5.11.2008 | 12:47
Sækjið þetta illa fengna fé siðlausu svindlaranna
Loks verður maður var við einhverja alvöru hreyfingu í áttina að því sem venjulegir skilvísir landsmenn vilja; Skilanefnd Kaupþings rannsakar meintar millifærslur milljarða króna úr sjóðum Kaupþings banka hf. yfir til erlendra banka fyrir þjóðnýtingu bankans og hefur ráðið "óháðan sérfræðing" til verksins (hver er það??). "Hefur hann haft óheftan og milliliðalausan aðgang að öllum gögnum bankans í tengslum við athugunina".
Rannsóknin getur reynst auðveld en aðgerðir erfiðar, ef svindlararnir hafa komið stolna fénu vel fyrir á Cayman eða Tortoula. Eða Sviss. Öllu varðar fyrir sálarheill þjóðarinnar að fé þetta náist til baka til samfélagslegrar uppbyggingar, því ef ráðamenn ætlast til þess að fólkið í landinu taki vel í óskir um samstöðu og sátt þá verður fyrst að stöðva hina siðblindu lögleysingja og taka af þeim þýfið. Jafnvel Birgir Ármannsson hlýtur að taka undir það - en hann hefur opinberlega latt menn frá því að frysta eða kyrrsetja eigur útrásar-auðjöfranna upp í tjón samfélagsins. Jafnvel Birgir Ármannsson!
Umfangsmikla lögreglurannsókn eins og skot - innanhússrannsókn skilanefndar er góð, en dugar ekki. Við þurfum síðan aðkomu erlendra óháðra sérfræðinga að öllum rannsóknum og úttektum á því hvernig Íslenska þjóðin var svikin og af henni stolið.
Skoða meintar milljarðafærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað Birgir Ármannsson segir. Hann gerir sig að fífli í hvert sinn sem hann opnar kjaftinn. Þykist vera lögfræðingur en allar hans lagaskýringar taka nákvæmt mið af hagsmunum sjálftökuflokksins og hyskisins sem þar ræður ríkjum. Þessi bjáni er ekki lögfræðingur frekar en dauður köttur er lögfræðingur og er þó kötturinn skárri í lögfræðinni af því hann heldur kjafti.
corvus corax, 5.11.2008 kl. 13:05
Það á að fá Interpool til að skoða þessi mál. Og Björn Bj á ekki að koma nálægt með allri virðingu fyrir honum þá Bjössa Villis leikurinn hættur
Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:09
Útrásarvíkingar bankana eru meira og minna þjófarfar og eiga að meðhöndlast sem slíkir. Ég sé ekki betur en séu komnar nægar vísbendingar til að taka einhverja þeirra í gistingu meðan mál eru rannsökuð.
Það þarf líka að frysta allra þeirra eigur og fjarlægja þá frá pappírstæturum bankana.
Það fæst aldrei neinn friður í þjóðfélaginu fyrr en þessum glæpamönnum verður refsað.
GOLA RE 945, 5.11.2008 kl. 13:10
Heyrst hefur að hávaðinn í pappírstæturum í bönkunum trufli vinnufrið almennra starfsmanna. Ég krefst þess líka að allir starfsmenn í efstu stjórnunar"lögum" bankanna sem þiggja fyrirgreiðslu s.s. niðurfellingu eða breytingu á skilmálum skulda verði hreinsaðir út úr þeim. Það er augljóst að þeir eru reiðubúnir að láta ganga fyrir hagsmunum viðskiptavina og annarra hluthafa að skara eld að eigin köku. Ég gæti ekki átt viðskipti við stofnum þar sem slíkt er óátalið. Ella eiga tja varla nema sumir þann kost að færa viðskipti sín annað, ekki þeir sem eru bundnir bönkum á skuldaklafa.
Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:20
Íslenskir skattgreiðendur eiga fulla heimtingu á að vita hver þessi eini alvaldi rannsóknarmaður er.
2 óháðir úr sitt hvorri áttinni (dual control) væri strax mun betra en þetta gætu jú verið 100 miljaraðar sem einhverjir vilja fela
Grímur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:21
Þið fyrirgefið ef að ég hef misst af einhverju, en það væri nú fróðlegt að vita hver þessi óháði aðili er. Það má segja að atburðir liðinna vikna gefi tilefni til þess að allir þeir sem koma á einn eða annan hátt að rannsóknum þessara peningamála séu nafngreindir.
Guðni (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:24
Sæl
Gerir einhver ráð fyrir því að verið væri að verjast útektum úr bönkum erlendis?
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:55
Fyrirgefið - úttektum
Sveinbjörn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:57
því miður þá stórefast ég um sanngildi flest þess sem stjónmálamenn segja hvort sem var hinn daginn, í gær eða í dag og jafnvel þessi Birgir Ármannsson er að verða hættulega útsmoginn og leiðinlegur - passar flott í flokkinn
Jón Snæbjörnsson, 5.11.2008 kl. 16:58
Já, Friðrik, auðvitað á að sækja þetta fé og ekki bara þetta fé; það á að fara í saumana á eigum braskaranna hér heima; þeir virðast hafa getað látið streyma til sín lánsfé út á upplogin verðmæti athafna sinna og varla hefur allt það fé brunnið upp í afmælis og kókaínveislum. Einnig á að skoða vandlega einkavæðinguna og hirða til baka fyrirtæki sem skipta almenning máli. Reksturinn á Símanum skilaði ríkissjóði umtalsverðum tekjum þrátt fyrir að þjónustan væri ódýrari en hún er núna; og maður hlær að kaupverðinu í þessum þúsundum milljarða sem þjóðin þarf nú að punga út fyrir þessa menn. Og auðvitað á að láta óháða aðila rannsaka sukkið og tengsl pólitíkusa við það. Þurfum við ekki að leita til Mannréttindardómstólsins. Það getur enginn tekið mark á rannsókn núverandi embættismanna á gæðingum sínum og drykkjubræðrum.
Bárður R. Jónsson
Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:40
Úttektirnar verður að rannsaka líka þótt erfitt sé. Það er hroðalegt til þess að hugsa að menn sleppi með þetta og að um glatað fé sé að ræða. En ef féð er glatað er mikið upplýsingagildi fólgið í því að vita hverjir séu hinir meintu gerendur; því þá veit alþjóð það að minnsta kosti.
Friðrik Þór Guðmundsson, 5.11.2008 kl. 17:44
Tek undir allt sem þú segir Bárður minn (þú dast inn meðan ég var að skrifa síðasta komment).
Það gefur augaleið að brýna nauðsyn ber til að fá óháða erlenda sérfræðinga að rannsókn allra fjármálakrísu- og spillingarmálanna. Nálægðarvandinn er of mikill hér til þess að fara "innlenda" leið að fullu.
Friðrik Þór Guðmundsson, 5.11.2008 kl. 17:46
Þetta með meintar millifærslur til "landa þar sem erfitt er að komast að því hver reikningseigandinn er" eins og það er orðað.
Nú, náttúrulega þekkir mður slíkt ekki... en einhvernveginn á ég bágt með að trúa si sona að þegar banki er undir rannsókn og allt galopið fyrir rannsakendur o.s.frv... að það sé ekki hægt að finna slíkt út nokkurn veginn, sem dæmi hver sendi og hver tilgangurinn var o.þ.h.
Eða á að segja manni að það sé hægt að senda svo og svo marga miljarða úr banka án nokkurar vitneskju um upphaf, tilgang og endi. Bara 1 miljarður sendur úr einhverjum banka á eitthvað leyndó númer á Keimanneyjum ? Eg trúi því ekki nema mér sé sýnt fram á það skref fyrir skref.
Líklega er þetta mál alltof heitt og mun feida út smá saman. Eg spái því á þessum tímapunkti. Augljóslega hefur komið leki frá aðilum sem um málið höndla nú og er það í sjálfu sér athyglisvert.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 20:25
Krumla íhaldsins leikur ljósum hala er yfir og allt um kring féð verður aðeins sótt ef veiðileyfi er gefið á þá sem skipta ,,engu" máli" það er greinilega búið að gefa út slíkt leyfi á menntamálaráðherra af málflutningi dagsins dreg ég a.m.k þá ályktun. En bróðir dýralæknisins , gömul handboltastjarna er annar stofnenda 7 hægri ehf ef eitthvað er að marka google!
Helga Jóns. (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:33
Takk fyrir að samþykkja mig sem bloggvin. Ég er svo gjörsamlega sammála þér í þessari færslu þinni. Mín reiði hefur fyrst og fremst beinst að þessum útrásarvíkingum og hvernig þeir hafa blóðmjólkað sína banka ásamt stórnendum bankanna eins og ég hef kommentað hjá þér áður.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.