2.10.2008 | 20:16
Brottrekstur Davíðs blasir við
Eftir eitraðar sendingar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, til Davíðs Oddssonar aðalseðlabankastjóra getur fátt annað komið til greina en að Davíð sé á útleið; hann verði látinn víkja. Þegar Þorgerður Katrín segir eins skýrt og greinilega og henni þykir mögulegt, að Davíð sé kominn langt út fyrir verksvið sitt og þegar hún tekur fyllilega undir tilvísun bankamálaráðherrans: "Svona gera menn ekki" - er ekki annað fært en að ganga alla leið.
Ef þú segir A þá verður þú að segja B. Að ráðherra húðskammi Seðlabankastjóra svona og með einlægum reiðisvip og festu í ofanálag og þegar ráðherrann vitnar í þessi fleygu orð Davíðs sjálfs, um að svona "gera menn ekki", þá verður vart lengra gengið í vanþóknun á embættismanni og skammaryrðum í hans garð. Svoleiðis er það bara!
Seðlabankastjóri þekki sinn stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Satt segir þú, Friðrik Þór, nú reynir á hvort varaformaður Sjálfstæðisflokks hefur eitthvert "átoritet" eða hvort þetta er innantómt blaður. Ég efast um að fólk almennt hafi áttað sig á hvað þetta var gríðarlega mikil yfirlýsing sem fólst í orðum hennar þarna. Í landi með þróað lýðræðisskipulag gæti þetta ekki þýtt annað en afsögn viðkomandi embættismanns. En það er ekki hægt að tala um siðmenntað þjóðfélag sem kýs framsóknarmenn á löggjafarsamkomu sína.
Sveitamaður (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:28
Það er eins gott að Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hafi ekki Jean-Claude Trichet sem seðlabankastjóra sinn. Þá er ég hræddur um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ásamt restin af ríkisstjórninni væri með varanlegt taugaáfall alla daga ársins.
Þetta er aldeilis sprenghlægilegt
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 20:55
Davíð Oddsson er embættismaður, undirmaður forsætisráðherra, fjármálaráðherra, bankamálaráðherra, annara ráðherra, Alþingis og þjónn þjóðarinnar á launum frá henni. Hann má hafa sínar prívat skoðanir, en hann á að framkvæma stefnu ríkisstjórnarinnar, ekki segja ríkisstjórninni fyrir verkum, eins og að leggja til við hana að mynduð verði þjóðstjórn.
Hvers konar stjórn er við völd og hvaða flokkar eiga aðild að henni kemur honum ekkert við. Svo segir stjórnarskráin og svo segja lögin, ekki síst lögin um Seðlabankann. Hann á og má stjórna Seðlabankanum (í merkingunni að framkvæmdastýra), þ.e. framfylgja stefnu stjórnvalda, með bankaráð sér til fulltingis.
Hann á virðingarverðan feril að baki. En nú er hann de facto aftur kominn til Sjúkrasamlagsins. Hann stýrir stofnun en aðrir stjórna.
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 21:41
Ég skal segja þér hvað mun gerast næst. Davíð mun sitja áfram og Þorgerður mun "spinna" einhverja útþynnta útgáfu af því sem hún ætlaði að segja.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:02
Það er og verður alltaf hlutvek seðlabankastjóra að hvetja ríkisstjórnir og ábyrga aðila til dáða við aðgerðir sem styðja við peningastefnuna og svo einnig lýja ríkisstjórnir og ábyrga aðila við aðgerðir sem grafa undan peningastefnunni.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 22:08
Getur ekki verið að eitthvað snúi öfugt hér?
Kann ekki frekar að vera að unga konan ætti að fara frá?
Getur ekki verið að Davíð viti betur?
Var ekki Davíð að benda á þá sem skaðað hafa hagsmuni lands og þjóðar með því að "naga" niður krónuna fyrir ekki svo löngu?
Hvað sagði svo Steingrímur J. í kvöld í þingsal? Nákvæmlega það sama.
Hér höfum við haft hreina og klára braskara, þótt í jakkafötum sumir séu. Þeir hafa búið til veikindi. Ástand erlendis er hins vegar þannig að ekki er hægt að fá meðalið.
Feillinn hjá Steingrími J. (sbr. ræðu hans í þingsal í kvöld) er hins vegar sá að til lítils er að ausa dallinn ef ekki á að finna orsök "lekans".
Þarf ekki að hætta þessari "Davíðs-þvælu", losa okkur við meinið og taka meðalið ... eða er það orðið of seint?
Stundur sekkur svo dallurinn einfaldlega og björgunarbáturinn er eina úrræðið.
Er ekki 17. júní sannarlega raunverulega hátíðisdagur Dana? Þeir losuðu sig jú við okkur!
Þorgeir Þormóðsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:02
ÞKG fékk aðeins 75% atkvæða í varaformanninn á móti Kristjáni Júlíussyni sem kom fram á síðustu stundu. Hún er handónýtur ráðherra með mikla vinstrislagsíðu og á ólíklega glæsilega framtíð fyrir sér.
Við fengum sérlega glæsilega útreið út úr pisa niðurstöðunum, ekki er DO að tala um það.
Því miður þá er Haarde svakalega litlaus og daufur, skugginn á DO væri fjörlegri áhorfs.
Þrándur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:06
Davíð er snjall - eitursnjall. Takið eftir því að hann hefur hvergi komið fram sjálfur og sagt þetta við fjölmiðla. Hann andaði þessu bara út úr sér svona óformlega bak við luktar dyr - og lét það spyrjast.
Kannski það sé menntamálaráðherra sem hefur hlaupið á sig með þvi að bregðast við sögusögnum og orðrómi sem hafður er eftir Seðlabankastjóranumj - og setja ofan í við hann fyrir eitthvað sem aðrir segja að hann hafi sagt.
Hitt er svo annað mál að þegar Þorgerður Katrín sýnir tennurnar, þá er sjaldan von á góðu ...
Annars setti ég inn færslu í dag um þessa þjóðstjórnar-smjörklípu Davíðs. Mesta furða að fjölmiðlar skuli yfirleitt nenna að gefa þessu gaum.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.10.2008 kl. 23:07
Jaaá... veit ekki. En Þorgerður hlýtur að vita að hann hafi sagt eitthvað þessu líkt því annars hefði hún ekki tekið svo sterkt til orða (held eg)
Það athyglisverða er að enginn heimildarmaður er nefndur til sögunnar að fréttinni um Þjóðstjórnarvilja Davíðs (svo ég viti) Enginn veit hvaðan og hvernig hún barst til fjölmiðla.
Þetta er eitthvað skítið sko. Mér finnst líka Steingrímur J. vera orðinn dáldið stjórnarlegur. Virkar eins og það hafi verið rætt við hann um þáttöku í einhverskonar stjórn með Sjöllum og einhverjum fleiri.
Er ekki málið að Davíð vill ýta Samfylkinu út.
Þorgerður átti skilst manni mikla aðkomu að myndun núverandi stjórnar. En samt finnst mér að Geir ætti frekar að segja eitthvað um þjóðstjórnarfréttina.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2008 kl. 23:27
Daví hótar þeim að taka formannsslaginn og leiða flokkinn á nýjan leik, verði hann rekinn. Það vill Þorgerður ekki.
Davíð hefur verið að árétta dugleysi flokksfélaga sinna í ríkisstjórninni með þessum orðum, hann hefur örugglega ekki meint þetta á annan hátt.
Honum er eins og obbanum af þjóðinn nóg boðið af getuleysi flokkssystkina sinna. Hann fer af stað með skothelt dæmi (nýfrjálshyggjuna) og þeim tekst að klúðra því!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.10.2008 kl. 00:23
Þorgerður Katrín: „Menn verða að vita hvert þeirra hlutverk er hverju sinni og hlutverk seðlabankastjórnar- og stjóra er ... ekki að vera að blanda sér í pólitík".Þorgerður segir hugmyndir Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra um um þjóðstjórn hvorki vera tímabærar né koma úr réttri átt. „...það þýðir ekki að það þurfi að vera hér þjóðstjórn og allra síst að sú tillaga komi frá embættismanni í Seðlabankanum.“ ..."... ekki að menn séu að svara fyrir einhverjar svona hugmyndir sem koma innan úr embættismannakerfinu".
Það er enginn að hlaupa á sig sem tekur svona til orða og er í þessari aðstöðu. Það er ekki trúverðugt. Það eru minni líkur á því en meiri ef við gefum okkur að ráðherrann viti eitthvað meira en bara það sem í fjölmiðlum stendur.
Andmæli Geirs forsætisráðherra eru sveipuð dulúð: Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins, að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefði ekki verið að viðra hugmynd um þjóðstjórn á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Sagði Geir að það væri einhver misskilningur sem hefði komist á kreik.„En auðvitað er það ekki hans mál, það er mál stjórnmálaflokkanna. En ég tel ekki að hann hafi verið að seilast þangað inn með því sem hann kann að hafa látið út úr sér," sagði Geir.
Ég kalla þetta ekki neitun. Hann lét eitthvað út úr sér, sem var ekki hans mál, en það var ekki (akkúrat) á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ókei, það var ekki í Stjórnarráðinu, ekki í ráðherrabústaðnum eða neinum slíkum "vettvangi ríkisstjórnarinnar". En orð forsætisráðherra segir þetta ekki vera helberar sögusagnir.
Margir dást að Davíð og ég er ekki að segja að hann eigi að víkja sem Seðlabankastjóri. Ég er í sjálfu sér frekar að segja að hann eigi að vera Seðlabankastjóri. Ef við gefum okkur að hann hafi verið að "rabba" si svona um Þjóðstjórn á óskilgreindum vettvangi og kannski í ráðgjafatón og -skyni, þá þyrfti það ekki að vera svo voðalegt, út af fyrir sig. En í bakgrunninum eru sterk tákn sem gefa "rabbi" hans dýpri merkingu; aðkoman að Glitnis-málinu, ljósmyndin af honum "undir stýri" og blaðamannafundur með honum að kynna ákvarðanir ríkisstjórnarinnar nánast sem sínum eigin. Kannski er skýrasta táknmyndinfólgin í því hvernig menntamálaráðherra talar og bregst við í þessari frétt og einnig í sjónvarpinu í kvöld.
Ef Davíð finnst flokkssystkin sín vera ömurleg og hyggur á endurkomu í stjórnmálin þá er nú ástandið í Sjálfstæðisflokknum all svakalegt. Það má bóka svo sem, að innan flokksins sé kominn upp eða að koma upp alvarlegur ágreiningur um fjármálakrísu-viðbrögðin, Glitnismálið og margt fleira. Þar er togast á um gríðarlega fjármuni og hagsmuni aðra. Ef Davíð finnst ráðherrar og þingmenn flokksins síns vera liðleskjur á krísutímum (og talar þess vegna um Þjóðstjórn) þá er það ótrúlegt vegarnesti frammi fyrir því að þúsundir úr röðum alþýðunnar standa frammi fyrir uppboðum og gjaldþroti.
Friðrik Þór Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 00:43
Ég hef enga trú á því að Þorgerður Katrín hafi gefið þessar yfirlýsingar í fréttum Stöðvar 2 og RÚV - og Íslandi í dag - ef þetta væri kjaftasaga. Hún viðurkenndi að Davíð hefði mætt á ríkisstjórnarfund og þar á hann að hafa sagt þetta svo hún hefur verið vitni.
Setti saman myndband af þessu tilefni hér. Að minnsta kosti getur Þorgerður Katrín ekki þrætt fyrir að hafa sagt það sem hún sagði, svo mikið er víst.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 02:15
Dabbi kóngur er ennþá stjórnandi Íslands, á því leikur enginn vafi. Það er mitt álit.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.10.2008 kl. 03:26
Nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist og hvort einhver á vettvangi stjórnmála hafi ráð undir rifi þegar kaupahéðnar hafa svo klárlega gengið frá orðspori landsins erlendis sem og innanlands.
Það á ekki að þurfa að minna fólk á hver varaði við og hverjir sögðu kurteisar ábendingar erlendis frá - nú eða hérlendis - öfund og afbrýði nú eða að menn þekktu bara ekki til sérstöðu landsins - þetta væru jú útrásarvíkingar.
Einn varaði við kaupahéðnum og niðurnögurum krónu - gæti verið að sá hinn sami sjái og jafnvel viti hvað næsta holskefla kunni að hafa í för með sér?
Ekki er hægt að sjá að Davíð, með orðum um þjóðstjórn á hörmungartímum, telji samflokksfólk sitt ömurlegt heldur þá frekar að hópurinn allur hafi flotið sofandi að feigðarósi.
Hvað hafa handboltastelpur og næturbloggar upp á að bjóða þegar svo fáir hafa komið landi og þjóð jafn illa með braski og bíseríi?
Það er svo hallærislegt að sjá og heyra menn fela sig bak við undirmálslánavandræði í Bandaríkjunum - þau eru ekki orsök ástandsins hér.
Stundum kemur upp sú staða að enginn er pabbinn til að redda óefninu sem barnið hefur komið sér í.
Við eigum hins vegar einn hlut sem getur komið okkur frá þessu ástandi og það er fiskurinn í sjónum.
Ætti ekki nú að auka kvótann og sækja gjaldeyrinn? En á hverju tönglast Geir? Að ekki megi veiða bröndunni meira og allir skuli vera glaðir.
Hvað á svo t.a.m. að segja um mánudagsviðtalið í kvöldfréttum líklega Stöðvar 2 þar sem sjá mátti varaformann Vinstri grænna brosandi út undir eyru eins og kennarinn hafi gefið henni stjörnu í bókina?
Viðeigandi og traustvekjandi?
Ætli það sé ekki bara best að reka Davíð !
Þorgeir Þormóðsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.