29.10.2008 | 11:49
Við ábyrgjumst Landsbankann - not really
Ekki verður betur séð en að Íslensk stjórnvöld hafi beitt Breta alþekktu Framsóknarbragði í glímunni um Icesave-reikninga Landsbankans. Segja já, já og nei, nei. Við sögðumst aldrei ætla EKKI að lána eða skuldbinda ríkissjóð, heldur virða alþjóðalög og því var beiting hryðjuverkalaganna án réttlætingar. Hins vegar ætlum við nú að segja; jú við erum skuldbundin, en í alþjóðalögunum sem við ætlum að virða er líka neyðarréttarklásúla - og hana ætlum við líka að virða!
"If needed" myndi ríkið ábyrgjast innistæðurnar í samræmi við alþjóðalög, sagði viðskiptaráðuneytið okkar við Bretana 4. október. Þetta "if needed" er lykilorðalag. Ef á þarf að halda. Eða ef á reynir. Eða ef ekki verður hjá því komist. Eða ef það reynist fullkomlega óhjákvæmilegt.
Þetta var sagt en svo kom hrunið. Og neyðarréttarklásúlan er skýr: Skuldbindingarnar gilda ef t.d. einn banki fer á hausinn á 10 ára fresti (þetta frá Pétri H. Blöndal þingmanni komið), sem sagt við "eðlilegar" aðstæður. Nú eru aðstæður hins vegar óeðlilegar; heilt bankakerfi og gjaldmiðill hrunin. Undir slíkum kringumstæðum tekur neyðarrétturinn við: Við getum ekki borgað. Sem er auðvitað allt, allt annað en við ætlum ekki að borga. Er svona erfitt fyrir Bretana að skilja þetta?
...
Má til með að senda Moggafólki kveðjur. Að efna til slagsmála við Björn Bjarnason fyrrum samstarfsmann sinn OG við Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda sinn, er aðdáunarvert og mikilvæg skilaboð fjölmiðilsins um að láta ekki stjórnmálamenn eða eigendur vaða yfir sig. Gott þetta. Eins verð ég að hrósa Kastljósi fyrir afar góða frammistöðu að undanförnu, ekki síst Darling-bréfs umfjöllunina og yfirheyrslu Sigmars á Geir.
Hins vegar verð ég að lýsa yfir sorg minni með báða "hópana" sem skipulagt hafa mótmæli undanfarið vegna fjármálakrísunnar. Báðir hóparnir eru mjög ósannfærandi og engin fjöldahreyfing fæðist út frá þeim.
Geysirgate: Dularfulla bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.