Þetta Eimskipafélag er Avion/Atlanta en ekki

Gamli Hafskipsforstjórinn að bjarga gamla óskabarni þjóðarinnar? Nei, svo er ekki (hvað sem öðru líður). Þetta tiltekna Eimskipafélag er, eins og Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, hefur bent á, að stofni til félagið sem áður hét Avion group og sem áður var flugfélagið Atlanta.

 Björgólfur Guðmundsson er einn aðaleigandi Eimskips.

Í sjálfu sér ekki nema von að margir fjölmiðlamenn og almenningur flaski á þessu. Nafnabreytingar og kennitöluhræringar geta ruglað margan manninn og ært óstöðugan. Skipafélagið gamla er ekki að lenda í þessum hremmingum, heldur fjárfestingafélag undir þessu klassíska nafni sem ku vera að mestu í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, viðskiptafélaga Björgólfs gamla. 

En með smá vinnu og staðfestingu sjá menn þetta.

eimskip atlanta


mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Flugfélagið Atlanta hét við stofnun Arnarflug innanlands hf.  og með nafninu Íslandsflug í milli ....

En er þetta ekki svona með æði margt...

Hvað hefur "apparatið" kringum Stöð 2 heitað mörgum nöfnum síðustu ár?

Fái maður sé nýjan karl ... drasli á hann nafni þess gamla ... ætli "einhver" falli fyrir því .. og haldi að sá nýi sé sá "gamli"...?

Hugrún Hannesar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband