12.9.2008 | 13:27
Skelfilegar fréttir - dagvara hækkaði um 20,5%
Eftir allt sem á undan er gengið, ekki síst VASK-lækkunina fyrir einu og hálfu ári, eru fréttir um yfir 20% hækkun á dagvöru, óhjákvæmilegum neysluvörum heimilanna, skelfilegar. Við flljótlega skoðun á hækkunum einstakra vöruliða (www.hagstofa.is) virðist mér ljóst að miklar hækkanir stafa ekki eingöngu af gengi krónunnar og auknum flutningskostnaði. Hvað skýrir t.d. miklar hækkanir á innlendum landbúnaðarvörum? Mætti ég fá meira að heyra?
Hveiti, kg | 85 | 112 |
Hrísgrjón, kg | 220 | 365 |
Franskbrauð, kg | 384 | 316 |
Pylsubrauð, 5 stk. | 99 | 136 |
Cornflakes, kg | 587 | 561 |
Cheerios hringir, kg | 613 | 637 |
Dilkakjöt, læri, kg | 1.125 | 1.221 |
Dilkakjöt, kótelettur, kg | 1.605 | 1.657 |
Nautakjöt, gúllas, kg | 1.818 | 1.816 |
Svínakjöt, kótelettur, kg | 1.258 | 1.422 |
Nautakjöt, hakkað, kg | 1.228 | 1.251 |
Vínarpylsur, kg | 892 | 1.008 |
Ýsuflök, kg | 898 | 1.130 |
Ýsa slægð og hausuð, kg | 535 | 592 |
Stórlúða, kg | 1.993 | 2.040 |
Harðfiskur, kg | 5.279 | 5.817 |
Nýmjólk, l | 76 | 91 |
Skyr, kg | 237 | 260 |
Egg, kg | 409 | 463 |
Smjör, kg | 403 | 471 |
Kartöflur, kg | 111 | 204 |
Tómatar, kg | 204 | 258 |
Papríka, kg | 259 | 388 |
Blómkál, kg | 298 | 341 |
Epli, kg | 133 | 213 |
Appelsínur, kg | 119 | 204 |
Bananar, kg | 157 | 217 |
Strásykur, kg | 137 | 138 |
Kaffi, innlent, kg | 907 | 918 |
Kaffi, erlent, kg | 744 | 811 |
Coca-Cola, 2 l, flaska | 166 | 183 |
Vindlingar, Winston, 20 stk., pk. | 600 | 616 |
Bensín (95 oktan) á þjónustustöðvum, 1 l | 127.3 | 172.2 |
Áskrift Morgunblaðsins, mánaðargjald | 2.650 | 2.950 |
Áskriftargjöld Stöðvar 2 | 69.213 | 63.73 |
Minni neysla en meiri eyðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Athugasemdir
Mjög mikil hækkun á innfluttum áburði og fóðurbæti er m.a. um að kenna, en örugglega líka aukinni álagningu heild- og smásala. Það eina sem er pottþétt er að bændur fá ekki meira fyrir sinn snúð í ár en í fyrra.
Daníel (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:39
Sæll Friðrik
Ég bý í landbúnaðarlandi sem framleiðir matvæli fyrir 15 milljón manns á hverjum degi, þ.e. í Danmörku. En hér hafa hækkanir á matvöru. t.d. mjólk, brauð og þesskonar nauðsynjavörum verið um 25-28% á 24 mánuðum og væru enn meiri ef evran hefði byrjað að falla fyrr en hún gerði (hún er núna fallin um ca. 12% á 7-8 vikum). Allar launahækkanir eru étnar upp hér.
Ég get ekki alveg gert mér grein fyrir því af hverju þetta er svona. Við vitum jú að hrávörur hafa hækkað mikið, en eru núna að lækka aftur (korn, fóður og olía sem svo kýlir upp flutningskostnað - vélar og tæki því málmar hafa margfaldast í verði). Gengistryggingar vegna óróleika á gjaldeyrismörkuðum geta einnig komið til greina o.s.f.v.
En persónulega held ég þó að dreifiaðilar og verslanir noti tækifærið til að bera extra fitulag á framlegð sína - svona til að tryggja sig gegn versnandi tímum - allar væntingar eru svo neikvæðar og hafa verið það í all langan tíma - og svo til að kreista síðasta dropann úr uppsveiflunni áður en samdrátturinn hefst fyrir alvöru og samkeppni harðnar því þá mun verða keppt með peningamagni í peningatönkum verslana. Þeir sem hafa minnsta fjármagnið til að þreyja þorrann verða kepptir í kaf af þeim sem hafa fjármagnið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2008 kl. 14:49
"að dreifiaðilar og verslanir noti tækifærið til að bera extra fitulag á framlegð sína - svona til að tryggja sig gegn versnandi tímum"... ég held að þetta sé nokkuð öflugur póstur.
Það er merkilegt að sjá tölur sem sýna kartöflur hækka um 84%, papriku um 50% og appelsínur um 71% en sígarettur hækka um "bara" 2.7%, kók um 10% og innlent kaffi um 1.2%. Menn geta óhræddir haldið sígarettu-, kók- og kaffineyslu sinni, en sparað við sig ávexti og grænmeti.Er það ekki?
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 16:39
Þú mátt ekki heldur gleyma því Friðrik Þór að íslenskir bændur stóðu hér fyrir verðstöðvun í heilt ár til að halda verðbólgunni í skefjum. Síðan er það eins og komið hefur fram að þarna koma til gífurlegar hækkanir á aðföngum til bænda svo sem á fóðri og áburði (um 100% hækkun á áburði á milli ára). Miðað við afkomutölur bænda þá er ljóst að þar er stétt í vanda.
Þú sérð líka að ekki eru miklar hækkanir á lamba- og nautakjöti í tölunum hér að ofan.
Við Íslendingar þurfum einnig að huga að okkar matvælaöryggi því sumstaðar hafa þjóðir tekið upp ,,útflutningstolla" til að tryggja að matvæli séu ekki flutt úr landi. Hr. Ólafur Ragnar forseti vakti máls á þessu í ágætri ræðu á síðasta Búnaðarþingi.
Þetta eru aðrir tímar en þegar landbúnaðarmál voru rædd á FUJ fundum í þá góðu gamla daga.
Jón Baldur Lorange, 12.9.2008 kl. 22:13
"Matvælaöryggi"?! Við Íslendingar höfum veitt eina til tvær milljónir tonna af fiski á ári og torgum því engan veginn sjálfir, enda erum við með stærstu matvælaútflytjendum á mann í heiminum.
Ólafur Ragnar er greinilega búinn að gleyma sladdanum fyrir vestan. Kindaket á borðum í hvert mál á Bessastöðum.
Þorsteinn Briem, 12.9.2008 kl. 22:41
Sviðakjammarnir standa örugglega út úr eyrunum á Dorrit.
Þorsteinn Briem, 12.9.2008 kl. 22:45
Í Síðari heimsstyrjöldinni héldu Íslendingar lífinu í Tjallanum með því að flytja þangað íslenskan fisk og fjöldinn allur af íslenskum sjómönnum lét lífið við að tryggja matvælaöryggi Tjalla í styrjöldinni.
Þorsteinn Briem, 12.9.2008 kl. 23:10
Ég er sammála Jóni Baldri. Það þarf að vera matvælaöryggi í landinu og það þarf að passa vel uppá íslenskan landbúnað. Hann þyrfti helst að hefja byltingu og rífa sig lausan úr fjötrum ríkisafskipta og styrkja. Frjálst fjármagn þarf að geta leitað inn í landbúnað til jafns við aðrar greinar. Það mun bæta afkomu bænda og einnig bæta markaðinn.
Ef Sviss hefði ekki lagt ofuráherslu á að geta verið sjálfum sér nógir áður en seinni heimsstyrjöldin hófst, þá hefði þeir orðið hungurmorða í stríðinu.
Fók er orðið vant að borga nánast ekki neitt fyrir matvæli miðað við fyrri tíma. Þessvegna hefur fjármagn ekki leitað til landbúnaðar í okkar heimshluta, einmitt vegna lélegrar afkomu þessarar greinar í heild, og það kom best í ljós undanfarin misseri. En vonandi hefur hráefna bólan lagað þetta ástand eitthvað.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2008 kl. 23:53
Hvaða endemis þvæla er þetta að tryggja þurfi matvælaöryggi í landinu?! Við Íslendingar höfum flutt út matvæli í stórum stíl til Bretlands og það hafa Danir einnig gert, Gunnar Rögnvaldsson.
Við höfum meira en nóg að éta hér og þá skiptir engu máli hvort við erum í Evrópusambandinu eða ekki. Sama vers með Dani.
Þorsteinn Briem, 13.9.2008 kl. 00:04
Hvaða endemis þvæla er þetta að tryggja þurfi matvælaöryggi í landinu?! Við Íslendingar höfum flutt út matvæli í stórum stíl til Bretlands og það hafa Danir einnig gert, Gunnar Rögnvaldsson.
Við höfum meira en nóg að éta hér og þá skiptir engu máli hvort við erum í Evrópusambandinu eða ekki. Sama vers með Dani.
und ?
Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 00:09
Viltu fá þetta á þýsku líka?!
Þorsteinn Briem, 13.9.2008 kl. 00:32
:) - nei helst ekki Steini því ég skil ekki mikið í þýsku.
En ég skil ekki hvað þú ert að meina.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 00:45
Læt samtal Steina og Gunnars eiga sig, en þakka þeim fjörið. Jón Baldur; ég hef enga trú á því að bændur okkar séu tiltakanlegir skúrkar hvað verðhækkanirnar varðar. Mér verður miklu frekar hugsað til kaupmanna og "birgja" (heildsala). Vitandi auðvitað af því að fleira kemur til.
En ég klóra mig líka í kollinum yfir því hve sumt hækkar ógurlega en annað lítið og jafnvel lækkar. Fleiri fróðleiksmolar:
Almennt séð finnst mér ekki einleikið hvað ýmiss konar óhollusta eins og áfengi, sígarettur, gos og kaffi er að hækka lítið, en ýmiss konar hollusta að hækka mikið. Og hvað ætli eiginlega ráði þessari verðsprengingu í klippingu??
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 00:59
Verð á íslenskum landbúnaðarafurðum hefur hækkað undanfarið vegna verðhækkana á áburði, fóðurbæti og olíu. Íslenskt lambaket er lúxusvara og á að vera það. Íslensk lömb eru sem villibráð, éta timiankrydd (blóðberg) á fjöllum á sumrin, og því allt annað bragð af þeim en útlensku lambaketi. En íslensku sauðfé hefur fækkað um helming á þremur áratugum.
Verð á sjávarafurðum hefur hækkað mikið hér undanfarna áratugi og því má segja að þær séu einnig orðnar lúxusvara. Og verð á olíu til fiskiskipa hefur að sjálfsögðu einnig hækkað.
Við Íslendingar hættum ekki að framleiða og kaupa íslenskar mjólkurvörur, sem eru lúxusvörur, enda þótt þær hækki í verði vegna verðhækkana á aðföngum, olíu á dráttarvélar (traktora), áburði og fóðurbæti.
Svínabú hér eru fá og matvælaöryggi hér byggist ekki á svínarækt. En með hlýnandi loftslagi hérlendis hefur grænmetisrækt aukist og mikið af grænmeti er framleitt hér í gróðurhúsum sem nýta jarðvarma og lýst eru upp með íslensku rafmagni.
Íslenskar hænur verpa eggjum sem eru til mikillar fyrirmyndar, enda þótt þau séu kannski ekki lúxusegg, nema þau sem eru "lífræn", orpin af landnámshænum á sérstöku fæði á Klængshóli í Skíðadal, til að mynda. Og ekki má nú gleyma íslensku fuglabjörgunum, þar sem íslenskir sjófuglar verpa árlega "lífrænum" eggjum í milljónavís.
Við Íslendingar erum því á lúxusfæði og höfum nóg að bíta, vetur, sumar, vor og haust. Við flytjum út matvæli í stórum stíl, höfum verið 13. fiskveiðiþjóð í heimi, og flytjum einnig inn matvæli, lúxus sem annað, en það hefur ekkert með matvælaöryggi hér að gera.
Og íslenskur landbúnaður getur vel keppt við erlendar landbúnaðarvörur, enda á hann að gera það. Flestir Íslendingar eru hrifnir af íslenskum landbúnaðarvörum og því tilbúnir að greiða hærra verð fyrir þær en innfluttar landbúnaðarvörur, í flestum tilfellum.
Og trúlega kemur að því að dráttarvélar okkar og fiskiskip verði knúin af innlendum orkugjöfum, til dæmis rafmagni og lýsi, og þá lækkar jafnvel verð á íslenskum landbúnaðarafurðum. Og eitt sinn lýsti íslenskt lýsi upp evrópskar borgir. Ísland er gósenland fyrir matvælaframleiðslu, hreint haf, hreint land, raforka okkar og jarðvarmi.
Þorsteinn Briem, 13.9.2008 kl. 02:30
Og hvað ætli eiginlega ráði þessari verðsprengingu í klippingu??
Tja,- verðbólguvæntingar ? Er það ekki líklegt? Væntingar um að allt hækki og þá verði of seint að hækka verðin þegar allt hefur hækkað. Kúnninn flýtir sér að kaupa klippingu áður en hún hækkar - en seljandinn flýtir sér að tyggja sig gegn hækkun kostnaðar með því að hækka verðin strax. Þetta er ekta markaðs rekstur, sem er að mestu einungis háður samkeppni frá örðum stofum, en er lítt næmur fyrir samdrætti í kaupmætti kúnna vegna þess að allir eru með hár sem þarf að klippa, og fólk flýgur ekki enn til Kína til að láta klippa sig (engin úthýsing í þessum geira).
Það er ekki undarlegt þó að Warren Buffet hafi fjárfest stórt í Gillette því skeggið okkar vex allan sólarhringinn og konur hafa einnig tvær fætur. Neyslan getur bara haldið sér eða aukist, vaxið hægt en örugglega.
Þetta eru einungis getgátur mínar. Ég veit þetta ekki
kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 02:32
Sæll.
Þetta með klippinguna er alveg út í Hróa. Það tekur 20 mínútru að renna yfir hausinn á mér. Miðað við gjaldið sem er 3.600 krónur er klukkutíminn á 10.8oo.krónur. Kannski djarft reiknað en mér er sama . Þett er ekki raunhæft.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:37
Þetta svarar ágætlega til þess sem ég greiði fyrir klippingu hér úti í sveit í DK. Herraklipping á sæmilegri stofu í þéttbýlinu kostar ca 4.300 isk hér. Ekki má gleyma að stofan þarf að greiða húsaleigu, aðföng, rýrnun á tíma, launatengd gjöld, daglegan rekstur, bókhald, skatta, námsskeið, fjárfesta í fagmenntun á lágum laun á námstíma iðnnema, og þar fram eftir götum.
Kv.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.