Hafskip: Rannsakandi með ákveðnar skoðanir

 Forsíða bókarinnar.

Viðbrögð við þessari frétt Morgunblaðsins hljóta að vera blendin og vitaskuld þurfa forvitnir að lesa bókina. Ég velti fyrir mér orðunum sem höfð eru eftir verktakanum, Stefáni, að hann "hafi ákveðnar skoðanir á viðfangsefninu sem hann telji að ekki eigi að leyna". Hvað þýðir það? Eins veltir maður fyrir sér hvaða gildi það hefur þegar "verkbeiðendurnir" (kostunarmenn bókarinnar) byðja verktakann að vera hlutlægur - svona ríkir og áhrifamiklir menn.

Notabene ég er ekki að draga fagmennsku verktakans í efa; ég þarf auðvitað að lesa bókina.  Ég vona svo sannarlega að verktakinn taki ekki þátt í því að skrifa Íslandssöguna eftir fyrirfram gefinni forskrift (ég leyfi mér að ganga út frá því að svo hafi hann ekki gert). En ár eftir ár hafa Hafskipsmenn, verkbeiðendurnir, unnið að því að breyta Íslandssögunni hvað Hafskipsmálin varðar. Til dæmis með villandi samanburði á kröfum og eignum hvað gjaldþrot Hafskips varðar.

Hitt er annað mál að ég treysti rannsakendum yfirvalda ágætlega til að klúðra rannsóknum, nálgast þær með hlutdrægum hætti, fara offari á köflum og ég treysti stjórnmálamönnum allveg til að fara framúr sjálfum sér í málflutningi. Ég treysti stjórnmálamönnum og forsprökkum Eimskipafélags "Kolkrabbans" fullkomlega til að eiga stóran þátt í örlögum Hafskips. En ég treysti líka "verkbeiðendum" allveg til að breyta gangi sögunnar. Einhverjir þeirra hafa ritskoðað og lýst yfir vilja til að kaupa fjölmiðil gagngert til að leggja hann niður. Ég nefni engin nöfn!

Ég sakna eins í þessari frétt Moggans; fram kemur að "verkbeiðendur" hafi beðið verktakann Stefán sérstaklega um að rannsaka "þátt fjölmiðla" í Hafskipsmálinu. Í frétt þessari kemur ekkert fram um "þátt fjölmiðla". Þetta vantar í fréttina. Kannski var þáttur fjölmiðla ekki svo mikill, umfram það að segja fréttir af málinu? Þarna er fyrst og fremst lýst aðkomu lögreglurannsakenda og stjórnmálamanna.

En ég þarf auðvitað að lesa bókina.

ATH NÝ SKOÐANAKÖNNUN UM FORSTJÓRA SJÚKRATRYGGINGASTOFNUNAR HÉR TIL HLIÐAR 


mbl.is Rannsókn Hafskipsmáls gagnrýnd í nýrri bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hér er smá fróðleiksmoli um "þátt fjölmiðla"; höfundurinn (verktakinn) er sonur ágæts blaðamanns Moggans! Sbr.:

"Sveinn Kristján Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, f. 4.7. 1947 í Reykjavík. Foreldrar: Dagrún Gunnarsdóttir húsmóðir, f. 29.5. 1923 á Reyðarfirði og Guðjón Emilsson vaktmaður, f. 4.11. 1917 á Seyðisfirði, d. 27.10. 1995.
Systkin: Emil Theódór, löggiltur endurskoðandi, f. 7.1. 1945, Gunnar Valur prentari, f. 22.11. 1950 og Anna Guðný skrifstofumaður, f. 12.9. 1952.
Maki: Björg Hákonardóttir Bjarnason flugfreyja, f. 25.3. 1947.
Foreldrar maka: Guðrún Jónsdóttir Bjarnason húsmóðir, f. 15.10. 1919, og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, f. 13.7. 1907, d. 16.4. 1989.
Börn: Hákon, kennari við Verslunarskóla Íslands, f. 2.12. 1972, og Stefán Gunnar nemi, f. 14.12. 1981. (Samtíðamenn 2003).

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Er þú þarna á bekknum?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ertu að meina hvort ég hafi skrifað um Hafskip í den? Nei, svo var ekki, nema þá eitthvað pínulítið sem engu skipti. Ég er ekkert að verja mínar hendur. Ef mín er getið í bókinni þá kemur það mér verulega á óvart. En þú ert kannski að tala um eitthvað annað í spurningunni, eitthvað djúpt sem ég næ ekki?

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 20:37

4 identicon

Einhvernvegin hef ég á tilfynninuni að ó-ið hafi gleimst fyrir framan orðið "hlutdrægur" í frétt Moggans (mögulega af ásettu ráði). Væri það ekki dæmigert:)?

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 02:29

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

hlut-L-ægur, Gunnar.

Hlutlægur = óhlutdrægur.

Did you hear the one about the dislexic demon worshipper? He sold his soul to SANTA.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 02:52

6 identicon

ok:) ég set mig í samband við jólasveininn:).

Manst þú Friðrik hvernig var með uppgjörið á félaginu, nú var talað um að þegar að öllu var á botninn hvolft, þá átti félagið fyrir skuldum var það ekki?

sandkassi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 03:08

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það var mikil verðbólga. Ef upprunalegar kröfur voru ekki framreiknaðar (uppfærðar) til raunvirðis þá leit þetta ekki svo illa út. Það þarf að bera sambærilegar tölur saman. En þrotabúið var vissulega ekki eignalaust.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 03:12

8 identicon

ok. Maður þyrfti nú að lesa þessa bók held ég þótt hún ein og sér myndi líklegast ekki setja mann inn í málið. Þetta gæti samt verið krassandi lesning. t.d. innanhússkenningar Hafskipsmanna um brot á bankaleynd.

Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég las bók eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra Húsamiðjunar (Boga) þar sem að hann setti út á að Kínamúrar Búnaðarbankans hefðu ekki haldið. Á þeim tíma var bankinn í ríkiseigu. Þá skipulögðu menn á fyrirtækjasviði bankans yfirtöku á Húsasmiðjunni að sögn Boga.

(minnir mig).

sandkassi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 03:28

9 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hann hefur örugglega fengið hjólabretti fyrir viðvikið, ég held að hann sé ekki of ungur til að fara á hjólabretti.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 12:36

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Láttu ekki svona Kristján, sagnfræðingurinn Stefán er um 27 ára og því örugglega ágætlega þroskaður og auk þess af vönduðu fólki kominn.

Hins vegar geta jafnvel þroskuðustu og vönduðustu sagnfræðingar orðið fyrir miklum þrýstingi, sbr. þegar Guðmundur Magnússon mátti þola að endurskrifa Thors-bókina sína og fyrstu útgáfu bókarinnar var fargað. Það mál er m.a. rifjað upp í úttekt á Björgólfi í DV í dag (blaðinu sem Björgólfur vildi kaupa til að leggja niður), í grein sem annars er mjög vinsamleg Björgólfi - og allt í lagi með það.

Ég er að fara að trítla í bókabúð bráðum, en einu vil ég halda til haga hér; Skrifin í Helgarpóstinum "gamla" um Hafskip voru fyrst og fremst verk eins manns, Halldórs Halldórssonar, og eru stórmerkileg skrif í fjölmiðlasögunni. Þau hófust 6. júní 1985 og byggðu á samtölum við fjölda heimildarmanna auk gagna. Framan af voru skrifin fyrst og fremst "viðskiptafréttir" í ósköp svipuðum anda og fjölmiðlar senda frá sér nú um Eimskip, XL og það mál allt. Í október og nóvember voru þetta fyrst og fremst viðskiptaskrif um vandræði Hafskips og hugsanlega sameiningu eða yfirtöku Eimskips. Meginskrif HH/HP um ætluð lögbrot og blekkingar gagnvart hluthöfum og bönkum hófust eftir að Hafskip var "sokkið". Og eftir að lögreglurannsókn var hafin. Og meðal heimildarmanna HH/HP voru fyrrverandi starfsmenn Hafskips. Þessu vildi ég halda til haga.

Hvort einhverjir heimildarmenn hafi haft einhvern óæðri tilgang skal ósagt látið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 13:47

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaa... skrif Helgarpóstins hölluðust líka snemma að pólitíkinni í spilinu.  Alberti Guðmundsyni og að Útvegsbankinn kæmi til með að tapa svo og svo miklu... sem skattgreiðendur þyrftu að borga.  Þar með náttúrulega áttu ungir og umbótasinnaðir (að eigin áliti)  pólitíkusar völlinn. 

Wikipedia segir að upphaflega fréttin hafi fyrst og fremst verið höfð eftir einum fyrrv. starfsmanni Hafskips sem hafði verið rekinn.  (sem minnir þá óbeint á annað mál)

En já.  Það verður frólegt að lesa umrædda bók.

Að mínu áliti verður líka að hafa í huga hvernig þjóðfélagið var á þesum tíma.  Var svo mikið að ske einhvernveginn þarna uppúr 80.  Allt á fleygiferð og miklar hræringar í þjóðfélagsgerðinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2008 kl. 16:46

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er byrjaður að lesa og kominn að sextugustu blaðsíðu. Það verð ég að segja að höfundurinn (verktakinn) segir alveg satt þegar hann bendir á að hann hafi ákveðnar skoðanir á málinu. Skrifin eru augljóslega frá mótuðu sjónarhorni.

Ég ætla að skrifa sérstaka færslu síðar, en hér og nú vil ég nefna þann verulega ágalla á frásögninni að allar tölur eru á þágildandi verðlagi og verða hjákátlegar í milljarða og billjarða veruleika nútímans. Þetta virka eins og smáupphæðir þegar þær eru óframreiknaðar, alltént fyrir fólk sem nemur ekki verðbólguþróunina. Það t.d. segir svo gott sem enga sögu að segja nú að Útvegsbankinn hafi tapað 250 milljónum á Hafskipi. Það eru "smáaurar" í dag tölulega séð. 

Og annað: Fyrstu skrif HP og annarra fjölmiðla um málið og í raun öll skrif fjölmiðla fram að gjaldþroti og rannsókn voru í grunninn ósköp líkar viðskiptafréttum nútímans, ekki síst um t.d. Eimskip, XL og tengd fyrirtæki og áður t.d. um Straum Burðarás - og fleiri dæmi mætti nefna. Við því er væntanlega að búast að skrif fjölmiðla nú um erfiðleika slíkra fyrirtækja verði dæmd "upphlaup" og "æsifréttamennska" og hafi verið "skaðvaldur" og að þau skrif hafi "sökkt" þeim fyrirtækjum, en ekki stjórnendur fyrirtækjanna sjálfir.

En meira seinna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 17:16

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nefna má að frá júní 1985 til júní 2008 hækkaði vísitala neysluverðs 5.5-falt.

Vísitala neysluverðs
 
Grunnur frá 1984
Júní 
1985137,4
2008753,0

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 17:39

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rétt að henda hér inn eftirfarandi:

„Ég veit að það verður örugglega gerð hörð atlaga að því að ég sé einhver leigupenni Björgólfs, ég sá mig meira að segja kallaðan verktaka á einhverri bloggsíðu en ég árétta það sérstaklega að ég er ekki viljalaust verkfæri," segir Stefán að lokum og er ómyrkur í máli.

http://www.visir.is/article/20080919/FRETTIR01/627998940

Ekki veit ég hvort Stefán er að tala um mig, en eina ástæðan fyrir því að ég nefni hann sem verktaka er að Mogginn talar um verkbeiðendur. Ég hef ekki kallað Stefán leigupenna, en hann sjálfur nefnt sig hlutdrægan í merkingunni "ekki hlutlaus".

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 19:48

15 identicon

En segðu mér Friðrik, eru ekki oft aðstæður með þeim hætti að krafan um hlutleysi sé orðin afstæð?

Mér þykir ekkert skrýtið að menn vilji taka þessi mál til skoðunar eftir að hafa m.a. þurft að sitja inni fyrir fyrir Hafskipsmálið. Nú ef að eigendur Hafskips vilja velta málum undan steini í dag, hljóta þeir þá ekki að vera nokkuð vissir um stöðu sína?

sandkassi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:36

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hlutleysi, óhlutdrægni, hlutlægni; jú, þetta getur verið og er kannski alltaf afstætt og strax komin ákveðin afstaða í því hvaða verkefni þú velur þér og hvað þú velur að skoða og hverju sleppa. Í blaðamennsku er t.d. kannski mesta hlutdrægnin fólgin í fréttamatinu; hvað fjölmiðlar (ritstjórnir) velja að segja frá/skrifa um gagnvart hinu sem ákveðið er að fjalla ekki um. Í bók þessari kemur t.d. ágætlega fram að Morgunblaðið valdi að fjalla sem allra minnst um Hafskipsmálið framan af - en þegar Hafskipsmenn ákváðu að hefja viðræður við SÍS (skipadeild) frekar en að ganga lengra í sameiningaviðræðum við Eimskip þá (má lesa í bókinni) svo gott sem trylltist Mogginn (Styrmir) og fór hamförum gegn þessum að því er virðist svikurum einkaframtaksins.

Það einkennir bók þessa mjög mikið að ALLIR fjölmiðlar fá á baukinn. Að svo gott sem allt sem blöðin, sjónvar og útvarp sendi frá sér var liður í að sökkva Hafskip. Þetta voru að því er virðist allt saman skúrkar sem á fjölmiðlunum störfuðu.

Velta steinum? Sagnfræðingurinn hefur samið (eins og hann tiltekur sjálfur) YFIRLIT yfir Hafskipsmálið. Ég hef ekki fundið eitt einasta nýtt atriði ennþá. Það er í besta lagi að velta steinum, en þá er tilgangurinn gjarnan að finna eitthvað nýtt. Varpa a.m.k. nýju ljósi á eitthvað. Samanber sagnfræðinga sem leita uppi og finna áður hulin skjöl eða vitnisburð sem ekki hafði komið fram áður; ég hef ekki fundið neitt slíkt enn í þessari bók. Sjáum til.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 23:41

17 identicon

já, ég ætla að fylgjast með fréttum af lestrinum hjá þér, þetta er bara spennandi!!

sandkassi (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 00:35

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fyrir þau sem kunna að hafa á því snefil af áhuga: "Ritdómur" á morgun, mánudag.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 13:06

19 identicon

ok

sandkassi (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband