6.5.2008 | 15:58
Vísitölubundin einkavæðing tískustefnu í leikskólarekstri - svindl!
Þetta er auðvitað gjörsamlega út í hött. Einkavæddur leikskóli sem reynist dýrari en samfélagsreknir leikskólar og meðal annars vegna þess að tískufyrirbrigðið Hjallastefnan fær vísitölubindingu á samning sinn meðan samfélagsreknir leikskólar mega kokgleypa verðbólgunni. Þetta er einfaldlega svindl og blekkingar.
"... samningur bæjaryfirvalda við Hjallastefnuna ehf. er vísitölubundinn meðan aðrir leikskólar á Akureyri fá fasta upphæð árið 2008, þrátt fyrir um 12% verðbólgu" segir í bókun fulltrúa VG á Akureyri en samt er Hlynur Hallsson ekki hugrakkari en svo að hann treystir sér ekki til að lýsa ósvinnunni sem gagnrýni á Hjallastefnuna. Eins og menn vita er sú stefna af einhverjum stórundarlegum ástæðum í tísku.
Þegar samfélagsþjónusta er einkavædd er lágmark að hún njóti ekki forréttinda gagnvart almannaþjónustunni. Hver er tilgangurinn með einkavæðingu ef við tekur dýrari og að líkindum verri þjónusta?
Dýrara að reka leikskólann Hólmasól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega fylgjandi einkarekinni samfélagsþjónustu.... svo framarlega sem þjónustan er jafngóð eða betri og ekki dýrari.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 16:50
Þegar eitthvað er einkavætt þá verður það dýrara og þjónustan minkar. Þetta virðist bara vera lögmál !
Skákfélagið Goðinn, 6.5.2008 kl. 16:59
Gunnar: Þá ert þú á móti þessum samningi, ekki satt!?
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 17:03
Hvað er einkarekið við það sem treystir á fjárframlög frá hinu opinbera til að geta haldið starfseminni gangandi?
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:18
Ekki endilega Friðrik. Spurning frekar hvort "Budgetið" á hinum skólunum sé ekki vitlaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 19:32
Lísa, það er einmitt munurinn á einkareknu og einkavæddu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 19:33
Gunnar; budgettið á samfélagslega reknu leikskólunum er áreiðanlega vitlaust; þeir skólar fjársveltir meðan einkavinirnir fá vísitölubindingu. Meira að segja ÞÚ hlýtur að mótmæla slíkri mismunun.
Til að fyrirbyggja misskilning þá túlka ég ekki sem einkarekstur rekstur góðgerðasamtaka og sjálfseignarstofnana á rekstrareiningum, þ.e. þar sem er non-profit agenda; markmiðið að reka sig með afgangi auðvitað, en ekki til að troða út vasa "eigenda", heldur til að gera þjónustuna betri. Kapítalísk fyrirtæki eru sem kunnugt er ekki góðgerðafélög. Mörg þeirra eru illgerðafélög.
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 20:17
Það sem Lísa segir er akkúrat punkturinn sem aldrei má ræða. OG bull svar Gunnars breytir þar engu. Hvorutveggja einkavætt og einkarekið miðar að því að minnka þjónustu og "hagræða" með þeim hætti að bitni á notendum þjónustunnar.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:02
Innlegg Guðmundar Br. byggist á algengum misskilningi, sérstaklega meðal vinstrimanna
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 00:11
Takk fyrir þennan pistil Friðrik Þór.
Það hefur hinsvegar ekkert með skort á hugrekki af minni hálfu að gagnrýna ekki Hjallastefnuna harkalega. Um það snýst ekki málið. Umræðuna um kynskiptingu á leikskólum og Hjallastefnuna sem þér er greinilaga mjög í nöp við getum við tekið saman en ekki í þessu samhengi. Ég er aðeins að benda á að þessi úthýsingin og einkarekstur Sjálfstæðisflokksins er rándýr fyrir samfélagið, foreldra og Akureyrarbæ. Það er því broslegt að sjá viðbrögð Gunnars Th. hér og segir allt sem segja þarf um rökleysu frjálshyggjuliðsins.
Bókunina í heild sinni og viðbrögð við orðum fræðslufulltrúa er hægt að lesa hér.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 7.5.2008 kl. 09:59
Takk fyrir Hlynur. Altso; ég er á móti tilgangslausri einkavæðingu, sem færir dýrari og oft verri þjónustu. Ég held að það sé ofmælt hjá þér að mér sé sérstaklega í nöp við Hjallastefnuna, en sennilega dregur þú þá ályktun út frá orðunum "Eins og menn vita er sú stefna af einhverjum stórundarlegum ástæðum í tísku". Þetta þýðir bara að ég sjái ekkert það í Hjallastefnunni sem er betra en það sem gengur og gerist innan samfélagsrekinna leikskóla. Kynjaaðgreiningin spilar þar einna minnstu rulluna. Hvar sérðu "nöp" mína gegn kynjaskiptingunni?
Ég er þess fullviss að ýmislegt megi gott um Hjallastefnuna segja, ég er hér að tala um mismunun; forréttindi einkarekins leikskóla gagnvart leikskólum í almannaþjónustu.
Friðrik Þór Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 11:39
Allt í fína. Dreg þessa "nöp" til baka :)
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 7.5.2008 kl. 23:30
Hlynur, ef opinberir aðilar fá ekki jafngóða eða betri þjónustu í einkarekstri, fyrir jafnmikinn, eða minni kostnað miðað við ríkisrekstur eða reksturs á vegum sveitarfélags, þá er engin ástæða til einkarekstrar. Ef þessi einkarekstur er rándýr fyrir samfélagið, foreldra og Akureyrarbæ, þá hefur sveitarstjórnin ykkar greinilega gert mistök. Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins, né í hugmyndafræði frjálshyggjumanna að klúðra málum á þennan hátt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.