR ?  

Eitt er ljóst..

einhver er að fara með hreinar og klárar lygar í þessu máli en ég veit ekki hver. 

Brynjar Jóhannsson, 14.11.2008 kl. 18:55

12 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég held raunar að það hafi aldrei verið hægt að komast hjá að greiða þetta lágmark. Það er ekki hægt að skella sér á bak við hruni bankakerfisins. Það hrundi ekki. það var yfirtekið.

það er samt bara gott að ströggla eins lengi og maður getur að þykjast ekki ætla að borga neitt. Það er eina sem ég styð ríkisstjórn Geirs í þessa daganna - að ströggla og þræta og þykjast ekki ætla að borga neitt og þæfa málið.

hins vegar verður að semja og ekki allir innistæðueigendur áttu þetta inn á reikningi þannig að þetta er sennilega minna en tölur. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.11.2008 kl. 20:01

13 identicon

 

Eftir því sem almenningur skilur EES- samninginn, þá er frjálst flæði fjármagns milli landa án stærðar hagkerfisins. Þetta er eins og vatn sem rennur á milli staða, eftir  þægilegasta farvegi og má ekki stífla. Það er markaðurinn sem ræður, hvorki lög einstakra ríkja eða ríkistjórnir.

 

Forstjóri Samkeppnismála Evrópusambandsins varaði strax við því, þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri fóra að lýsa því yfir að þær myndu tryggja bönkunum fé. Það væri ríkisstuðningur og raskaði samkeppnisstöðu á markaði.

 

Við hlutafélagsvæðingu bankanna okkar, var ríkisábyrgð afnumin. Ábyrgðir miðast því einungi við framlagt hlutafé. Ef bankarnir eins og önnur hlutafélög lenda í erfiðleikum gilda sérstakar leikreglur sem eru kunnar.

 

Mér virðist því hér vera galli í gerð þessa hugmyndakerfis sem menn hafi ekki komið auga á og við sitjum uppi með, öll Evrópa og ég mun aldrei borga þessa vitleysu.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:44

14 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Impossibilium nulla obligatio Ógerningi fylgir engin skuldbining

Úr Lögbók Jústinians Keisara April 7, 529 A.D. Corpus Juris Civilis, (Dig 50.17.185).

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2008 kl. 21:10

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er svei mér sammála öllum síðustu ræðumönnum, þótt raddirnar séu ólíkar. Það eru enda svo svakalega margir fletir á því sem í gangi er. Hrun og yfirtaka, séraðstæður okkar og einelti annarra landa; þetta er næstum "ómælanlega" dýrt fámennri þjóð og neyðarréttur að mínu mati borðleggjandi. En ég veit ekki hvort hann réttlætir mismunun eftir þjóðerni - sem þá gæti þýtt að 20.888 punda þakið gilti fyrir Íslendinga líka. Sem sagt þeim okkar sem áttu sparifé hér heima í áhættusömu formi.

"Forstjóri Samkeppnismála Evrópusambandsins varaði strax við því, þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri fóra að lýsa því yfir að þær myndu tryggja bönkunum fé. Það væri ríkisstuðningur og raskaði samkeppnisstöðu á markaði". Mjög góð ábending, Þorsteinn. Auðvitað er það pilsfaldakapítalismi þegar einkafyrirtæki pluma sig ekki nema með ríkið sem hækju. Frjálshyggjuandinn hlýtur um leið að boða að þeir fjárfestar/innlánseigendur sem tóku áhættu eigi skilið að tapa! Og áfram; að þeir lántakendur sem fóru offari í lántöku eigi skilið að verða gjaldþrota og missa eigur sínar.  Ég velti fyrir mér hvort þetta sé ekki einmitt leiðarljós viðsemjendanna í Evrópu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 23:35

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ég tók eftir eftirfarandi orðum hjá ISG og GHH tók undir og mbl.is setur svona fram:

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði að fyrst hefðu verið kröfur um að Ísland ábyrgðist allar innistæður á IceSave-reikningum en nú væri rætt um að Ísland ábyrgðist lágmarksupphæðina, sem kveðið er á um í tilskipun Evrópusambandsins, 20.887 evrur á hverjum reikningi."

Ha ?

And the plot thickens.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband