13.11.2008 | 22:42
Fyrst Vörður, nú bláir Skagamenn
Fyrst efndi kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Vörður, til byltingar gegn Davíð (sjá færslu hér neðar) og nú bætist við stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Skjólum Davíðs er verulega tekið að fækka og nú er burðarvirkið að hrynja.
Svörnustu, innvígðustu og innmúruðustu aðdáendur og fylgjendur Davíðs eru nú að yfirgefa hann hver á fætur öðrum. Jafnvitlaust og það er að kenna honum einum um ófarir lands og þjóðar þá stendur hann samt fremstur. Veislan var í boði hans og hann bauð ómælt brennivín. Meðan allir voru fullir tók enginn eftir því að þjóðarskútan var að stranda og skerið heitir Óheftaogeftirlitslausaeinkavinavæðingar-ogfrelsisvæðingar-skerið. Skipstjórinn var fyllstur og ber mestu persónulegu sökina, þótt hann hafi farið í koju korteri fyrir strand.
---
p.s. Tengt þessu, en óbeint: Ofsalega sniðuga einkarekstursformið í Heilsuverndarstöðinni er farið á hausinn. Enn einn áfellisdómurinn.
Stjórnendur Seðlabankans víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Sveinn Ingi Lýðsson, 13.11.2008 kl. 22:53
Skál í boðinu !
Jósef K (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:25
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat í bankráði Seðlabanka Íslands - hún er hins vegar sögð hafa mætt illa en fékk víst greitt fyrir samt.
Eftirfarandi segir í lögum nr. 36/2001 um bankaráð Seðlabanka Íslands og með tilliti til þess ætti ISG ekki að hugsa sinn gang?
28. gr. Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Bankastjórn skal jafnan upplýsa bankaráð um helstu þætti í stefnu bankans og um reglur sem hann setur. Að öðru leyti skal bankaráð sérstaklega sinna eftirtöldum verkefnum:
a. Staðfesta tillögur bankastjórnar um höfuðþætti í stjórnskipulagi bankans.
b. Ákveða laun og önnur starfskjör bankastjóra, þ.m.t. rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni þeirra.
c. Hafa umsjón með innri endurskoðun við bankann og ráða aðalendurskoðanda.
d. Staðfesta starfsreglur sem bankastjórn setur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum, sbr. 24. gr.
e. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um umboð starfsmanna bankans til þess að skuldbinda bankann, sbr. 23. gr.
f. Staðfesta kjarasamninga við starfsmenn bankans, fjalla um reglur um lífeyrissjóð þeirra og staðfesta skipun fulltrúa í stjórn hans þegar svo ber undir.
g. Staðfesta tillögu Seðlabankans til forsætisráðherra um reglur um reikningsskil og ársreikning bankans, sbr. 32. gr.
h. Veita forsætisráðherra umsögn um reglugerð um framkvæmd einstakra þátta laga þessara þegar svo ber undir, sbr. 39. gr.
i. Staðfesta ársreikning bankans, sbr. 32. gr.
j. Staðfesta áætlun um rekstrarkostnað bankans sem bankastjórn leggur fram í upphafi hvers starfsárs.
k. Hafa eftirlit með eignum og rekstri bankans og staðfesta ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar.
l. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um viðurlög í formi dagsekta, sbr. 37. gr.
m. Staðfesta reglur sem bankastjórn setur um heimild starfsmanna bankans til setu í stjórnum stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans, sbr. 25. gr.
n. Staðfesta starfsreglur sem bankastjórn setur um varðveislu gjaldeyrisforðans, sbr. 20. gr.
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:06
Hvað þessi færsla kemur yfirhöfuð ISG við er mér mjög torséð. Hvað eiga óánægðir sjálfstæðismenn að gera með þessar upplýsingar? Eitthvað annað en þeir myndu gera við sömu upplýsingar um t.d. Hannes Hólmstein Gissurarson seðlabankaráðsmanns, sem líka þá laun fyrir "eftirlitið"? Mætti hann ekki betur en ISG og hafði því meiri tök á virku eftirliti? Brást hann þá ekki meir og allt hitt fólkið úr sjálfstæðisfélögunum (umræddu og öðrum)?
Óánægjan með Davíð er vænti ég ekki einskorðuð við setu hans í stól seðlabankastjóra. Í gangi er líka umlykjandi uppgjör með það "kerfi" sem hann skapaði sem forsætisráðherra. Face it, Viðskrifari; þú drekkir ekki sökkvandi sól Davíðs með ISG og fullt af bókstafsliðum um vesælt bankaráð. Meira að segja Íhaldið á Skaganum sér í gegnum það! Og áreiðanlega sjálfstæðisfólk í Varmahlíð, sem ekki vill vera síðra en nágrannarnir tveir í Framsóknarflokknum, sem sendu Halldóri og Valgerði á dögunum hnútur vegna ríkisstjórna síðustu margra ára.
Friðrik Þór Guðmundsson, 14.11.2008 kl. 00:24
Er ekki eitthvað bogið við það frelsi sem er á ábyrgð ríkisins? Hvort er það ábyrgðin eða frelsið sem er vandinn?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.11.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.