Byr í segl sögulegra sátta!

Ég hef sett hér fram þá kenningu að núverandi stjórnarsamstarf verði hugsanlega framlengt og styrkt með inntöku Frjálslyndra. Það hefur svo gott sem enginn tekið mig alvarlega, fyrr en nú að ég sé að Reynir Traustason gerir það í Orðrómi Mannlífs. Þar segir:

Á Austurstrætisfundinum, í höfuðstöðvum Björgólfs Guðmundssonar í gærkvöld, þar sem saman komu Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson er víst talið að saman komu stuðningsmenn áframhaldandi stjórnarsamstarfs en umfram allt halda Vinstri grænum utan ríkisstjórnar til að forðast efnhagslega ringulreið. En þungavigtin gerir sér grein fyrir þeim vanda sem felst í einungis eins þingsætis meirihluta. Hugmyndin sem upp er komin nú er sú að kippa um borð í ríkisstjórnina fyrrverandi sjálfstæðismönnunum Guðjóni A. Kristjánssyni og Jóni Magnússyni úr Frjálslynda flokknum og ná þannig sögulegum sáttum. Davíð var á sínum tíma mjög andvígur meðferðinni á Guðjóni A. innan Sjálfstæðisflokksins, sem var færður niður á lista, og vill fá hann heim aftur. Þá eru kærleikar frá fornu fari á milli Jóns Magnússonar og Friðriks Sophussonar og mögulegt að byggja brú þar...

Eitthvað virðist kenning mín núna vera minna vitlaus en hún var. Spurningin er þá aðallega hvað eigi að gera við og hverju megi búast við af hálfu Kristins H. Gunnarssonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband