Ekki-fréttin um DV

 Fréttir um "kaup" Birtings á DV eru mér lítt skiljanlegar. Þær eru de facto ekki-fréttir. Það er nákvæmlega ekkert að gerast eða breytast sem máli skiptir. DV fer úr einu vasa sömu buxna í annan. Eina breytingin er kennitölubreyting á útgáfufélaginu. Allt annað er áfram sem fyrr. Nema aðgerðin sé til komin til að losa sig við launafólk?

Það var fyrir löngu búið að sameina rekstrarstjórnun tímarita Birtings og DV. Þetta var orðið sami hluturinn nema í bókhaldi þar sem kennitölurnar voru tvær. Nú er kennitalan orðin ein, basta.

Kannski er þetta skattaleg hagræðing; það meikar sens. Kannski er þetta aðgerð til að auðvelda uppsagnir, það væri siðlaust en meikar sens. En ekkert slíkt kemur fram í fréttunum. Baugur kaupir DV af Baugi. Það er ekki-frétt. Til að komast að því hver hin raunverulega frétt er þarf eitthvað meira, takk.  


mbl.is Birtíngur kaupir DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já, þetta var einmitt svona "og hvað með það ?" frétt.  

Hvers vegna fylgdu ekki skýringar ?  Hefði hin "blokkin" ekki átt að fara fram á þær ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband