Frysta skal eigur "snillinganna"

Reiðin er vondur húsbóndi, sagði lögfræðingur sem sendi mér tölvupóst í dag og er ósáttur við blammeringar mínar í garð samflokksmanna sinna, Geirs og Davíðs. Þetta er allveg satt og auðvitað á maður að "telja upp að 10" - vandamálið er bara að ég er búinn að telja og telja og er kominn hið minnsta upp í sex hundruð sextíu og sex, en er enn fjúkandi reiður.

Reiðin út í Geir og Davíð kemst þó ekki í hálfkvist miðað við reiði mína í garð "snillingana", þessa 20-30 sem Vilhjálmur Bjarnason hefur talað um. Reiðin minnkar ekki við að lesa um að „Bílskúrssölur“ séu nú hafnar á eigum íslenskra banka erlendis. Nú les maður um kaup ING í Bretlandi á Edge og Heritable bönkunum þar í landi, sem voru í eigu Kaupþings og Landsbankans, sölu á Kaupþingi í Svíþjóð, sem kunni að enda í höndum sænska seðlabankans, fáist ekki kaupendur og að dótturfyrirtæki Glitnis í Finnlandi sé til sölu. Útrás "snillinganna" er á brunaútsölu.

Hvar eru "snillingarnir"? Flognir burt á einkaþotunum? Hvað tóku þeir með sér?

Það verður tafarlaust að frysta eigur "snillinganna", ef ekki fyrir okkur þá upp í svikin við sparifjáreigendur útlendinganna sem þeir sviku. Þetta er mín krafa og undir hana tók starfsmaður Seðlabankans sem ég hitti áðan. Erlendis eru menn farnir að frysta eigur þessara manna og fyrirtækja þar og þetta eigum við að gera hér.

Já, reiðin er vondur húsbóndi. En sá húsbóndi þarf ekki þar af leiðandi að hafa rangt fyrir sér. Meðan "snillingarnir" koma ekki fram og tala beint við þjóðina þá verður reiðin áfram húsbóndinn, hversu vondur sem hann er.


mbl.is Ísland á „bílskúrssölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Frysta hvað?  Ekki vissi ég að hægt væri að frysta loft.

Ég tel mig vera með betri lausn: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/665910/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.10.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið er ég sammála þér Friðrik

Sigurður Þórðarson, 8.10.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Eiga þeir ekkert hér nema loft? Eru þeir búnir að stinga öllu undan? Selja fasteignirnar; húsin og jarðirnar? Tæma allt?

Ef svo er þá er uppástunga þín, Vilhjálmur Örn, eingöngu lágmarkskrafa: "Þá aðila sem óskundanum hafa valdið og sem hafa eyðilagt orðstír Íslendinga meðal þjóðanna, ber að hneppa í varðhald hið fyrsta og láta þá vinna þjóðinni til heilla, en ekki aðeins sjálfum sér".

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 15:38

4 identicon

Sé bísinn hálf-klár þá geymir hann ekki „góssið“ heima hjá sér.

En hverjir af þessum „séntilmönnum“ býr hér með lögheimili?

Cayman-eyjaskráðar flugvélar koma hingað ekki aftur !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:00

5 identicon

Á vefsíðu Viðskiptablaðsins má lesa eftirfarandi um eignir Landsbankans í Bretlandi:

"Jafnframt hafa allar eignir Landsbankans á Bretlandseyjum verið frystar þangað til að framtíð bankans liggur fyrir og staða skuldbindinga bankans liggja fyrir."

Ekki var verið að tvínóna við hlutina á þeim bænum !

En skipti svona nokkuð máli í dag? Er ekki „listaverkasafnið“ gleymda úr Landsbankanum löngu horfið?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:05

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ef það er horfið þarf að sækja það sem þýfi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 17:22

7 identicon

Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís

//
Viðskipti | mbl.is | 8.10.2008 | 17:04

Novator ekki að selja eignir

Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, er ekki í neinum viðræðum um sölu eigna og enginn þrýstingur sé á félagið um slíka sölu. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir Ásgeiri Friðgeirssyni, talsmanni Björgólfsfeðga. Finnskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að viðræður væru um að Novator myndi selja hlut sinn í finnska farsímafyrirtækinu Elisa. Hlutur Novators í félaginu er um 10%.

Neitar Ásgeir þessu í samtali við Reuters og segir að ástandið á íslenskum fjármálamarkaði hafi ekki áhrif á starfsemi Novators og ekki sé nein ástæða til neyðarsölu á eignum félagsins.

Meðal eigna Novator er hlutur í finnska íþróttavörufyrirtækinu Amber Sports en samkvæmt vef Amber nemur hlutur Novators 10,5%.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:08

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Má til með að rifja upp gamalt blogg mitt, svona til að kreista fram brosviprur:

Makalaus skrif á bls. 58 í Fréttablaðinu í dag. Þar er sagt frá kvennaferð til London og ekki annað að skilja en að konurnar, þekkt nöfn, hafi allar sem ein kiknað í hnjáliðunum við að sjá og heyra í einu eintaki af útrásarkörlum landsins opinbera snilli sína. Í frásögn blaðamannsins hdm segir frá því að konurnar hafi farið á "glæsihótel" að hlusta á Hannes Smárason. Síðan segir:

 

".. en það var sjálfur forstjórinn, Hannes Smárason sem mætti á svæðið.  Mjög góður rómur var gerður að máli Hannesar og því hvernig hann kom fyrir, enda talaði hann blaðalaust og var mjög alúðlegur.  Hafði ein viðstaddra á orði að þarna hefði Hannes breytt áliti um 100 kvenna á sér á svipstundu".

 

Hvaða álit höfðu þær annars á Hannesi fyrir, spyr ég? Að hann gæti ekki talað blaðlaust og verið alúðlegur? Eða eitthvað þaðan af verra? Kjaftfor flugdólgur kannski? Kvenfjandsamleg karlremba? Það fylgir reyndar ekki sögunni hvað Hannes sagði sem var svo gríðarlega jarðskekjandi að 100 konur skiptu um skoðun. Af hverju er ekki sagt frá þvílíku afreki betur, þannig að við hinir dauðlegu getum lært af? Er nóg að tala blaðlaust og vera alúðlegur eða skiptir máli hvað sagt er? Ég spyr konur að þessu: Eru umbúðirnar svona mikilvægar en innihaldið aukaatriði. Læknar sjarmi bull? Svo má bull bæta að vera sjarmerandi?

 

Ef karlahópur hlýddi á t.d. Rannveigu Rist eða Guðfinnu Bjarnadóttur og haft væri eftir einum þeirra að konan hefði komið á óvart, talað blaðlaust og verið alúðlegt og breytt áliti 100 karla á henni - myndi maður ekki heyra hávær ramakvein?

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 21:09

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Og önnur lítil upprifjun frá 28. júní sl.:

"Já, ég er í vondu skapi. Afskaplega vondu skapi og þá einkum vegna fyrri fréttar í dag þess eðlis að íslensku viðskiptabankarnir eru hugsanlega að koma Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef. Bankafíflin eru búin að kæra út og suður í tilraun sinni til að knésetja Íbúðalánasjóð, af því þeir vilja ekki að Íbúðalánasjóður flækist fyrir þeirri fyrirætlan sinni að blóðsjúga íbúðarkaupendur og sitja einir að því í sinni samtryggingu. Ég fæ hroll að sjá þennan Guðjón Rúnarsson heimta niðurlagningu Íbúðarlánasjóðs. Af því að ég veit að Íslensku bankarnir hafa engan áhuga á "eðlilegum markaðslögmálum" heldur vilja fá að okra á sem flestum í samkeppni við sem fæsta".

(Já, ég fer reglulega í vont skap yfir þjóðfélagsþróuninni. Lái mér hver sem vill)

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 21:14

10 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ég er ekki reiður, en samt hjartanlega sammála þér! Þessir herramenn eiga ekkert í þeim eignum og peningum sem þeir eru skráðir fyrir. Það er ekkert minna en heilbrigð skynsemi sem kallar á aðgerðir af þessu tagi. En það virðist djúpt á henni um þessar mundir hjá landsfeðrunum.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 9.10.2008 kl. 00:01

11 identicon

Það er allt í lagi að verða reiður yfir hlutum sem þessum og mjög reiður.  Reiðin verður ekki húsbóndi manns nema að hann gefi henni varanlegan sess í hjarta sínu.

Heiðrún (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 00:25

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, nei, reiðin heldur sér í höfðinu. Hjartað er frátekið fyrir fólkið mitt.

Svona til að sýna að maður geti líka verið jákvæður langar mig til að rifja upp hressilega jákvæðni dr. Hannesar Gissurarsonar í Mannlífi (2004 minnir mig):

“Forstjórar á Íslandi voru, að mínum dómi, með óeðlilega lág laun á sínum tíma. Ef þeir hafa fengið myndarlegar kauphækkanir þá er það æskilegt, enda sýnist mér á tölunum um betri launakjör almennings að forstjórarnir hafi skapað öðrum betri kjör. Það hefur verið stritað á Íslandi í þúsund ár. Það er ekki fyrr en stritið er skynsamlega skipulagt sem það fer að skila ávöxtum, og þessa skipulagningu og hagræðingu annast forstjórarnir, framkvæmdamennirnir, fjármagnseigendurnir. Þeir eru dráttarklárar atvinnulífsins. Með harðnandi samkeppni um fjármagnið verða mistök einstakra forstjóra líka fljótar leiðrétt, ólíkt því sem áður var. Við eigum að samgleðjast forstjórunum í stað þess að öfunda þá".

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 01:08

13 identicon

En hvað ætli margir fuglarnir séu flognir úr hreiðrinu og komi ekki aftur?

Ætli visitasía Björgólfs Thors í Ráðherrabústaðinn um helgina hafi verið sú síðasta?

Var búið að borga húsið á Fríkirkjuvegi?

Mikið erum við svo heppinn að hús Listaháskólans líti ekki dagsins ljós við Laugaveginn -svona smá ljós í myrkrinu.

Má í raun ekki segja að farið hafi fé betra og ef uppvaðslan hefði gengið lengur hefði þjóðarskútan sokkið?

En getur verið að sumir verði hundeltir af einhverjum öðrum en Íslendinum hvar sem þeir reyna að fela sig í útlandinu?

Lási Bond (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 01:09

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi tilvitnun í Hannes Hólmstein er algjörlega óborganleg! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:41

15 identicon

Getu einhver sagt mér hvar ég finn þetta viðtal við Vilhjálm Bjarnason þar sem hann talar um þessa svokölluðu "20 útrásar pappírs pésa" ég finn það hvergi?

Jobbi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:56

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ah... Villi Bjarna nefndi þetta reyndar í samtali við erlendan fréttamiðil sem síðan annað hvort Stöð 2 eða RÚV spilaði úr. Mér skilst að síðan hafi útvarp (RÚV eða Bylgja) fylgt því eftir og þá hafi Villi Bjarna meira eða minna nafngreint þessa 20 til 30 eða útskýrt það nánar, en það hef ég ekki heyrt. Í öllu kahúsinu er ég orðinn ruglaður á dögum og man ekki nákvæmlega hvenær erlenda viðtalið við Villa var spilað. En hann sagði fullum fetum og mjög ákveðið að hrunið á Íslandi (um fram krísuna sem er á alþjóðavísu) sé þessum 20-30 að kenna.

Vona að ég finni þeta á eftir eða að einhver skreppi hingað inn með ákveðnari svör.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 14:22

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já og Lára Hanna; tilvitnunin er í úttekt minni í Mannlífi um "ofurlaun forstjóranna", en þarna voru svimandi kaupréttarsamningar byrjaðir að hellast inn og fjárfrekustu forstjórarnir að skreppa yfir (bara) tvær milljónir á mánuði í launum. Held að einkaþotur hafi lítið verið tilkomnar þá og Eltonar Johnar ekki pantaðir í afmælisveislur. Þarna voru flottræflarnir varla byrjaðir á jarðauppkaupum. Með öðrum orðum var ástandið næstum því hóflegt.

Tilvitnunin í Hannes er líka fróðleg fyrir sakir ummæla hans nýverið (einhversstaðar) að kapítalisminn hefði ekki brugðist heldur kapítalistarnir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 14:30

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vilhjálmur nefndi þetta m.a. í viðtali á Rás2 á þriðjudag.  Ég veit ekki hvaða þáttur það var en ég heyrði rætt við Vilhjálm þegar þátturinn var endurfluttur eftir miðnætti.

Matthías Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 16:24

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Viðtalið sem þið talið um er í tónspilaranum á blogginu mínu merkt:
Spegillinn - Vilhjálmur Bjarnason um sökudólga

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband