Einn inn annar væntanlega út

Steingrímur Ari Arason er enn einn frjálshyggjumaðurinn til að fá stöðu innan heilbrigðis- og tryggingageirans og eru þeir nú orðnir svo fjölmennir á þeim slóðum að ekkert annað getur blasað við en aukin frjálshyggjuvæðing velferðarþjónustunnar. Þótt frjálshyggjan hafi beðið eftirminnilegt skipbrot.

Með tilkomu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisráðuneytið og eftirgjöf Samfylkingarinnar er þessi málaflokkur æ meir undir stjórn Guðlaugs Þórs, Péturs Blöndal, Ástu Möller, Benedikts Jóhannessonar og nú Steingríms Ara Arasonar. Sumir fagna þessari þróun en ég hygg að fleiri og æ fleiri beri ugg í brjósti.

Aftur á móti virðist innvígður og innmúraður Valhallar-lögfræðingur vera á útleið afar fljótlega. Komið hefur í ljós og frá því sagt á visir.is (hér), að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hafi ekki einasta verið hluthafi í Landsbankanum (gamla, hans Bjögga), heldur hafi Baldur selt þessa hlutafjáreign sína mánuði áður en bankinn "sökk".  Hjá visir.is kemur fram sú fullyrðing Baldurs að hann ekki haft meiri upplýsingar en þær sem markaðurinn hafði. 

Þetta er augljóslega rangt. Hann reynir að passa orðalagið, en það tekst ekki að klóra yfir fölsunina. Nú vita allir um Bresku skýrsluna sem stungið var undir stól eftir sérstaka kynningu hérlendis - það var kolsvört skýrsla og hún var eftir því sem fram hefur komið kynnt Landsbankamönnum, mönnum frá fjármálaráðuneytinu og handfylli af öðrum. Þessar upplýsingar höfðu baldur og félagar en markaðurinn ekki.

Ég fæ ekki betur séð en að innherjaupplýsingar hafi verið misnotaðar. Þessa sölu beri að afturkalla. Og að einhver eigi að axla ábyrgð.


mbl.is Steingrímur Ari forstjóri sjúkratryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur

Það er alveg ljóst að engin ætlar að taka ábyrgð nú frekar en vant er, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn. Enda gerir engin neitt til þess að neyða menn til þess. Íslendingar kunna ekki að mótmæla, nema þá í bloggheimum, og það skilar engu. því miður eru allar líkur á að þessir ósvífnu menn munu halda sínu striki og við tökum skellinn af því eins og vant er, þrælsóttinn er slíkur hjá fólki.

Þórhallur, 17.10.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Athygli vakin á því að Steingrímur Ari gekk frá borði í nefndinni sem átti að gefa sölu ríkisbankanna heilbrigðisvottorð. Eða man ég þetta ekki rétt?

En hvað ráðuneytisstjórann áhrærir þá er hann einn í hópi þeirra sem voru heppnir með tilviljanir! síðustu vikurnar.

Árni Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég þekki Steingrím Ara ekki af nema góðu einu, hann er gamall skólabróðir minn og ég veit ekki til annars en hann sé strangheiðarlegur og mikill prinsipmaður. Hann hefur hins vegar verið í Sjálfstæðisflokknum en varla er svo komið að það sé mannorðsmorð á Íslandi. Það er rétti tíminn núna til að rifja upp að Steingrímur Ari sagði sig á sínum tíma úr einkavæðingarnefndinni sem fjallaði um sölu bankanna vegna vinnubragða þar. Það væri ágætt að fá hann sem einn álitsgjafa á því sem nú hefur gerst svona til mótvægis við marga þá sem núna tjá sig en voru þó með einum og öðrum hætti á sínum tíma undir hælnum á þeim mönnum sem kallaðir eru útrásarvíkingar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.10.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk þið. Salvör; ég get vel tekið undir að Steingrímur Ari eigi margt gott í sér og hafi sín prinsipp. Ég er meira að tala um "trendið". Ég var og búinn að gleyma úrsögn hans úr einkavæðingarnefndinni og væri ágætt að fá upprifjun um ástæðurnar þar að baki.

Mér dettur í hug að nefna málaleitan okkar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það apparat og Alþjóðabankinn (og meira að segja ESB) hafa staðið fyrir "skilyrðum" og fyrirskipunum um allan heim um aukna frjálshyggju og "aðhald í ríkisrekstri". Mér hugnast ekki liðinni frá þessum aðilum ef skilyrðin eru aukin frjálshyggja - nú þegar við blasir að nýfrjálshyggjan hefur beðið eftirminnilegt skipbrot. Ég myndi frekar samþykkja skilyrði um virkara eftirlit og hömlur á þann hákarla-kapítalisma sem ástundaður hefur verið! Skilyrði um að almennir borgarar verði verndaðir gegn uppivöðslusömum og óábyrgum kapítalistum! Hvað umræðuefni færslunnar varðar myndi ég vilja sjá skilyrði um að velferðarkerfið okkar verði ekki rústað í þágu nýfrjálshyggjunnar!

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband