"You have been warned"

 "You have been warned", endaði Given that (Landsbanki og Kaupþing) have taken billions in UK retail deposits, it may be a sobering thought for savers to consider where they are putting their cash

Iceland's banks top 'riskiness league'

 

... More risky is Alliance & Leicester, whose price was about 342 points last week, again reflecting its high dependence on wholesale financial markets, which have become frozen in recent months. But the real horrors are in Iceland.

Credit insurance for debts at Iceland's biggest bank, Landsbanki, is priced at 610 points while that for Kaupthing is priced at a hair-raising 856. Given that these two have taken billions in UK retail deposits, it may be a sobering thought for savers to consider where they are putting their cash. These banks are now seen as the most unsafe in the developed world.

Of course, no one can be sure that disaster looms for anyone, but the figures on credit default swaps show clearly where investment professionals think the big risks are.

You have been warned.

 Kemur ekki atkvæðagreiðslunni í SÞ beint við, en spurning hver eigi að vorkenna hverjum?


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var á Sky um daginn, þ.e. að þeir sem áttu inneignir í íslenskum bönkum hafi vissulega verið varaðir við og það rækilega.

Þá er spurning... Hver er ábyrgur? Íslenskir skattgreiðendur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég hef misst af því á Sky, sem ég þó horfi slatta á þessa dagana. Skiptir ekki máli; varnaðarorðin voru fyrir hendi og ábyrgðarhlutur að hunsa þau.

En ekkert af þessu breytir hinu að við landsmenn hunsuðum líka flestöll varnaðarorðin sem að okkur beindust. Í því sambandi er ég ekki síst sorgmæddur yfir frammistöðu "fjórða valdsins", sem virðist hafa verið heltekið af sjálfsritskoðun og kannski ótta við eigendur sína. Þeir virðast hafa brugðist illilega þeim eina aðila sem þeir áttu að sinna; almenningi. Ég auglýsi eftir varnaðarorðum í Íslenskum fjölmiðlum sl. 2-3 ár (aðsendar greinar teljast ekki með).

Aurar hinna háu innlánsvaxta gerðu margan manninn að apa, víða. Sumir sendu varnaðarorð sem enginn hlustaði á. Aðrir þögðu og það hljómaði betur?!

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 22:29

3 identicon

Skil ekki alveg punktinn hjá þér Friðrik.  Áttu sem sagt bresk stjórnvöld að vara opinberlega við Íslandi fyrr?  Hefði það sem sagt vakið almenna kátínu Íslandi og Brown verið sæti bangsinn í augum Íslendinga?
Eða ertu að gera þá kröfu á meðaljóninn í Bretlandi, umfram þá íslensku, að þeir þaullesi fjármálatímarit dags daglega?  Áttu að vita betur.
Segðu það öllum þeim sem hafa tapað á sjóðunum á Íslandi.  Ef Bretar voru vitlausir að treysta bankabókum Íslendinga, hvað segir það þá um Íslendinga sem treystu sjóðunum?

Annars þarftu ekki að hafa áhyggur, rétt eins og hundruðir þúsunda um alla Evrópu, þá hef ég, breskur skattgreiðandi, sætt mig við að borga fyrir íslenska heimsku. 

Þegar heimskingjar kjósa heimskingja er yfirleitt lítið upp úr því að hafa. 

Mér þarf nákvæmlega ekkert að vorkenna.
Enda sést í víðast hvar í bloggheimum að Íslendingum er nákvæmlega sama um skaðann í Evrópu.  Segir í raun allt um Íslendinga sem segja þarf.

En mætti ég biðja um þann greiða í staðinn fyrir skattgreiðslurnar að þið Íslendingar, sem eruð helst upptekinn við hrokablandna sjálfsvorkunn þessa dagana, kæmuð ykkur upp þeim manndóm að fjarlægja þá sem mesta ábyrgð bera - á Íslandi?  Mætið hið minnsta í boðuð mótmæli, hvar sem þau eiga sér stað?

Hvar er annars umræðan um það að Finnar frystu Kaupþing tveim dögum áður en Brown?  Hvað réði því?  Er búið að banna íslenskum fjölmiðlum að fjalla um málin eins og þau eru?  Má bara einblína á apaköttinn í Bretlandi (í guðanna bænum losið okkur við hann)?

"The government agency said that since Monday [6.okt] it has halted all flow of funds from Icelandic-owned banks in Finland, and that no withdrawals could be made at the Finnish branch of Kaupthing, Iceland's largest bank".
(International Herald Tribune)

(Fréttina má finna víða annars staðar, en ekki leita í íslenskum miðlum - þar gilda þjóðrembureglur)

Geir Haarde gengur mjög vel að gelda þjóðina.  Öskrar "urrdann" og heimskir rakkar þjóta til og gelta að Gordon Brown.  Hvað er vandamálið? 

Kærið Brown!
Ákvörðun sem tekur hálftíma og þarf ekki að tala um.  Svo tekur reyndar við áratugur hið minnsta í málaferlin, en látum það liggja milli hluta.

En, nei.  Íslensk þjóð hleypur eftir skipunum Haarde, sem birtast á tveggja daga fresti - og þjóðin ætlar að missa sitt síðasta tækifæri til að breyta einhverju á skitnum, siðspilltum klaka.
Brown hafði e.t.v einhver áhrif á efnahag Íslendinga.  Um það skal ég ekki segja hér. 

En ljóst er að hann hefur gjörsigrað heilabú duglausra Íslendinga.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki veit ég hvað er svona erfitt að skilja, Baldur. Auðvitað er almenningur ekki fjármálasérfræðingar, hvorki á íslandi, bretlandi né annars staðar. Fólk sækir sér ráðgjöf sérfræðinga og vonar kannski að ábyrgir stjórnmálamenn og fjölmiðlar, ásamt eftirlitsstofnunum hafi vit fyrir það og segi því að t.d. skipta um ávöxtunarleiðir ef áhætta er orðin meiri en svo að örlítið hærri vextir séu þess virði. 

Ímyndaðu þér einkadómsmál í tilfelli Bresks fjárfesti; ef varnaraðili getur sýnt fram á að meintur þolandi hafi fengið viðvörun þá væri hægt að tala um tómlæti.

Fjármálsnillingarnir, stjórnmálamennirnir, eftirlitsstofnanirnar og fjölmiðlarnir á Íslandi brugðust. Mín spurning er; fengu Breskir fjárfestar/innlánseigendur rökstudda viðvörun sem sanngjarnt er að segja að hafi verið hunsuð og tómlæti þá auðsýnt? Fengu Íslenskir fjárfestar/innlánseigendur nokkra einustu viðvörun punktur?

Vil árétta að mér vitanleg hef ÉG ekki tapað krónu. Var hvorki með áhættusöm græðgi-innlán né vafasamar skuldir. Minn pirringur stafar því ekki af neinu slíku.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 22:57

5 identicon

Tja....ég skal ekki segja Friðrik.  Þegar ég bannaði konu minni að setja svo mikið sem eitt einasta pund af sparifé okkar inn á íslenska banka, var það sökum upplýsinga frá Íslendingum (Þorvaldi Gylfa. og fleiri).

Fengu íslenskir fjárfestar/innlánseigendur aðvörun?  Já.  Fullkomna.  Og hana bara þó nokkuð ítarlegri en hjá meðaljóninum í Bretlandi.

Annars þykir mér þetta ótrúleg umræða að þjóðin sem nú vill byggja upp traust, skammast helst í erlendum fyrir að hafa treyst á sínum tíma.  Allt þeim að kenna.

Ísland minnir á forsmáðan alkóhólista sem ýmist gargar skammir á alla í kringum sig eða vælir á næstu öxl.  Ég get ekki borið snefil af virðingu fyrir þjóðinni meðan hún er í þessum fasa.

Ef menn vilja byggja upp traust, er fyrsta skrefið að viðurkenna handvömm hingað til, hreinsa til í kerfinu og lofa bót og betrun.  Með báða fætur á jörðinni og höfuðið hátt.  Þá fylgir orðsporið með.
Þá og þegar það gerist skal ég hafa trú á Íslendingum.

Hvað segir þú annars með Finna og Kaupþing?

Annar tengill hér (texti undir mynd)

Af hverju lokuðu Finnar á Kaupþing tveim dögum áður en Brown?  Má tala um þetta?

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég endurtek: Fjármálsnillingarnir, stjórnmálamennirnir, eftirlitsstofnanirnar og fjölmiðlarnir á Íslandi brugðust. Gott hefði verið að geta einbeitt umræðunni að þessum aðilum. Brown gerði þessum aðilum mikinn og óþarfan greiða. Ég er aðallega upptekinn af Brown vegna þess - hef skrifað nóg um okkar innlendu aðila til að teljast ekki heltekinn af erlendum sökudólgum.

Hef ekki kynnt mér Finnska málið en geri það kannski... einhvern af næstu dögum.

Mér sýnist nú ekki miklar líkur á því að þú munir bera mikla virðingu fyrir íslendingum á næstu árum...

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 23:27

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

... jú, jú, einstaka raddir risu upp gegn samtryggingunni, Þorvaldur, Guðmundur Ólafsson, Ragnar Önunarson og fleiri. En ráðamenn létu nægilega skýrt í því skína að þetta væru kverúlanta-sjónarmið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 23:29

8 identicon

Hvað get ég sagt?

Svarið þykir mér gott.  Og húmorískt.

Hef ekki skoðað íslenskar síður mikið undanfarið og er kannski að hrópa að þér of hátt.....skamma X fyrir Y (eða hvernig sem orðatiltækið er).
Ég dreg mig í hlé.

Í bili

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég held ekki að ég hafi verið að taka of mikið til mín og allsendis ekki að vonast til að þú drægir þig í hlé. Komdu eins oft og þú vilt og rífðu eins mikinn kjaft og þú þarft! Við erum áreiðanlega ekki sammála um allt en það angrar mig ekki...

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 00:47

10 Smámynd: Sigga Hjólína

Afsakið að ég komi hér inn í tveggja manna tal en þar sem sérfræðingarnir áttu að vita betur en pöbullinn (ég og hinir jónarnir), þá var væntanlega ekki málið að hvetja okkur til að taka út úr bankanum (eða leggja ekki inn eins og herra McQueen hér að ofan) heldur að Fjármálaeftirlitið krefðist þess að bankarnir leggðu fram meiri tryggingu, umfram þessa skyldu-lágmarkstryggingu fyrir innlánum? Og þeir sýndu fram á hvernig þeir myndu lækka áhættumatið? Og að þeir hættu að taka við erlendum innlánum til að lána útrásarvíkingunum fyrir brölti utan landssteinanna?

Sigga Hjólína, 18.10.2008 kl. 01:26

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekkert að afsaka! Þegar ég tala um að FME hafi brugðist þá er það í tvennum skilningi; annars vegar hafði FME ekki almennileg vopn og hins vegar virðist hafa verið takmarkaður áhugi eða beinar og óbeinar hindranir gegn því að FME notaði þó þau vopn sem útveguð voru.

Þú mátt ekki gleyma því að frjálshyggja hefur verið pólitísk stefna frá amk 2001 (sama ár og bindiskylda var aflétt af bönkunum). Stefna sem gerir ráð fyrir lágmarks "afskiptum" ríkisins af atvinnulífinu, lágmarks "eftirlitsiðnaði" og hámarks frelsi til athafna, góðra sem slæmra. Er það ekki?

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 01:43

12 Smámynd: Sigga Hjólína

Hver átti að stíga á bremsuna? Hvernig átti bremsan að vera? Frjálshyggja þýðir ekki ábyrgðarleysi er það? Eða hvað?

Sigga Hjólína, 18.10.2008 kl. 01:52

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bremsan átti að vera skynsamlegar leikreglur. Siðferðileg mörk. Frelsi er fínt þar til það skapar helsi. Það hefur nú gerst. Löggjafar- og framkvæmdarvaldið átti að smíða þær bremsur. Kapp er best með forsjá. Mönnum ber að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það á ekki að bjóða fílum inn í postulínsbúð.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband