11.6.2008 | 10:44
En eru þetta þá ekki snillingar???
Það er augljóst mál að Eimskip er í vondum málum og að þessi fjárfesting útrásar-snillinganna í Innovate stórbrotið klúður. Fyrirtækið hefur afskrifað eignarhlut í þessu tiltölulega nýkeypta dótturfélagi en bókfært virði eignarhluts telst 74,1 milljónir evra, sem afskrifaður er að fullu.
Þetta gera á genginu í dag um 8.8 milljarðar, ef mér skjöplast ekki. Ég vænti ígrundaðrar fréttaskýringar einhverra eða allra fjölmiðla. Og frétta af því að einhverjir snillingar hafi misst störf sín og bónusa...
Eimskip lækkar um 10,47% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Athugasemdir
Hver urðu örlög Longship ltd sem keypt var og átti að blása lífi í, en dó nú samt.
Manstu / vissirðu afleiðingar þessa? Man eftir kaupunum, barningnum og dauðsfalli en var ekki vakandi yfir áhrifum gengis Stóru systur.
Mikið væri forvitnilegt ef þú vissir meira. Takk
Beturvitringur, 11.6.2008 kl. 14:25
... sem Eimskipi altso keypti (um ' 96?)
Beturvitringur, 11.6.2008 kl. 14:25
Ja, ég get svo sem spurt í kringum mig, en þá er þess að geta að Eimskip 1996 var allt annað en Eimskip í dag. Gamla skipafélagið frá þeim tíma er löngu gufað upp og að mig minnir er Eimskip í dag eiginlega gamla flugfélagið Atlanta að stofni til en með tilfæringum. Það kann reyndar enn að hafa breyst frá því ég skoðaði félagið seinast.
En hvað er tilskrifari með þetta yfirlýsingaglaða nafn að spyrja mig - hélt að þú vissir allt betur?
Friðrik Þór Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 15:52
"Maras Linija er rekið af umboðsfyrirtækinu Longship Ltd með aðsetur í Felixtowe í Bretlandi. Longship er alfarið í eigu Eimskips og rekur fyrirtækið einnig skipafélagið Kursiu Linija Ltd. Eimskip er ekki eignaraðili að því. Skip Kursiu Linija sigla á milli Vestur-Evrópu, Litháens og Rússlands.""
MBL Sunnudaginn 26. apríl, 1998 - Sunnudagsblað (viðtal)
_______________________________________________
En .. vandi fyrrum Flugfélagsins Atlanta nú Hf. Eimskipafélags Íslands er ekki einskorðaður við þetta félag ...
Talið að að heldur sé farið að þiðna í frystigeymslunum út um heiminn..... og hitnað gæti undir nokkrum "bossum" ... og "banka" eða tveimur...
En nöfnin á þessum félögum þessara "víkinga" .... FL Group (áður flugfélagið Flugleiðir) keypti í fyrra Inspire .. nú í rusli .. og réttnefna væri "Expire"..... og Eimskip (áður flugfélagið Atlanta) .... eitthv. kunnuglegt við þetta?? ... með "Innovate" .... og allt í rusli ...
Baugu með MK One .. og allt í rusli ....
Ætli "Garðar Hólm" hafi ekki bara verið góður söngvari eftir allt saman
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:21
Besservisserar (beturvitringar) ÞYKJAST vita allt betur en allir aðrir, en fara iðulega með rangt mál eða vita ekki hót um viðfangið. Ég er slíkur :) Það er langbest að vera fyrstur til að gera grín að sjálfum sér, fyrirbyggir/minnkar líkurnar á því að aðrir gera það!!! Það VEIT ég þó, hí híhí
Beturvitringur, 11.6.2008 kl. 17:26
Vísir, 11. júní kl. 18:27
Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar:
"Það er alveg ljóst að stjórnendur Eimskip hafa klúðrað þessu big time," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskip, um ársgamla fjárfestingu félagsins, Innovate Holdings sem Eimskip afskrifaði á einu bretti í dag með kostnaði upp á 9 milljarða.
Þetta er svar Sindra við spurningu blaðamanns um ábyrgð fyrrum stjórnenda Eimskip, þeirra Magnúsar Þorsteinssonar, fyrrum stjórnarformanns og Baldurs Guðnasonar, fyrrum forstjóra á þessari misheppnuðu fjárfestingu.
Aðspurður um áhrif þessarar gríðarlegu afskriftar segir Sindri að eiginfjárhlutfallið sé komin niður í 16 prósent eftir þetta áfall sem sé algjörlega óásættanlegt.
"Við höfum hins vegar nokkrar leiðir til að koma okkur upp á þann stað sem við þurfum að vera á sem er um 25 til 30 prósent," segir Sindri og nefnir til að mynda kanadíska fyrritækið Versacold þar sem til greina kemur að selja allt að helmingshlut Eimskip í félaginu.
Friðrik Þór Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 21:43
Eitt má nefna svona til upprifjunar ....
Fyrir 5 og hálfu ári eða svo var ráðandi minnihluti í Landsbanka Íslands (tæpl. 45%) seldur fyrir u.þ.b. 10 milljarða.... (þegar búið var að draga frá eitt og annað - hitt og þetta).
Tap fyrrum flugfélags nú skipafélags á "bjálfsháttarkaupum" einum nánast jafnar þá upphæð.
En hvaðan ætli allt þetta "tapfé" hafi komið ? Frá lífeyrissjóðum á Íslandi?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.