29.2.2008 | 00:17
Aumingja nafnlausu bloggararnir
Ég virðist hafa hrekkt nafnlausa bloggara með síðustu færslu minni. Það er ágætt. Það varð meðal annars til þess að ég hef aldrei fengið eins margar heimsóknir. Ég kallaði þá hugleysingja og tek eðlilega fram að það er minn GILDISDÓMUR.
"Þú vilt semsagt meina að yfirgnæfandi hluti netverja þessa heims séu hugleysingjar, það yrði þér dýrt ef þeir allir færu í mál við þig, það yrði gert á íslandi eða kína eða kannski norður kóreu", segir kjaftor náungi sem titlar sig DocktorE. Ég fagna málshöfðun. Hugleysingjarnir yrðu þá að gefa upp sín réttu nöfn, ekki satt? "ég er viss um að það er fullt af liði hér inni sem er með fake nafn og svo ber að geta þess að flest það sem fólk gerir á netinu er rekjanlegt, það eru mjög góðar líkur á að það náist í rassinn á flestum sem skrifa á netinu", bætir hann við. En veit ósköp vel að þaðnenna fæstir að elta slíkt upp, enda flest af þessu argasta bull og að engu hafandi. DoctorE er skemmtilegur aflestrar, en í hann vitnar enginn og viðhorf hans eru afskrifuð.
"Það að kalla einhvern rasista eða glæpamann er ekki gildisdómur", skrifar annar nafnlaus. En þetta er rangt í þessu tilviki, þvGaukur kallaði Ómar "aðalrasista". Það er gildisdómur þvi mér vitanlega er ekki til neinn sem ber de facto þann titil, kjörinn af hópi rasista. Í þessu felst gildisdómurinn.
"Íslendingar eru miklar smáborgarar a margan hatt. Og ein birtingarmynd þess er þessi fáránlega krafa og hneyksli margra að allir verði að gefa eins mikið upp af persónulegum upplýsingum og hægt er á veraldarvefnum, þetta er alveg seríslensk krafa og er líklega komin til af micro stærð Íslands. ... En auðvitað gætum við "nafnleysingar" leyst þennan vanda a mjög einfaldan hátt. Þeas med því að einfaldlega búa til eitthvað algengt nafn eins og Jón Gíslason, Kjartan Magnússon og svo frv. Eins og að sjálfssögdu margir gera og eru þessvegna ekki skilgreindir sem "nafnleysingar". Að nota Nom de Plume á sér mörg hundruð ára hefð og var stunduð löngu áður en við Íslendingar vorum nettengd", segir einhver Laizzes-Faire í útlöndum, sem þýðir væntanlega hér "Láttu mig í friði".
Aumingja nafnleysingarnir. En ég er auðvitað ekki að tala um hvaða nafnleysingja sem er, heldur hina sem ausa svívirðingum vinstri hægri en taka ekki ábyrgð á eigin orðum. Fari þeir bara í mál við mig. Ég skora á þá. En þet það skýrt fram að um algerand gildisdóm minn er að ræða og ekki tilefnislausan. Þeir munu tapa máli sínu og missa um leið hemmilegheten. DocktorE væri ekki bara dularfull IP-tala. Laissez-Faire yrði ekki látinn í friði. Hins vegar myndu kannski orð þeirra fá einhverja merkingu loksins. Og þeir yrðu ekki lengur hugleysingar!
En hvað, færsla mín var um Gauk og Ómar (sem báðir koma fram undir nafni) en ekki hugleysingjana. Ég var að benda á að Gaukur var dæmdur fyrir meiðyrði sem hann virðhafði em gildisdóm sinn um Ómar, en Sigurður Líndal var sýknaður af þeim gildisdóm að kalla mig ótraustverðugan upplýsingalekara í eyru hugsanlegra vinnuveitenda minna. Ef Sigurður var sýknaður þá hlýtur Gaukur að vera sýknaður í Hæstarétti. Það væri hins vegar voðalega gaman að höfða mál gegn hugleausum nafnleysingja og knýja fram nafn hans. það væri voða skemmtilegt fordæmismál fyrirm blogheiminn. Hlakka til að lesa athugasemdirnar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein. Ég var nú svo einfaldur að ég hélt að það mætti ekki skrifa blogg nema með nafni og IP tölu. En þetta er sérlega áhugavert mál. Asnalegt að tala við fólk sem vill ekki segja hvað það heitir.
Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 00:25
Þú ert ekki einfaldur, heldur heiðarlegur. Asnalegt er mjög gott orð um þetta sem þú nefnir.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 00:28
Er ég þá óheiðarleg? Hvað kemur öðrum það við hvað ég heiti? Ég skráði aðganginn minn á kennitölu eins og aðrir hérna á blogginu og ég má gefa upp það nafn sem ég er kölluð í daglegu tali, kemur ekkert heiðarleika við!
Maddý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:36
Þú Maddý, ert "húsmóðir í vesturbænum". Önnur manneskja titilaði sig svo í gamla daga og í dag tekur ekki nokkur sála mark á henni. Hafðu það hugfast. Hún er gleymd nema í bröndurum fólks. En það er rétt hjá þér: Mér er slétt sama hver hún var. Mér var hins vegar ekki slétt sama um viðhorf hennar. Það voru óheiðarleg.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 00:45
nafn eða ekki nafn. það að blogga undir nafni er engin trygging fyrir að sá sem ritar sé sá sem hann er. ég gæti allt eins verið einhver annar en ég er, sem hefði notað kennitölu mína og nafn til að skrá sig á bloggið. farið svo að blammera hér villt og galið. nei, það eina sem í raun tönn festir á, er ip-tala viðkomandi. hægt er að rekja hana til notandans. þá gildir einu hvort viðkomandi skrifar undir fullu nafni eður ei.
Brjánn Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 00:53
Ef menn skrifa undir röngu nafni þá eru þeir sama sem nafnlausir og þar af leiðandi í sömu stöðu og hinir. Ef Brjánn Guðjónsson er ekki hans rétta nafn þá er hann meðal hinna nafnlausu.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 01:03
já þetta er svolítið skrítið að blogga undir dulnefni eða rangnefni........er fólkið svona óöruggt eða hvað er það að fela?Kannski hrætt við skoðanir sínar?Hefði haldið að lang skemmtilegast og jú hreinlegast væri að koma fram undir nafni og standa þá fyrir sínu.Það tekur engin mark á nafnlausum eða ósýnilegum einstaklingum.
Það þætti ekki trúverðugt að koma fram á fundi,fá orðið,fara upp í ræðupúlt og hefja ræðuna......með hauspoka.
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:13
Já, það er margt til í þessu. Margar hliðar. Rosalega margar. Gauksdómurinn var auðvitað alltof strangur. Það er ekkert hægt að dæma menn í háar fjársektir fyrir svona. Og ég persónulega held að lausnin sé að hækka einhvernveginn ærumeiðingarþröskuldinn. Er ekki æran með miklu sterkari skráp en var fyrr á tímum ? Ekki eins viðkvæm. Ég veit ekki. Allaveg finst mér í ljósi samhengis umrædds Gauksmáls, að þó hann hafi kallað manninn (það sem má ekki segja) ... þá bara finst mér það ekkert voðalegt. Og alls ekki sanngjarnt að dæma í stórfelld fjárútlát. Dómari verður alltaf að gæta meðalhófs í dómum sínum. (Og einnig athyglisvert í samanburði, að ummæli Sigurðar um þig voru álitin saklaus)
Einnig set ég visst spurningarmerki við að yfirfæra almenna fjölmiðla yfir á bloggið.
En með svokallaða "nafnleysingja" þá er samt ekki hægt að líta fram hjá því, að td í US (og Evrópu og víðar) þá er slíkt nafnleysi afar algengt og ótrúlegt hvað menn eru að segja þar undi nafnleysi. Það sem maður sér yfirleitt hér á Íslandi er eins og barnagæla í samanburði. Og virðist manni að fáir handan hafs geri nokkra athugasemd. Einhvernveginn eins og litið sé á það sem staðreynd sem sé sjálfsögð eða lítið hægt að gera við.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.2.2008 kl. 01:54
Það er kannski fullt mikið í lagt að kalla nafnleysingja hugleysingja. En ómerkingar eru þeira orða sinna. Þeir verða að búa við það að ekki sé mark á þeim takandi og í þá ekki vitnað - nema af öðrum nafnleysingjum eða til að undirstrika innihaldsleysi orða þeirra. Fólk með hauspoka segir ekki margt sem mark er takandi á.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 02:02
Orð í tíma töluð. Ég hef haft það lengi fyrir augum að taka ekki hið minnsta mark á orðum fólks sem hraunar yfir aðra á spjallvefjum eða bloggsvörum í skjóli nafnleysis eða ,,nicka".
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 03:19
Góður pistill Friðrik.
Tek undir með þér í einu og öllu.
Gjörsamleg leiðinlegt þegar menn eru að lýsa skoðunum sínum á hinu og þessu á mis skemmtilegan máta í skjóli nafnleyndar og í ofaná lag með mynd af einhverju skrípi sem sennilega hefur verið baðvörður í Þýskalandi um miðja síðustu öld.
Stend með þér!!
Ps: Ég óska eftir því að þessi athugasemd mín verði birt með nafnleynd, af öryggisástæðum
Kjartan Pálmarsson, 29.2.2008 kl. 09:10
Að mínu viti eru nafnlaus skrif í lagi ef fólk á annað borð sýnir háttvísi í sínum skrifum og leggst ekki svo lágt að ráðast á nafngreint fólk með svívirðingum og dólgskap. Það er alltaf vont að ráðast á fólk, en það er alveg sérstaklega lúalegt að gera það í skjóli nafnleyndar. Það segir manni að sá nafnlausi sé aumingi sem vilji alls ekki verða sjálfur fyrir viðlíka svívirðingum og þær sem hann lætur yfir aðra ganga.
Hildur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:50
"En segðu mér, Friðrik Þór, úr því þér er svona illa við nafnleysingjana, skiljanlega, af hverju ertu þá með nökkurt safn þeirra sem bloggvini??", spyr Árni Guðmundsson.Góður punktur. Það vill svo til að ég þekki þarna til í flestum tilvikum og ersvo góðhjartaður að samþykkja alla sem spurja. En ég ætla að fara yfir þennan bunka og svo sannarlega henda út því fólki sem þykist vera annað en það er. Lofa því.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 11:13
Mér finnst að það eigi, að gefa fólki kost á að koma fram undir hulduheiti.
Það getur verið að vegna starfs og stöðu, sé fólki nánast ómögulegt að koma fram undir fullu nafni.
Það verður samt að vera tryggt að hálfu þess sem heldur út síðunni, að hægt sé að finna viðkomandi einstakling, ef framkoma hans veldur rétti til skaðabóta.
Það má ekki sauma svo að netinu, að það verði sem geldingur.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.2.2008 kl. 11:58
Hulduheiti missir marks ef hægt er að finna viðkomandi einstakling með einföldum hætti, eða hvað? Ég þykist vita að hægt sé að rekja IP-tölur, en efast um að það sé fullnægjandi sönnun fyrir því að einn tiltekinn einstaklingur hafi ritað viðkomandi óhróður. Mamma hans gæti hafa stolist í tölvuna, til dæmis. En hvað sem þessu líður þá verða "huldumenn" einfaldlega að sætta sig við að orð þeirra gjaldfalla og verða aldrei skráð á spjöld sögunnar.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 12:14
IP tala VS Mamma er háð nákvæmlega sömu lögmálum og þú nefnir þarna, þó Jón Jónsson skrái sig fyrir bloggi og sé með æsing þá er nákvæmlega jafn erfitt að sanna að hann eða mamma hans hafi skrifað færslu
DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:22
Hmm, er ég eitthvað sérlega kjaftfor, satt best að segja þá eru margir bloggarar undir nafni sem eru mun kjaftforari en ég.
Get líka bent á að úti í hinum stóra heimi hafa nafnlausir bloggarar komið upp um hin ýmsu mál sem þeir hefðu ekki gert og eða treyst sér í undir nafni.
Þess ber einnig að geta að margir sem eru með einhverja sálræna kvilla hafa náð sér í gegnum það að getað tjáð sig með alias.
Það eru amk 2 hliðar á öllum málum & kannski ættir þú sem bloggar undir nafni að spá í því að kannski ert þú að særa marga sem eiga það alls ekki skilið, alveg hugsanlega ert þú að láta mitt nafnleysi & annarra bitna á fólki sem er að fóta sig við að reyna að komast inn í samfélagið að nýju vegna einhverra veikinda.
Peace
P.S. Leiðinlegt fyrir ykkur ef þið teljið athugasemd mína ómarktæka bara vegna þess að ég nota alias.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:45
Vá... DoctorE teflir fram "veikafólks-trompinu". Þeir sem agnúast út í ómálefnalega nafnleysingja á netinu eru vondir við veikt fólk. Góðan daginn!
Annars skil ég vel nafnleysi doktorsins, varla færi hann að gangast við eigin skoðunum undir réttu nafni.
Hildur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 15:28
Ég titla mig ekki húsmóður í vesturbænum, ég ER húsmóðir í vesturbænum og þér kemur ekkert við hvað ég heiti eða hvaða skoðanir ég hef, ekki frekar en ef ég sæti inná kaffihúsi og þú heyrðir mig tala við vini mína. Það eru engar algildar reglur eða lög til sem segja að ég þurfi að gera grein fyrir mér hvar sem ég er á ferð, hvorki í netheimum né í kjötheimum. Ég skráði mig inn á þetta moggablogg eftir þeim reglum sem þeir setja og það er nákvæmlega ekkert í því sem ég gerði hérna sem þú getur kallað óheiðarleika né hugleysi.
Maddý (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:09
Ehhhh "Hildur" þú ert nafnlaus per se, þú getur verið hver sem er svona svipað og ef ég kallaði mig einfaldlega Jón í stað DoctorE, hugsanlega er þitt nafnleysi verra því það er ekkert á bakvið það, ekki blogg or nuthing.
Hvaða skoðun ætti ég að skammast mín fyrir, mér flýgur ekkert í hug, zero, nada, null
það má frekar segja að ég verji réttindi/frelsi fólks frekar en nokkuð annað ,sem er ein ástæðan fyrir því að ég nefni veikt fólk, ég var ekki að gera það fyrir sjálfan mig, það kemur klárlega fram ef þú kannt að lesa "Hildur" mín.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:14
DoctorE, ég var bara að meina mikið var það sniðugt og stórmannlegt af þér að reyna að klína það upp á síðuskrifara að hann væri bara að níðast á veiku fólki fyrst hann gagnrýnir nafnlausa dólga á netinu. Mjög gáfulegt og gott hjá þér.
Kveðja, "Hildur"
Hildur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:32
"Hildur", ég var bara að segja staðreyndir, ég var ekki að klína á einn né neinn, þetta er bara eitthvað sem liggur beint fyrir að segja ef menn hafa eitthvað yfirlit á lífið fyrir utan sínar eigin tilfinningar, heimurinn er ekki einslitur.
Það fylgir nákvæmlega jafnmikil ábyrgð á að segja eitthvað undir nafni eða ekki en hann Friðrik sem sjálfur viðurkennir að hafa verið nafnlaus og strítt fólki sér bara sína hlið og enga aðra, nú dæmir hann alla sem eru eins og hann var áður, hann ætlar að lögsækja menn og konur fyrir hönd annarra sem er ekkert nema tvískinnungur og hræsni að mínu mati
Nú er Friðrik hættur að blogga undir nafnleysi og slær sjálfan sig til riddara þar sem hann ætlar að leita logandi ljósi að nafnlausum bloggurum eingöngu sem segja ljóta hluti að hans mati og hann ætlar að lögsækja þá... ég verð sjaldan hissa en þetta er klárlega eitt af mínum hissuðustu augnablikum
DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:50
"Nú væri gaman að heyra skoðun Friðriks á heimildarmönnum fjölmiðlamanna, og hvort hann kannist við að hafa nýtt sér upplýsingar og birt án þess að láta heimildarmanna getið.Blaðamenn segja oft að þeim sé nauðsyn að geta verndað heimildarmenn sína, og hafa jafnvel farið í fangelsi vegna þessa. Það má vissulega deila um hvort þessir heimildarmenn eru nafnlausir því blaðamaðurinn þekkir þá vonandi. En gildir ekki hið sama hérna? Fólk skráir sig undir nafni þó svo það velji sér etv eitthvað gælunafn.Ég vildi nú bara velta þessu upp úr því að Friðrik er blaðamaður, ég er forvitinn að fá hans skoðun á þessari viðurkenndu "starfsaðferð" stéttarinnar hans", segir og spyr Árni. Því er til að svara að allar nafnlausar innhringingar eru tjékkaðar og dobbel-tékkaðar. Þeim er ekki trúað einhliða. Oftast fáum við nafn viðkomandi í trúnaði. Þeir bera að því leyti ábyrgð á orðum sínum að VIÐ í stað þeirra ábyrgjumst orðin fyrir dómi. Svo langt nær þá upplýsingaöflun okkar og traust. Þegar því er að skipta. Ófáar nafnlausar ábendingar lenda síðan auðvitað í ruslafötunni, eðli málsins samkvæmt.
Fullur segir: "En af hverju þyrstir þig Friðrik svo mikið í dómsmál að þú lýsir því yfir í þessari færslu að þú sért að fiska eftir einhverjum til að geta kært? Ertu ekki enn búinn að ná þér eftir eitthvað áfall, eða ertu ósáttur við tilveruna einhverra hluta vegna? Er ekki ólöglegt að tæla fólk til lögbrota yfir höfuð"? Ég lýsi því hér með yfir að það er minn gildisdómur, af því tilefni sem fullur gefur, að hann sé fífl og heigull - og við hann mun ég alls ekki eiga oftar orðastað.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:45
Nafnlausir dólgar sem ráðast að fólki með svívirðingum úr launsátri nafnleysis síns eru ekkert annað en akkúrat það, DÓLGAR. Hvernig svosem heilsufari þeirra er háttað.
Það er stór munur á því að vera nafnlaus og skrifa um persónuleg, viðkvæm málefni annars vegar og að vera nafnlaus og ráðast að nafngreindu fólki hins vegar. Kannski þú áttir þig á því einn daginn.
Hildur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:32
Lestu það sem ég hef skrifað hér, Hildur. Þá sérðu að ég hef einmit gert þennan greinarmun sem þú talar um.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 20:45
Ef þú átt erfitt með þetta, Hildur, skal ég hjálpa þér.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 20:46
Friðrik, ég beindi þessum orðum ekki til þín heldur til DoctorE. Hann reynir að halda því fram að þeir sem gagnrýni ómálefnaleg skrif í skjóli nafnleysis séu að ráðast að veiku fólki sem vill ekki setja nöfn sín við persónuleg, viðkvæm skrif.
Ég er að benda HONUM á að hér er enginn að skammast út í þá sem sýna háttvísi eða hafa góða ástæðu til að koma ekki fram undir nafni, heldur er verið að gagnrýna þá sem leggjast svo lágt að ráðast að fólki og verja sjálfa sig um leið gegn viðlíka árásum -með því að koma ekki fram undir nafni.
Hildur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:03
Ó, afsakaðu Hildur. Þarna var ég heldur fljótur á mér. Við erum augljóslega sammála, nema um það eitt að mér finnst að þú eigir að skrifa undir nafni, hefur enda ekkert til að skammast þín fyrir.
Ég vil meina að bloggið sé mikilvægur vettvangur fyrir alþýðu manna að koma viðhorfum sínum á framfæri og taka þátt í umræðunni á lýðræðislegan hátt. Nafnleysi er ekki höfuðsynd ef það er ekki misnotað. Að vega að fólki og æru þess úr launsátri er annað mál.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 23:12
Ég er viss um að Dharma myndi ekki vera eins skemmtilega opinskár ef viðkomandi bloggari bloggaði undir réttu nafni með mynd
jonas (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 23:30
Að sjálfsögðu skiptir innihaldið mestu máli. Sérstaklega gott og málefnalegt innihald. En málflutningur nafnleysingja... gleymist fljótt og breytir engu.
Leyfðu mér að taka dæmi. Malefnin.com og Alvaran.com voru full af tilskrifum frá nafnlausu fólki. Ekki sála vitnar í þau skrif lengur. Um bloggið gilda önnur lögmál. Oft er vitnað í fólk sem skrifar þar. Nafngreint fólk. Það er til marks um hvað sé talið veigamikil skrif, er það ekki?
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 23:33
Einu sinni var það nú svo á Íslandi, að það þótti óvirðing að segja ekki til nafns.
Það er skemmtilegra ef maður fær athugasemd að kvittað sé með fullu nafni en ekki einhverjum gælu eða þykjustu nöfnum.
Ég haf velt því fyrir mér til hvers menn eru að skrifa hér undir falsnöfnum, skammast þeir sín fyrir það sem þeir eru að gera, er það af minnimáttarkennd??? Eða er það til að eiga smugu til að vera með dónaskap og dylgjur. Svo verða sumir bara sárir eins og " húsmóðirin " í Vesturbænum, það má kannski rétt vera að það komi engum við hvernig hún vill koma fram á bloggsíðum, en ef menn vilja ekki fá viðbrögð með skrifum sínum, til hvers þá að standa í þessu.?
Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.2.2008 kl. 23:34
"..."Það að kalla einhvern rasista eða glæpamann er ekki gildisdómur", skrifar annar nafnlaus. En þetta er rangt í þessu tilviki, þvGaukur kallaði Ómar "aðalrasista". Það er gildisdómur þvi mér vitanlega er ekki til neinn sem ber de facto þann titil, kjörinn af hópi rasista. Í þessu felst gildisdómurinn..."
Get ég þá sagt það gildisdóm að segja þig aðalbarnanýðing vegna þess að enginn hefur verið kjörinn í það embætti???
Læt þetta nægja. Þar sem ég er undir dulnefni og þ.a.l. óvelkominn læt ég þetta verða mitt síðasta innlit.
Takk fyrir.
sigkja (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 23:36
Jonas. Er Dharma skemmtilegur? Það er smekksatriði.
Ari. Ég tek undir með þér. En ég get svo sem meðtekið að til sé fólk sem stöðu sinnar vegna og atvinnumöguleika á erfitt með að koma fram undir nafni. Sama fólk ætti allavega að láta svívirðingar og dónaskap lönd og leið.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 23:37
Sigkja. Takk fyrir síðasta innlitið og mér þykir leitt að þú skulir skammast þín fyrir viðhorf þín. Hvað samanburð þinn snertir þá sníst umræðan um gildisdóm sem hefur tilefni eða er tilefnislaus. Gaukur vissi um fyrri skrif og gjörðir Ómars og leyfði sér af því tilefni að kalla hann aðalrasista. Það er vissulega nokkuð langt gengið. Mig hefur ekki nokkur maður tilefni til að kalla barnaníðing, hvað þá aðalbarnaníðing, því ég hef hvergi mælt með níðingsskap gagnvart börnum og ástunda slíkt aldeilis ekki, þvert á móti. Og þú ert aldeilis ekki óvelkomin hér, ef þú þorir að segja til nafns. Annars skaltu hundur heita.
Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 23:46
Jú, það er ýmsilegt til í þessu sem þú segir Laizzes-Faire. Sumir þurfa að fela sig stöðu sinnar vegna. En ég get bara endurtekið það sem ég sagði áður: "Að sjálfsögðu skiptir innihaldið mestu máli. Sérstaklega gott og málefnalegt innihald. En málflutningur nafnleysingja... gleymist fljótt og breytir engu". Og ekki gleyma tilefni þessarar umræðu. Nafngreindur bloggari var dæmdur fyrir meiðyrði. Í hvaða stöðu eru hinir ónafngreindu? Hvaða ábyrgð hvílir á þeim?
Það er síðan annað og stórmerkilegt mál hversu margir hafa ofboðslega mikið að segja en vilja alls ekki láta vitna í sig eða vera í sviðsljósinu. Við hvern eru þeir að tala? Hverju eru þeir að reyna að breyta? Engu? Bara að tala?
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 00:12
kann að vera Friðrik. þó hefur notkunin á hugtakinu 'nafnlaus' hér á blogginu einungis verið notuð yfir þá sem blogga eða kommenta undir dulnefnum eða gælunöfnum, t.d. Fjasarinn, Friffi, eða Mói Grapes. (skálduð nöfn). Þeir sem hafa bloggað eða kommentað undir 'fullu nafni' hafa aldrei verið kallaðir nafnlausir, enda ekki leið fyrir neinn að bera upp á menn nafnleysi nema vita með fullri vissu að t.d. 'Jón Jónsson' sé ekki sá, heldur t.d. 'Guðmundur Guðmundsson' eða 'Teitur Teitsson'. eina leiðin til að komast að því er að rekja ip-töluna til notandans sem hana notar þá stundina.
þess vegna segi ég að ég 'Brjánn Guðjónsson' gæti allt ein verið 'Hallfreður Hermóðsson' í raun, en þú hefur enga leið til að rengja að ég sé 'Brjánn Guðjónsson'
Brjánn Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 00:48
Nei, það er rétt Brjánn, ég veit ekki hvort þú heitir í raun Brjánn Guðjónsson. Þú kynnir þig á síðunni þinni sem tveggja barna faðir, uppgjafa rafeindavirki (eins og bróðir minn reyndar), hugbúnaðarsmiður. Á síðu þinni kemur fram að þú sért fast að því að verða fertugur. Þú ert grunar mig fæddur í september 1969. Faðir þinn var þá Guðjón Böðvar Jónsson heitinn, blessuð sé minning hans. Hann dó meðan sonur minn lá stórslasaður á sama spítala eftir flugslysið í Skerjafirði. Sjö árum áður misstir þú móður þína og ég missti mína móður fyrr í þessum hér mánuði. Við þekkjum báðir sorgina og við tjáum efasemdir okkar út í guð og kirkju. Um mætan mann, föður þinn, var sagt: “... var ekki að færa í stílinn eða orðlengja hlutina. Guðjón var maður með ákveðnar skoðanir og vann þeim stað með framkomu sinni; framkomu sem einkenndist af markvissu og yfirveguðu orðavali. Þegar ég lít til baka sé ég alltaf betur hvað hnyttin tilsvör hans gátu oft hitt í mark og fengið mig til að sjá málefni í víðara samhengi”. Mig grunar að þú felir þig ekki frekar en hann. Mig grunar að þú sért de facto Brjánn Guðjónsson en ekki einhver Jón Jónsson.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 02:03
Ekkert skil ég í 'Íslensku menntakerfi að bregðast ekki hart og skart við þegar algóður Guð og hetja allra skrifara sjálfur Friðrik þór ritar ,,að ekki skuli mark á taka þeim sem ekki ritar undir skoðun sína fullu nafni ,, Í sjálfu sér hef ég ekkert verulega haldbært að hann hafi verið skýrður þessu nafni ,, og mun varlega á taka fyrr enn opinbert vottorð liggur fyrir ,, Veit hann ekki að sjálf þjóðargersemi Íslendinga var nafnlaust rituð ,, Hugleysingi ,, er fordómafull framsetning og ofstækisfull fullyrðing ,, Kemur mér ekki á óvart að hér fari lítil sál með fyrirferðamikinn orðaforða ,, Enn,, hugrakkur er maðurinn að standa hreykinn fyrir alþjóð eftir að hafa niðurlægt sjálfan sig svo um munar. Þjófar fara um í skjóli myrkurs ,, satt er það,, samt skal það haft í huga að fleiri eru nú á ferðinni um nætur,,,,,
Bimbó (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:44
Já,, og síðan vill ég að þú hafir í huga að Njála er ekki gleymd og mun vonandi aldrei gleymast,, hvort hún er sönn ,, eða rakalaus þvættingur ,, Um það verður deilt , meðal fræðimanna um ókomna tíð,, vissulega mátti vekja umræðuna,, sem þú gerðir ,, verra þykir mér hve oft þú virðist þurfa að bakka ,, Þar sé ég vissulega eina hetjuskapinn ,,
Bimbó (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:55
Friðrik er bara að reyna vernda starfstétt sína með því að útiloka að Ónafngreindur geti tekið þátt í þjóðmálaumræðu beint.
Best er fyrir blaðamenn að sitja á skrifstofu sinni og vinna úr þeim heimildum sem Ónafngreindur sendir inn.
Það er ótækt að almenningur fái fréttir óritskoðaðar beint frá Ónafngreindum, ráðamenn og stjórnendum sem blaðamenn reyna langflestir að þóknast mun eigi líka það að tjáskipti fari óritskoðað fram á lýðnetinu og þess vegna er allt þetta tal um að loka og hlera öll samskipti og blaðamenn taka þátt og hlýða í blindni.
Ónafngreindur (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:16
Ég þakka þér hlý orð í garð föður míns
Brjánn Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 13:52
Ég óska Bimbó góðs bata, þótt langt sé í land.
Ég bið "ónafngreindan" að skýra betur orð sín. Hvaða fréttir hafa "ónafngreindir" komið á framfæri? Hvað er "lýðnet"? Hver ritskoðar tjáskipti á Netinu? Ég? Er ég að boða lokun og hlerun samskipta einhvers staðar? Ertu skyldur Bimbó? Gangið þið til sama læknis? Er hann svona lélegur?
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 13:53
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 23:27
Nafnleysi er tvíeggja sverð Hallgerður. Annars vegar þurfa menn síður að axla ábyrgð á orðum sínum og geta þannig haldið orðstír sínum hreinum á meðan þeir óhreinka annarra. Hins vegar er þetta frelsandi. Það vita allir, án þess að kunna mikið í sögu, að menn eru og hafa verið ofsóttir fyrir smávægilega hluti eins og að hafa skoðun. Ef menn geta mismunað á grundvelli kynferðis eða kyns í dag, af hverju ætti það að vera ólíklegt að mér sé mismunað fyrir það eitt að tjá skoðun mína?
Það er ekki nema árhundrað síðan menn voru ofsóttir fyrir að vera trúlausir í Bretlandi til dæmis. Þeir gátu ekki svarið eyð við Biblíuna og gátu því ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum. Nú gætu menn sagt að öldin sé önnur. Það er einfaldlega ekki svo. Hvernig fór fyrir mörgum vinstrisinnuðum, verkalýðsbaráttufólki og mönnum sem börðust gegn kynþáttafordómum og mismunun fyrir ekki 50 árum? Veröldin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum síðan þá hvað þetta varðar. Að mínu viti er mikilvægt að menn geti tjáð sig án þess að þurfa að óttast um slíkar ofsóknir, nafnleynd er kjörin til þess að vernda friðhelgi manna. Ég harma það því að menn misnoti nafnleyndina til þess að særa aðra og ég veit að allt of margir gera það. Það er alltaf sorglegt þegar menn misnota það frelsi sem þeim er gefið til að gera illt.
Zaraþústra, 2.3.2008 kl. 00:33
Það er náttúrulega einn kostur sem mér dettur í hug, við umræðuhóp þar sem allir eru með hauspoka. Þá eru allir jafnir. Enginn kemur með nafn á herðunum, doktor, þekktur spekingur o.s.frv... heldur eru bara allir á jafnréttisgrundvelli.
En auðvitað fylgja ókostir nafnleysi á netinu. Glæpatengt td.
En með að ná í skottið á einhverjum sem er nafnlaus á Íslandi sem maður ætlar að sækja til sakar, þá á það að vera hægt skilst manni. Alltaf hægt að rekja og ss. moggablogg og fleiri síður hafa bakgrunns upplýsingar. En spurning hvort það sé óravesen. Gæti verið. En IP tölur hafa nú verið gefnar fólki útí bæ á Íslandi.
Ég vil í stóru myndinni verja nafnleysið. Af hverju ? Frelsið.
Þetta er viss öryggisventill og aðhald að ráðandi öflum þjóðfélaga. Að geta tjáð sig án þess að eiga á hættu að lenda í hakkavél. Með síauknu eftirliti og upplýsingageymd verður þetta mikilvægara.
Ég er hræddur um, að ef farið verður að hefta þetta eitthvað, svona þrengja að einhvernveginn... þá verður bara gengið á lagið og allt fer undir eftirlit smá saman.
Frelsi fylgja alltaf ókostir og gallar. Það verður að taka ókostunum sem hverju öðru hundsbiti. Skárra en verða gleyptur af Eftirliti Ríkisins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2008 kl. 00:59
Ég er, leyfi ég mér að segja (sagði það eitt sinn fyrir löngu) ekki óendanlega gegn nafnlausum skrifum, sem þó lúta lágmarks ábyrgð. Veitið þessu athygli. Ég held að hinir nafnlausu eigi vel heima á málefnin.com og alvaran.com og t.d. þokkalega afgirtum spjallsvæðum um séráhugamál. Mér finnst hins vegar að það eigi að vera aðgreint svið bloggheima, þar sem eingöngu er að finna fólk sem vill og þorir að skrifa undir eigin nafni og leggur orðstí sjálfs síns að veði. Mér finnst t.d. að Moggabloggið eigi að hafa nafnbirtingu sem prinsipp frekar en að altast við flettingarnar. Eða stofna sérstaka slóð fyrir fólk sem annað hvort vill ekki eða getur komið fram undir nafni. Fólk mætti meira að segja vera bæði megin! Ég hengi þannig skömmustulegur haus og viðurkenni að ég reif kjaft á málefnin.com. Nafnlaus! Þetta er agalegt, ég veit það. Ekki segja nokkrum manni. Þeta er hauspokinn minn. Ég er auðvitað hættur að nota hann, því það hlustaði enginn á mig!
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 01:13
Áhugaverðir punktar hjá þér Friðrik. Ég er sammála þér í flestu hvað varðar þessa nafnlausu einstaklinga. Fyrir mér meiga menn alvega skirfa undir dulnefni eða röngu nafni. Það segir þá bara meira um þá en mig og aðra sem skrifum undir okkar eigin nöfnum og erum tilbúin að standa og falla með okkar skoðunum. Margir nafnlausir bloggarar eru fínir og haga sér bara mjög vel og margir sem skrifa undir nafni eru verstu kjaftaskar og sorakjaftar. Munurinn liggur þó alltaf í því að þegar menn skirfa ekki undir eigin nafni þá leyfa þeir sér meira og ganga lengra, það er megin reglan.
Ég lokaði til dæmis fyrir komment á síðunni minni vegna fjölda nafnlausra bloggara sem í sífellu voru að koma með persónulegar árásir á mig og aðra bloggara sem tjáðu sig, undir eigin nafni, um færslur mínar. Það var verulegur munur á því hvað menn gengu langt í kommentum sínum eftir því hvort þeir gáfu upp nafn eða ekki. Ég myndi gjarnan vilja hafa opið fyrir komment kerfið mitt en ég bara nenni ekki að standa í því að reyna að rökræða við menn sem leyfa sér að segja ótrúlegustu hluti í skjóli nafnleyndar.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 03:54
Ég er sammála ,, Vilhjálmi Andra,, varðandi þá ráðstöfun hans að sigta inn skoðanir á síðuna sína,, þetta er vissulega réttur hans og hann ber að virða,,Með þeim hætti velur hann vissulega eingöngu inn jammara,, auðvitað býður sú aðgerð einnig uppá möguleikan að sigta út sorakjafta,, gildir þá einu hvort skrifað er undir nafni eða ekki ,, Friðriki þakka ég góðar óskir um bata , þótt heilsa mín hafi vissulega ekki verið á nokkurn hátt tengd málefninu ,né til umræðu, Hið sorglega er að heilsan er öll mun betri,,þá vill ég upplýsa að ekki tel ég mig hvorki vera skyldan hr. B.G. né heldur veit ég síður hver læknir hans er,,Læt mig það reindar litlu skyfta, enda einnig ótengt málefninu ,,Minn læknir er Sigurpáll , með sérgrein í hjartalækningum , ekki víst að hann henti þér Friðrik beinlínis í þínum hremmingum,, 'Oskyljanlegt hvað menn geta gripið til í andsvörum og notað sem vörn í ráðþrota aðstöðu ,,Persónubrestir þínir eiga að vera þitt einkamál, og málefninu ekki viðkomandi,áttu því ekki að birtast sem andsvar.............
Bimbó (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:03
Ég held að það sé rétt að halda því til haga í umræðunni hér að ég er enn sárreiður nafnleysingjum fyrir að ráðast á og eyðileggja hinn faglega spjallvef Blaðamannafélagsins á press.is. Ég varði í fyrstu tjáningarfrelsi þeirra en þeim tókst að skemmileggja spjallið. Þessi leiða reynsla litar kannsi afstöðu mína nokkuð sterkt. Um leið gefur augaleið að ég er ekki að tala um alla "nafnleysingja". Ég er að tala um eyðileggingaröflin þeirra á meðal.
Það er rétt hjá Ómari að nafnleysi fylgir visst frelsi. Nafnlaus skrif geta verið ansi frjáls og frjálsleg. Orðin gjaldfalla hins vegar með nafnleysinu. Frjálsust eru skrif manna sem segja meiningu sína undir nafni. það er miklu betra og marktækara frelsi. Í það er t.d. vitnað en í nafnlausa vitna yfirleitt bara aðrir nafnlausir...
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 12:10
What's in a name? That which we call a rose by any other name would smell as sweet.
Það var George Orwell sem gat sér orðstír ekki Eric Blair. Eins var það Mark Twain ekki Samuel Clemens. Ég tek ekki mark á mönnum hérna vegna þess að þeir skrifa undir nafni. Ég veit til dæmis ekkert um persónu Friðriks Þórs eða hvort þetta sé hans raunverulega nafn, ég hef aldrei athugað það sérstaklega en les það sem hann segir og þyki áhugavert samt sem áður. Ef það sem menn segja stenst skoðun og þeir eru samkvæmir sjálfum sér virði ég þá og tek frekar mark á þeim. Ég er nú varla einn um að hugsa svona svo ég efast um að orð nafnlausra séu álitin marklaus af öllum. Ég veit líka að menn lesa það sem ég skrifa og hef rætt við marga hérna, ég man ekki eftir því að nokkur hafi hundsað það sem ég sagði bara því ég geng undir dulnefni þó einhver geri það sjálfsagt.
Zaraþústra, 2.3.2008 kl. 13:18
Mér finnst allt í lagi að vera nafnlaus, svo lengi sem fólk sýnir virðingu og almenna skynsemi. Hins vegar fer meir í mig þegar fólk kvittar undir og er með stæla, án þess að eiga blogg sjálfir og greinilegt að þeir hafa ekki lesið áður hjá manni bloggið. Þegar fólk kemur bara til að vera leiðinlegt, það er virkilega sorglegt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:04
Ég samþykki allar þínar meginlínur, Zaraþústra. Nafnlaus skrif geta verið hin bestu skrif og nafngreind skrif arfaslök. Aldrei hef ég haldið því fram að nafngreining sé ávísun á gæði eða réttar skoðanir. Þín skrif eru almennt séeð og yfirleitt prýðileg lesning og skemmtileg. Ekki málið, minn kæri. Það get ég staðfest að ég vil miklu heldur lesa nafnlausan Zaraþústra en nafngreindan Ingimund Kjarval, svo við tökum dæmi, algerlega tilviljanakennt auðvitað.
En síðan er það hitt; vitna ég í nikkið Zaraþústra? Segi ég í alvöruþrunginni umræðu á Netinu: "Um þetta segir bloggarinn Zaraþústra..."? Er slíkur tregi eðlilegur eða bara fordómar í mér? Þarf að bollaleggja þetta!
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.