Málsókn gegn nafnlausum huldumönnum?

Væntanlega er holskefla lögsókna gegn bloggummælum tilgangslaus nema Hæstiréttur staðfesti Gauks-dóminn. En ég tel hins vegar ekki mest um vert að úrslit komi fram í máli nafngreinds einstaklings gegn nafngreindum einstaklingi. Ég vil sjá úrslit lögsóknar þar sem nafngreindur þolandi stefnir ónafngreindum geranda.

Það er nóg af nafnflausum  einstaklingum í bloggheimum sem í skjóli nafnleyndar vega að æru fólks daglega. Þetta fólk hélt sér að mestu við málnefnin.com og alvaran.com hér í den og enginn tók á þeim mark, en með skjóli á Moggablogginu og víðar hafa orð þessara nafnleysingja fengið viðurkenningastimpil. Ég reyndi einu sinni dulnefni og veit að það tók enginn mark á mér og hætti auðvitað fljótlega þeirri vitleysu, en veit að ég leyfði mér óvandaðri munnsöfnuð í þessu þægilega skjóli. Stríddi mörgum og meiddi áreiðanlega suma. Ég hef síðan vitkast og skammast mín ekki fyrir orð mín undir nafni -passa betur orðalagið, sem er hið besta mál.

Ég ætla að leita vel og vandlega að einhverjum óviðurkvæmilegum ærumeiðingum nafnfleysingja og stuðla að lögsókn. Veit ekki einu sinni hvort ég nenni að bíða eftir Hæstarétti í Gauksmálinu. Úrslit þess máls hangir vafalaust á því hvaða dómarar veljast í málið.


mbl.is Holskefla lögsókna vegna bloggmmæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Friðrik Þór.

Ég tek undir með þér ég er þér sammála í þessu máli góð rök hjá þér.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 29.2.2008 kl. 13:14

2 identicon

Þú talar í þversögnum, þú segir að nafnlausir séu vondir bla og svo að þeir séu ómarktækir sem basically cancelar út að þeir séu vondir, ef einhver er ómarktækur þá eru orð hans eins og vindur í laufi

Svo sýnist mér þú vera að búa þig undir einhverjar nornaveiðar, ég bara veit ekki hvað ég á að segja við þessu því þetta er svo skrítið take á þessum hlutum hjá þér, það bara hlýtur eitthvað að hafa gerst hjá þér háttvirtum starfsmanni kastljóss fyrst þú ert að fara út í eins manns stríð óumbeðin fyrir hönd annarra sem er kannski nákvæmlega sama um þessa hluti.


Sofðu vel um helgina.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:35

3 identicon

P.S. Sérð td Jóhann Pál í 1 athugasemd, hann skrifar nafnið sitt 2 til að vera öruggur um að verða ekki ákærður... smá grín sem ég vona að móðgi engan.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mikið svakalega ertu fullur, fullur. Bara svo að það sé á hreinu: Fólk sem skrifar undir dulnefni er ekkert tiltakanlega að flækjast fyrir mér ef það tekur þátt í siðlegri umræðu. Það eru siðlausu froðufellararnir sem í hugleysi fela sig á bak við dulnefni en ráðast á æru annarra sem fara í taugarnar á mér. Á þessu er geysilegur munur. Þeir eru líka til margir gjörsamlega ómarktækir sem þó skrifa undir nafni, nota bene!

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:32

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

DoctorE. Ég myndi í þínum sporum ekki fjölyrða mikið um sálarlíf annarra.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:33

6 identicon

Ég gerði það ekki, ég kom bara með álit, en það er kannski bannað ef ég er með alias.
Ég er bara ekki að skilja heift þína í þessu máli, þú ert að mér finnst óeðlilega æstur yfir þessu máli sérstaklega þegar er horft til þess að þú segist sjálfur hafa gert þetta.
Hvað með mig, þú sagðir mig kjaftforan, hef ég eitthvað sært blygðunartilfinningu þína, finnst þér td mitt blogg eitthvað rosalega ljótt og ef svo er hvað er það einna helst sem fer fyrir brjóstið á þér?

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:43

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

DocktorE. Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið mikið eftir þig og forðast raunar nafnleysingja. En áhugi minn á trúmálum hefur neytt mig til að glugga í skrif þín. Ég segi eins og þú: Heift þín í trúmálum er mér óskiljanleg. Hún særir ekki blygðunarkennd mína (því ég er gagnrýninn eins og þú) en skrif þín eru þess eðlis að vekja frekar upp samúð með trúmálum en hitt. Og nú er ég sennilega kominn á hálann ís og á von á heilmiklum andmælum og orðaflaumi. Bið ég aðra lesendur forláts.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 18:52

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú getur farið í mál, Anna, ef þú vilt. Ef IP-talan er skráð og viðkomandi með rétt nafn gefið upp hjá t.d. Árna í Mogga-blogginu. Og, jú, viðkomandi ummæli fást væntanlega æmd dauð og ómerk ef ekki kemur í ljós að hinn brotlegi er í Sjálfstæðisflokknum!

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 13:45

9 Smámynd: Zaraþústra

Nafnleysi kemur kannski frekar upp um hversu miklir asnar við erum í raun.  Þegar við skrifum undir nafni setjum við upp grímu sem felur hver við erum raunverulega, þannig er reynslan mín allavega.  Ég tel mig ekki hafa sært æru nokkurs manns, ég hef reynt að sína skilning og verið varkár í samskiptum við aðra, jafnvel þótt ég þekki það ekki og það veit ekki hver ég er.  Kannski er ég hrokafullur að segja þetta, en sýnir þetta ekki bara hvernig sumir eru raunverulega innrættir?  Er það ekki framkoma okkar við ókunnuga sem sínir best hvernig við erum úr garði gerð?

Zaraþústra, 1.3.2008 kl. 20:13

10 Smámynd: Zaraþústra

sýna skilning*

Zaraþústra, 1.3.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vegir Zaraþústra eru að sönnu órannsakanlegir. "Mesti spámaður og heimspekingur Persa var Zaraþústra, og er talið að hann hafi verið uppi á 6. öld, jafnvel fyrr. Hann þróaði stórmerkilega trúarhugsun sem er að vissu leyti undanfari kristindómsins. Kjarninn í henni er, að í heiminum togist á tvö öfl, hið góða og hið illa" (http://kyle.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=708541). Zaraþústra er þá holdgervingur dúalismans. Ég held að hann sýni skilning og sé góður gæi. Hann meiðir held ég ekki æru, en hefur áðreinalega ært óstögugan kvenmanninn með svona gullmolum: "Stundum finnst mér barátta femínista vera eins og tilraun munksins til að slétta vatnið með því að slá það.  Að sjálfsögðu endar maður rennblautur og vatnið gárast".

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband