Ómars mál fyrir Hæstarétt!

Ef Hæstarétti skyldi detta í hug að staðfesta hinn mjög svo skríta dóm undirréttar ÞÁ þurfa bloggarar landsina að fara að passa sig. Ekki síst Ómar Valdimarsson sjálfur og svo mýmargir nafnlausir huglausingjar.

A hverju má Gauku ekki viðhafa þann gildisdóm að kalla Ómar rasista? Af hverju má Gaukur ekki viðhafa þann gildisdóm að kalla Impregila glæpagengi?

Sigurður Líndal mátti í bréfi til fjölmiðla, vinnuveitenda minna, segja að ég væri ótruaustverður og læki trúnaðarmálum. Dómarinn kallaði það gildisdóm. Hver er munurinn? Siguður leitaðist við að sverta mannorð mitt í augum hugsanlegra vinnuveitenda minna. Er það ekki hroðaleg framkoma? Ekki fannst dómaranum það. öðru máli gegnir hjá dómara þessa máls. Þetta gengur ekki upp. Ég þarf auðvitað að huga að endurupptöku míns máls. Ef Hæstiréttur staðfestir þessa niðurstöðu má Lindal fara að hrinfja í lögfræðinginn sinn.


mbl.is Dómi líklega áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég var krakki þá voru fínir Sjónvarpsþættir sem hétu ,, Hér Gala Gaukar ", en ekki eru allir Gaukar dagsins í dag skemmtilegir og það má sko alveg lækka í þeim sumum, sérstaklega þeim sem ofnota orðin rasisti og rasismi.

Stefán (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:11

2 identicon

Þú vilt semsagt meina að yfirgnæfandi hluti netverja þessa heims séu hugleysingjar, það yrði þér dýrt ef þeir allir færu í mál við þig, það yrði gert á íslandi eða kína eða kannski norður kóreu :)

Nafnleysi hefur ekkert með hugleysi að gera, það hefur ekkert að gera með skæting.
Ég hef verið á netinu frá því að netið varð til í núverandi mynd og einnig fyrir þann tíma, aldrei hefur það komið upp á erlendum síðum og eða usenet að einhver hafi talað um nafnleysi, ég hef bara séð það á klakanum, klakinn er svo smár og það er einfaldlega ástæðan fyrir kröfu um að skrifa undir nafni, ég er viss um að það er fullt af liði hér inni sem er með fake nafn og svo ber að geta þess að flest það sem fólk gerir á netinu er rekjanlegt, það eru mjög góðar líkur á að það náist í rassinn á flestum sem skrifa á netinu.

Að vera undir nafni er þá ávísun á að allt má fljúga, Össur má segja Gísla eins og dautt hross.
Ef þú ert að labba niðri í bæ og það kemur maður sem þú veist hvað heitir og lemur þig, verður þú þá bara sáttur?
Svo kemur maður sem þú þekkir ekki og er með grímu og lemur þig.. þá meiðir þú þig meira og verður sárari, eða hvað :)

Annars tel ég þetta aðför að málfrelsi og ekkert annað, þeir eru heppnir alþingismennirnir okkar sem láta hitt og þetta ljótt fljúga, það er ok vegna þess að við vitum hvað þeir heita :)

P.S. Ég fyrirgef þér því þú kallar mig "huglausingja" ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:16

3 identicon

Það að kalla einhvern rasista eða glæpamann er ekki gildisdómur. Ef ég segi konu traustvekjandi þá er það gildisdómur ef ég segi hana þjófótta eru það meinyrði. Það er hægt að leggja þann gildisdóm á fyrirtæki að manni finnist þau góð eða slæm, stór eða lítil en að kalla þau glæpa- eða þjófafyrirtæki eru meinyrði ekki gildisdómur.

sigkja (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Impregilo er sannanlega glæpafyrirtæki og því hefur hver sem er rétt til að kalla það því nafni tæpitungulaust....og ansi mörg önnur.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.2.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Líndal er í réttu liði. Hann talar fyrir hönd allra "andstæðinga Davíðs" og réttlætir allar þeirra gjörðir. Sama hvert málið er. Að segja að einhver sé ótrúverðugur er enginn smá dómur. Þann dóm fékk ég í Héraðdsómi í Baugsmálinu og sömuleiðis Jón Gerald. Á sama tíma og Jón Gerald er sagður ótrúverðugt vitni af dómara Héraðdsóms Argrími þá fær hinn ótrúverðugi á sig dóm. Er þetta ekki rakalaus vitleysa þetta kerfi okkar ?

Jónína Benediktsdóttir, 28.2.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef til vill getur dónaskapur verið hvimleiður, en sjaldnast er hann verri en svo að ekki sé hægt að losa sig við hann á tiltölulega auðveldan hátt, enda spyrðast líkir fiskar best.  Dónaskapur og vanhuguð orð eru þó sjaldnast skaðleg öðrum en þeim sem tjáir sig með þeim hætti.  Þeir sem hafa vit til að beita skæðari vopnum eru langt innan ramma laganna.  Þessi dómur er til þess fallinn að draga úr tjáningarfrelsi,  einkum þeirra sem minna mega sín.    Er þá ekki verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni?

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 14:31

7 identicon

Fullur, ertu að líkja nafnlausum dólgum á netinu við gyðinga á tímum þriðja ríkisins?

Hildur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:47

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Aumingja nafnlausu bloggararnir. Sjá nýja færslu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 23:49

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Auðvitað má Laissez vera huglaus og þora ekki að koma fram undir nafni.  En þegar fólk er farið að kalla Jón Val og aðra sem leyfa ekki nafnlaus skrif ofbeldismenn og fauta á tímum þriðja ríkisins er grínið hætt að vera fyndið.  Ég verð síðan að taka undir með Friðriki og vera sammála honum. 

Björn Heiðdal, 28.2.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk Björn. Laizzes-Faire túlka ég sem "látið mig í friði". Ég skal reyna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 00:19

11 identicon

Björn, Jón Valur bannar ekki bara nafnlausa, hann bannar allt sem fellur ekki að hans skoðunum.
Þetta gengur svo langt að hann leyfir ekki athugasemdir á meðan hann skreppur á salernið eða eitthvað.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:27

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Dharma og DoctorE skemmtilegir? Jú kannski, eins og góðar hryllingsmyndir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband