Hvað ef hlutverkin snérust við í dómaramálinu?

Það er full ástæða til að ræða í þaula samskiptin milli stjórnvalda og eftirlitsstofnunarinnar Umboðsmanns Alþingis (Umba), eftir athyglisverðar ávirðingar Árna Matt, setts dómsmálaráðherra, á Umba. Fullyrðingar Árna um hlutdrægni og/eða óvönduð vinnubrögð Umba mega ekki fá að hanga í lausu lofti.

Árni er vitaskuld í vandræðum með að réttlæta þann gjörning að taka Þorstein Davíðsson Oddssonar framyfir hæfari menn við skipan dómara. Það sjá allir í gegnum klíkuráðninguna, enda eru "allir" þaulæfðir í að sjá og greina pólitískar mannaráðningar. Eftir "frænda Davíðs" og "Besta vin Davíðs" sjá "allir" að dæmið með "son Davíðs" er rakið.

Málið var rætt í Kastljósi af Siv Friðleifsdóttur stjórnarandstæðingi og Sigurði Kára Kristjánssyni stjórnarsinna og flokksbróður ráðherrans. Ég segi nú ekkert um þeirra málflutning, annað en að ég lék mér að því í huganum að snúa dæminu við; ef Framsóknarráðherrann Siv hefði gert son eða dóttur vinar síns og flokksbróður að dómara í blóra við hæfnisdóma þá myndi Sigurður Kári stjórnarandstæðingur hafa hávaðasamar skoðanir á spillingunni. Um þetta er ég fullkomlega viss. Þá myndu Sigurður Kári og Siv tala þveröfugt við það sem þau gerðu í Kastljósi. Auga gefur leið að raddir beggja virkuðu ansi holar í mín eyru og ég tilbúnari fyrir vikið að hlusta frekar á sérfræðinga um stjórnskipan landsins, eins og lagaprófessora og stjórnmálafræðinga. Og hljómurinn í ÞEIM röddum er nokkuð afgerandi.


mbl.is Vill utandagskrárumræðu um ummæli Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Umboðsmaður, er of vandur að virðingu sinni að slá svona fram...en frábær punktur Friðrik Þór!!! Umhugsunarverður!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:57

2 identicon

Sammála. Árni leikur leikinn: sókn er besta vörnin. Svona vitleysa þreytir mig alveg óskaplega - held að felstallir sjái hvað er í gangi. Mikið vildi ég óska að íslenskir pólitíkusar þyrftu að bera ábyrgð á gerðum sínum eins og gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndum.

Kveðja

Eva Ólafsd. (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sigurður Kári lagði þunga áherslu á að Árni ráðherra mætti hafa skoðun á spurningum og vinnubrögðum Umba. Það er út af fyrir sig allveg rétt. En vitaskuld gegnir öðru máli að afskrifa embættið sem marktækt og lýsa því fyrirfram sem hlutdrægu. Árni hafði þá skoðun á einhverju sem hann las "á milli línanna" og það hljóta að teljast skrítnir stjórnsýsluhættir.

Vitaskuld á Umbi ekki að gefa sér niðurstöðu fyrirfram (ég tel engin merki um slíkt) en þó nú væri að spurningar hans séu þess eðlis að loka fyrir allar smugur og hjáleiðir (sem pólitíkusar nota óspart). Harðar spurningar hans fela ekki í sér fyrirfram sektardóm heldur úthugsaða aðferð við að ná sem best fram upplýsingum um sekt eða sakleysi. Ef Árni er "saklaus" eru hvorki spurningarnar eða svörin vandamál!

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt þetta mál er hið undarlegasta?...en ég vil gjarna deila málshætti sem lítill sonur minn fékk í páskaeggi frá móður sinni!

GÓÐUR ÞEGN ÞARF ENGA FORFEÐUR! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.3.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband