28.5.2008 | 17:18
Gleðileg "kommúnista"frétt í Mogganum
Einhvern tímann hefði ég sagt "aldrei", aðspurður hvort svona texti myndi einhvern tímann birtast í Morgunblaðinu: "Laun æðsta stjórnanda Kaupþings árið 2006 jafngiltu því að í kringum 10. mars væri hann búinn að vinna sér inn upphæð sem venjulegt verkafólk er alla starfsævina að strita fyrir og það tók 321 fullvinnandi verkakonu allt árið að vinna fyrir launum hans".
Það er náttúrulega langt síðan Morgunblaðið breyttist frá því að vera hreinræktað flokksmálgagn og málpípa atvinnurekenda yfir í að vera (að langmestu leyti) faglegt dagblað. Samt kemur það mér þægilega á óvart að lesa frétt í Morgunblaðinu sem hefði sómt sér vel í Þjóðviljanum eða Alþýðublaðinu hérna áður fyrr. Frétt um svívirðilega mikinn tekjumun í samfélaginu. Talað um verkakonur og allez. Sem "strita alla ævina" fyrir hungurlús.
Er Ólafur Stephensen þá sósíalisti eftir allt saman?! Detta af höfði mínu allar lýs og fílar!
Sjöfaldar ævitekjur á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist og er hræddur um að eftir komu Ólafs verði Morgunblaðið enn eitt feminista málgagnið sem stendur alþýðunni til boða. Feministar eru orðnir óþarflega áberandi í fjölmiðlaflórunni. Með blaðamenn út um allt. Hvað varðar Fréttablaðið og 24 stundir að þá er alveg sérstaklega mikið um feminista litaðar fréttir þar á bæ. Ég mun fylgjast mjög vel með Morgunblaðinu næstu vikur og ef þeir fara niður í þann farveg að spila síendurtekið þessa þreyttu feministaplötu þá lít ég á það sem tilraun feminista til að heilaþvo íslendinga. Vegna þess að val neitandans um fréttadagblöð verður þar með að öllu horfið. Þá er svo sannarlega komin tími á nýtt dagblað. Feministarnir hafa lagt undir sig megnið af vinstri vængnum í pólitíkinni og munar ekkert um að gleypa eitt dagblað í viðbót. Feministarnir munu ekki ganga eins langt og þeir þurfa, nei heldur eins langt og þeir komast. Alveg þangað til að þeir verða stöðvaðar. Hvers vegna? Vegna þess að þeir eru human being.
braveheart, 28.5.2008 kl. 18:07
Hvurslags voða barlómur er þetta hjá einhverjum sem kallar sig "braveheart"? Feministar eru nauðsynlegir þar til jafnrétti milli karla og konur er í höfn.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 19:36
Hvað koma feministar þessu máli við. Skiptir máli hver vekur athygli á svona málum. Það sýður nú á mér við tilhugsunina að það hafi tekið yfir 200 verkakonur heilt ár að vinna sér inn árstekjur þessa manns.
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:42
Þessu hugrakka hjarta tekst að minnast sjö sinnum á femínista í svari sínu. Hvergi er á þá minnst í greininni.
Kannski hjartað sé með áráttu?
En megi á gott vita með nýjar áherzlur Moggamanna.
Jóhann (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:09
Iss Lilló, er þetta ekki bara hrein öfund? Hæfir menn fá hæf laun og hver er sinnar gæfu skáld.
Kolgrima, 28.5.2008 kl. 21:51
Blessaður Lilló.
Mér finnst merkilegt hvað lúðinn sem kallar sig ensku nafni nefnir feminista oft. Kommentið þitt var nú um launamismun. Líklega er lúðinn bara Björn Bjarnason að endurskrifa gamalt stöff, búinn að skipta orðinu "kommúnisti" út fyrir orðinu "feministi". Ég vorkenni svona ræflum.
Guðmundur K
Guðmundur K (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:52
Braveheart var skosk hetja og allir vissu hvert væri hans eiginlega nafn. "braveheart" hér er að stíga sín fyrstu skref í Bloggheimum undir þessu nafni og hefur ekki fundið hugrekki til að láta umheiminn vita hver hann er. En hann hefur þó umhugsunarverð sjónarmið og allt í lagi að viðra þau.
Öfundarumræðan hefur alltaf fylgt sjónarmiðum um aukinn jöfnuð og baráttunni fyrir réttlátari tekjuskiptingu. Hérna í den voru það auðvitað auðvaldið, Íhaldið og Mogginn sem hröktu "kommúnista"kröfur af sér sem öfund (BB tók þátt í því, þori ég að fullyrða). Af þessum þremur öflum hefur Mogginn að mestu yfirgefið málpípuhlutverkið, nema helst í leiðurum, tilteknum nafnlausum dálkum og kannski smá fyrir kosningar ef mikið telst í húfi. En auðvitað eru áherslur í fjölmiðlum ólíkar og aðallega finnst mér gaman að sjá, segum, "tón" í Mogganum sem minnti á uppslætti vinstri blaðanna hér áður fyrr.
Friðrik Þór Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 23:02
Ég var nú bara að fíflast, þetta er svo absúrd að það nær ekki nokkurri átt.
Kolgrima, 28.5.2008 kl. 23:33
Veit. Það eru ekki svo svakalega mörg ár, kannski 25-30, síðan menn, kannski einkum vinstrimenn, töluðu um ákveðin siðferðileg mörk við að tekjur/laun manna á toppnum væru meira en fjórfalt hærri en laun verkamanns. Í nútímanum eru slík mörk óraunhæf, þótt mann kunni að langa í þau (af því að maður er svo öfundsjúkur). En ójafnræði nútímans, með nýja ofurlaunastétt á toppnum, ber með sér hingað til óþekkt mörk sem virka ekki á mig sem raunhæfari en mörk áðurnefndra hugsjóna. Í góðærinu hefur þessi þróun að mestu verið umborin, en búast má við harðari tón um skiptingu þjóðarkökunnar nú þegar hún fer að minnka.
En í samdrættinum, og einkum ef ofsahagnaður breytist í taprekstur og gengi hlutabréfa lækkar, hljóta tekjur árangurstengdu ofurlaunamannanna að lækka til samræmis. Þeir eru jú sinnar gæfu skáld...
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 00:16
Tja, Ólafur hefur mér vitanlega ekki enn tekið við Mogganum, verður ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 11:16
Ég held að það hljóti að vera eitthvað málum blandið, Hjörtur. Þessar róttæku yfirmannabreytingar sem tilkynnt var um í gær hljóta þannig að vera "hreinsanir" ný ritstjóra. Af hverju ætti sá gamli að vera að standa í svonalöguðu?
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 11:19
Mogginn hefur ekki verið flokksblað né í 20-30 ár. Og að það hafi verið einhverntíma sérstök málpípa atvinnurekenda er ofsögum sagt. Hagsmunir atvinnurekenda og alþýðunnar fara saman, en það virðast vinstrimenn eiga erfitt með að skilja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.