Förum í mál við Brown og Breta

 Brown réttir einhverjum öðrum en Íslendingum höndina.

Eftir að hafa þrælað í gegnum athugasemdir við grein Ben Murray (hér) er ég dolfallinn og ekki bara sorgmæddur heldur fjúkandi reiður í garð Gordon Brown, Alistair Darling og Breta yfirleitt. En alvarlegar spurningar vakna í leiðinni og ég geri þá kröfu til fjölmiðla að þeir óski eftir og birti útskrift af símtali Árna Matt og Darling. ÞETTA ER BRÁÐNAUÐSYNLEGT.

Það er ljóst að tilfinningar eru sjóðheitar milli Breta og Íslendinga nú. Hygg að það væri skynsamlegt fyrir Breta hér og Íslendinga í Bretlandi að haska sér heim, heilsunnar vegna. Skaðinn af yfirlýsingum Darling og Brown er óskaplegur og ég tek undir með þeim röddum sem segja að Ísland eigi að höfða mál gegn Bretlandi vegna hruns Kaupþings-banka. En ég er líka húrrandi reiður, líka fjúkandi reiður yfir því að reiðin í garð "snillinganna" er allt í einu óverðskuldað komin í annað sæti!

Ég vona að England tapi fyrir Kazakstan í fótboltanum í dag - og er þá mikið sagt, því ég hef verið einlægur aðdáandi Enska boltans, Bretlands almennt og haldið með Verkamannaflokknum þar í landi.

Þessi færsla var skrifuð eftir að ég taldi nokkrum sinnum upp að 10.


mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eigum við að fara saman í "reiðistjórnun" Friðrik?

Haukur Nikulásson, 11.10.2008 kl. 11:44

2 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér Friðrik, nú á að láta hendur skipta (ekki beint heldur eftir lagalegum leiðum) og reyna að knésetja Breta. Það er hægt og þeir meiga ekki við því.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fín færsla og miðað við hvernig skoðanakönnun um málaferli fer af stað á minni síðu  ert þú ekki einn um þá skoðun að fara eigi í mál við Breta.

Ég held með Kazakstan. 

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held með Bretum. Má ekki skilja reiði þeirra? Hvað myndiu Íslendingar segja um Breta ef tugþúsudnir Íslendinga hefðu misst sparifé sitt af þeirra völdum? Annars vil ég ekki setja samasemmerki á milli þjóða og stjórnvalda. Öll stjórnvöld eru skíthælar en þjóðir eru ágætar.  Svo finnst mér þetta allt saman bara smámál! Endurkoma Krists, sem vér nú væntum, er hins vegar stórmál!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.10.2008 kl. 12:00

5 identicon

Málið ER að Gordon Brown og hans hyski hefðu betur mátt telja upp á tíu, á diplímatíska vísu, áður en þeir spúðu eitrinu. Og hefðu þá farið betur að ráði sínu en Davíð og kannski Árni. Það er nefnilega alveg satt að Davíð talaði þannig að í þeirri taugaveiklun og vantrausti sem nú ríkir hvarvetna, mátti skilja hann svo að Íslendingar myndi á endanum EKKI geta borgað nema 5-10% af skulum "óreiðumannanna". Kannski var það raunsætt. Alveg tvímælalaust dómgreindarlaust að segja það. EN KOMMON,hefði þetta darling-dót ekki getað athugað málið, hringt aftur? Höfðu þeir einhverja raunverulega og staðfesta ástæðu til að trúa því að Ísland ætlaði með vilja að skrúfa fyrir kranana? Má ekki ætlast til almennrar skynsemi og hefða um mannleg samskipti af ráðherrum Bretaveldis? Þeir LÉKU sér að því að knésetja stærsta fyrirtæki 300þúsund manna þjóðar!!! Og hvað greiða þegnar hans á því? SUE THEM!! Og svo bara anda rólega og ekki gleyma að DANSA Í ELDHÚSINU!

Oddný Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Breska heimsveldið má muna fífil sinn fegri. Þetta stórveldi, sem réði yfir öllum heimi og naut virðingar slær sér nú upp á því að ráðast á örþjóð. Skammarlegt.

Theódór Norðkvist, 11.10.2008 kl. 13:50

7 Smámynd: Guðbjörg Hildur Kolbeins

Af hverju í ósköpunum ganga menn út frá því sem vísu að Bretar hafi átt þátt í falli Kaupþings?

Það þurfti að finna sökudólg og í þessu tilfelli var Bretum kennt um. Mínar heimildir herma að Kaupþing hefði ekki getað staðið krísuna af sér. 

Guðbjörg Hildur Kolbeins, 11.10.2008 kl. 14:20

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef líka rennt í gegnum nokkra breska bloggþræði og sýnist að meirihlutinn fylgi Brown að málum - þær eru svo sannarlega ekki frýnilegar sumar athugasemdirnar í garð íslendinga almennt.  Þarna opnaði Brown Pandóruöskju sem hann hefði betur látið ósnerta.

Hvað reiðina snertir, þá mun vera versta úrræðið að byrgja hana inni...

Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vek athygli á því að brezki þingmaðurinn Daniel Hannan tók upp hanskann fyrir Íslendinga fyrir helgi á bloggsíðu sinni og í athugasemdum við tvær færslur um málið sem hann ritaði er leitun að fólki sem bölvar Íslendingum. Flestir bölva Brown. En hugsanlega hefur þar áhrif að Hannan er íhaldsmaður og bloggsíðan hans er á vef Daily Telegraph. En engu að síður, kíkið á þetta.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 14:58

10 identicon

Eftir nánari umhugsun eða í kjölfarið á samtali mínu við reiða vinkonu (er maður kannski alltaf sammála síðasta ræðumanni?), er ég komin á þá skoðun að  Kaupþing hefði kannski ekki átt sjens hvort eð er. Tek þó ekki aftur orð mín um Brown og breyti ekki þeirri skoðun að maður eigi að ætlast til ábyrgra orða og gjörða af valdamestum mönnum heimsins, sem og okkar eigin herrum.  

Oddný Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 15:55

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er sjálfsagt að skreppa á reiðinámskeið með Hauki og fleirum. Það þyrfti mörg skipti og aldeilis frábæran námskeiðshaldara.

Hvað Guðbjörgu varðar (sem ekki leyfir komment á bloggi sínu) þá kann vel að vera að kaupþing hefði hvort eð er rúllað. Ráðamenn tala gegn slíkri ályktun og víst er að Brown og Co. tryggðu að svo yrði. Ég geng vissulega út frá því að gögn muni sína að Brown fór með skaðlegar lygar - en um leið krefst ég þess að að fram komi með óyggjandi hætti hvort Brown hafi haft nokkuð fyrir sér um afstöðu Íslenskra ráðamanna og þá ekki síst með útskrift/birtingu á samtali Darlings og Árna Matt eða að Bretarnir vísi þá til annars, staðfesti til dæmis að orð Davíðs Oddssonar í Kastljósi hafi ljáð orðum Browns vængi. 

Ég hef ekki heldur enn séð innihald bréfs Browns til Geirs, þar sem sagður er sáttatónn. Bretar verða að fá að sjá hversu Brown þá breytti snöggt um "attitjúd".

Ég er enginn aðdáandi Geirs, en á bágt með að hann ráðist að Brown með ásökunum um ruddaskap og hafa sökkt Kaupþingi, og hóti þeim málsókn - bara út í bláinn. Ekki á sama tíma og hann er að setjast niður með Breskri sendinefnd.

Sjáiði muninn á viðbrögðum Breta og Hollendinga, en báðar þessar þjóðir höfðu ástæðu til að bregðast við á nákvæmlega sama hátt. Munurinn er Brown og kjafturinn hans.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 16:25

12 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Vek athygli á því að upphafið að þessum óþarflega hörðu viðbrögðum breta voru orð Davíðs í Kastljósi. Höfum minna en engan trúverðugleika meðan hann er seðlabankastjóri. Hef frá fyrstu hendi að Nígeríumenn skilji ekki í að engin séu gjaldeyrisviðskipti við Ísland

Bjarnveig Ingvadóttir, 11.10.2008 kl. 16:56

13 identicon

Reiði á fullkomlega rétt á sér, en er ekki lágmark að sýna stillingu gagnvart almennum borgurum í Bretlandi? Það er óþarfi að setja samasemmerki á milli Browns og Darlings annars vegar og bresku þjóðarinnar hins vegar.

Svíður okkur ekki undan því þegar samasemmerki er sett á milli íslenskra útrásarvíkinga og okkar Íslendinga almennt, sem erum nú að borga fyrir þeirra mistök? 

Hildur (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 17:43

14 Smámynd: Fanney og Elís

Mikið er ég sammála þér og Kristínu (var að lesa hennar blogg) um að það er bráðnauðsynlegt að fá að sjá þetta samtal og Árna og Darling.  Reið var ég, en það stig sem ég er að komast á lýsir orðið reiði varla.  Þvílíkt ansk.  klúður.

Fanney og Elís, 11.10.2008 kl. 17:51

15 Smámynd: ÖSSI

Mikið er ég sammála þér..það virðast margir vera búnir að gleyma hverjir komu okkur í þessi vandræði..

ÖSSI, 11.10.2008 kl. 17:57

16 identicon

Brown henti okkur í lið með Osama og Al Kaída svo kannski maður ætti að fara enda kommentin á „Lifi Osama og Al Kaída?“

Og hvenær kemur svo innrás frá hinum viljugu þjóðum til að upptæta hryðjuverkamenn hér?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:25

17 identicon

Já blessaður vertu, yfirlætið og fyrirlitningin hjá Gordon Brown er ótrúleg. Þessir menn lifa í draumaheimi nýlendustefnunnar. Ég segi það sama og þú, ógeðfellt bara.

Greinin eftir Roy Hattersley er líka sannkölluð svívirða í alla staði. Þvílík stertimenni segi ég bara.

Annars geri ég ráð fyrir því að Baugur fari niður um helgina, það verður ekki til þess að létta róðurinn gagnvart bretum.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:42

18 Smámynd: ViceRoy

Troddu skoðunum þínum til breta í þitt eigið r***gat... þú skal ekki halda að bretar standi að þessum skoðunum, frekar en við Íslendingar stöndum að þeim skoðunum sem bretar hafa haft um okkur Íslendinga. Þeir standa um eigin hagsmuni en stóðu þeir að heimskulegri aðgerð Gordon Brown og Allistair Darling?

Ekki frekar en við stóðum ekki vörð um eigin hagsmuni, þ.e. að þrengja að hagsmunamönnum og útrásaraðilu.

Við sitjum með sárt ennið og leitum að blóraböggli sem virðist alltaf benda á Davíð Oddson... En málið er að við sitjum með sárt ennið því við sáum ekki eigin vandamál, við eyddum of miklu, tókum of mikil lán og okkar stærstu viðskiptajöfrar tóku of mikla áhættu og ríkisstjórnin leyfði þeim það... er þetta einum manni að kenna?

Nei þetta er okkur öllum að kenna, mér og þér að kenna til lengdar... En upp á móti sáum við þetta ekki koma, frekar en Icesave mönnum og þeirra reikningseigendu. Samkvæmt því sem maður horfir á, hefðu bresk stjórnvöld (Miðaða við gengi íslenskra banka) átt að taka út sparifé og vara breska eigendur við Icesave. Ekki að beita okkur hryðjuverkalögum  og loka og frysta eigur íslenskra eiganda...æ

Breska kefið stendir jafnfætis okkur þegar kemur að breskum bönkum, þeir hafa hagsmuni að gæta eins og við, en við stöndum hins vegar lægra í fæðukeðjunni. Við erum mun nær gjaldþroti en bretar nokkru sinni og aðgerðir Browns setja okkur í nær gjaldþroti en nokkur annað sem gert hefur verið

Ég meina það, Rússar standa okkur nærri, kannski þeir hafa áætlanir í huga... en Íslendingar standa saman með Evrópu og munu aldrei styðja þær áætlanir Rússa sem þeir hafa í huga... Í Íslands augum er þetta lán eingöngu lán og lítið annað. VIð stöndum sterkara en við höldum

 Vinaþjóðir standa okkur nærri þótt þeir styðji okkur ekki í þessu.

Þegar til lengdar er litið... þá stöndum við vel og munum standa vel

ViceRoy, 12.10.2008 kl. 00:14

19 Smámynd: Guðbjörg Hildur Kolbeins

Það væri gaman að vita hversu margir starfsmenn bankanna hér á landi hafi reglubundið fært fé yfir á reikninga í breskum bönkum, eins og dæmi eru um. Fólk virðist ekki hafa treyst íslensku bönkunum betur en þetta.

Guðbjörg Hildur Kolbeins, 12.10.2008 kl. 00:49

20 identicon

Ég vildi óska að þú tækir af þér hárkolluna og verðir aftur gamli Friðrik Þór.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 00:49

21 identicon

Sæþór og Ragnhildur, þurfið þið ekki bara að fá ykkur öllara?

Guðbjörg, ég veit ekki hvort það þykir svo fullvíst að KB banki hefði hangið uppi til lengdar. En aftur á móti er ljóst að Gordon Brown slátraði bankanum á þessum tímapunkti. Þannig er nú það.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 02:28

22 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka ykkur öllum umræðuna, líka þessum með endaþarmsáhugann. Ég skrapp í Borgarfjörðinn og Baula róaði mig talsvert niður; Norðurárdalurinn er magnaður og fegurðin þar um slóðir hefur ekkert breyst þótt mannlífið sé á hvolfi.

Reiðin hefur minnkað, en ég er samt ekki sammála herra biskupnum; jú umhyggja er mikilvæg, en leitin að blórabögglum, þ.e. þeim sem bera ábyrgðina, má ekki bíða að mínu viti og fyrirgefningin getur komið síðar. Það verður að taka á báðum árum því annars róum við í hringi!

Það er sjálfsagt að hleypa nú reiðinni úr efsta sætinu, en ekki til að taka upp linkind í staðinn. Það þurfa æði margir nákvæmrar skoðunar við; "snillingarnir", eftirlitsstofnanirnar, stjórnmálamennirnir og ekki síst fjölmiðlarnir, sem sváfu á vaktinni. Fáir geta borið höfuðið hátt, helst þó Ragnar Önundarson sem fengi mitt atkvæði ef forsætisráðherra væri kosinn beinni kosningu (lágmark Bessastaði fyrir hann).

Að lokum árétta ég og undirstrika: spilun og útskrift af samtali Mathiesen og Darling STRAX! Brown og Co. vísuðu til þess en ekki til orða Davíðs. Ef þeir meintu í raun orð Davíðs þá skulu þeir segja það og staðfesta.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 15:43

23 Smámynd: Halla Rut

Ég er sammála þér Friðrik.

Hvernig getum við ekki verið reið þegar búið er að setja börn okkar og barnabörn í ævilangan þrældóm? 

Svo finnst mér Björgúlfur sleppa með ólíkindum en hann hefur gert mesta skaðann af þeim öllum og stendur samt eftir auðurgur maður, á Actavis og fl. Lét meira að segja sendisvein sinn koma fram í sjónvarpi til að upplýsa þjóðina að hann væri alls ekki farinn á hausinn og var stoltur af því.

Halla Rut , 12.10.2008 kl. 19:41

24 identicon

Ragnar Önundarson var magnaður og hugsaði ég það nákvæmlega sama, þessi maður á að vera á þingi.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:44

25 identicon

"Aðalritari breska fjármálaráðuneytisins, Yvette Cooper, sagði í viðtali við BBC að eignirnar verði ekki affrystar fyrr en samningar hafa náðst við íslensk stjórnvöld um greiðslu innlánanna."

http://m5.is/?gluggi=frett&id=61219

Telegraph (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:11

26 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Telegraph-fréttin samkvæmt Viðkiptablaðinu:

"Bresk stjórnvöld hafa fryst eignir Íslendinga í Bretlandi að andvirði meira en 4 milljarða punda. Lagaheimild til þessa fæst úr lögum gegn hryðjuverkastarfsemi.

Talið er að innistæður Breta á reikningum Kaupþings, Landsbankans og Glitnis nemi samtals um 3 milljörðum punda svo að frystu eignirnar ættu að tryggja að innistæðueigendur fái fé sitt aftur í hendur.

Telegraph greinir frá þessu.

Aðalritari breska fjármálaráðuneytisins, Yvette Cooper, sagði í viðtali við BBC að eignirnar verði ekki affrystar fyrr en samningar hafa náðst við íslensk stjórnvöld um greiðslu innlánanna.

Talið er að samkvæmt samkomulaginu sem nú er unnið að milli Breta og Íslendinga muni eigendur lítilla innistæðna fá sína inneign borgaða út á undan stærri fyrirtækjum og stofnunum".

Bretar sem sagt frystu innistæður Breta á reikningum allra bankanna þriggja, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, sem nema samtals um 3 milljörðum punda. Og halda í gíslingu þar til um semst. Hvað er svonalagað kallað?

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 23:33

27 identicon

Ég legg til að við förum að ráðum Bjarna Önundarsonar og semjum ekki við neinn.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband