"...að setja Drakúla greifa yfir blóðbankann"

„Að hleypa Ólafi Ragnari Grímssyni í fjármálaráðuneytið er eins og að setja Drakúla greifa yfir blóðbankann“.  

 
Sagði Geir H. Haarde á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Borg. Tilvitnun í Nýtt Helgarblað Þjóðviljans 20. janúar 1989.

Kannski afsökunarbeiðnisskylda Geirs sé fyrnd? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Góður.

Ekki ætla ég að verja ummæli sem níða niður persónur, en það er ágætt að rifja svona ummæli upp. Það eru víst fáir heilagir í þessum heimi.

Kristjana Bjarnadóttir, 22.2.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér finnst þetta ágæt myndlíking hjá Geir. En húmoríski undirtónninn hefur fólginn í sér svakalega niðrandi gildisdóm um núverandi forseta. Og óréttmætan í ljósi þess að sjálfstæðismenn eru margfaldir Íslandsmeistarar í útbelgingu ríkisútgjalda og eiga skuldlaust virðingarheitin Skattmann - og Drakúla. Þeir tala oft um skattalækkanir, en eiga þá fyrst og fremst við hátekjufólk og fyrirtæki.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband