Farþegi í BreiðAvíkurmálinu?

Ég er ekki allveg að fatta þessar hnútur í garð Kastljóssins frá annars ágætu DV fólki og Heimi og Sirrý. Viðbrögð þeirra síðastnefndu voru vitaskuld út í hött og ekki takandi mark á, en verra þótti mér að lesa þá einkunn Sigurjóns M. Egilssonar að Kastljósið væri "farþegi í Breiðuvíkurmálinu". Ég get svo sem skilið að Sigurjón vilji eigna DV einhvern heiður og allt í lagi með það, en farþega-lýsingin er afar óverðskulduð. Umfjöllun Kastljóss alla þessa viku hefur verið ítarleg og þrotlaus vinna þar að baki. Nefna má tárin áhrifamiklu sérstaklega, en ekki síður var það áhrifamikið þegar uppundir tugur fórnarlamba ofbeldisins kom saman í útvarpshúsinu til magnþrungins endurfundar. Kastljósshópurinn hefur unnið mikið og faglegt starf í þessu máli og á hrós skilið og nefni ég sérstaklega Þóru og Þórhall.

Ég vil ekki gera þetta aukaatriði um farþega að stærra máli en aðrir hafa gert, en bæti því við að ef Kastljós er farþegi þá er DV það líka - því DV startaði EKKI þessu máli. Allt eins mætti benda á fórnarlömbin sjálf og kannski ekki síst Kristinn Hrafnsson og Bergsvein Björgólfsson - en það voru einmitt þeir sem komu "Breiðavíkurbörnunum" út úr þykkri skelinni. Hvað með þá Sigurjón?

Svo annað aukaatriði: Það er BreiðaAvík en ekki BreiðUvík. Víkin er ekki breið í umfangsmerkingu, heldur nefnd eftir manni að nafni Breiði skilst mér. Heyrt að Breiði komi úr norsku sem Brede sem er jökull - og sú merking gæti líka átt við t.d. Breiðamerkursand o.s.frv. - sandinn við jökulinn, en ekki sandbreiða. Nóg af aukaatriðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Kæri Friðrik

Mér finnst afar þurft að upplýsa þetta mál en þó get ég ekki annað en efast um vinnubrögð Kastljóssins.  Eins og ég sagð þá er nauðsynlegt að upplýsa málið.  En nokkrar einfaldar spurningar væru nóg (fyrir utan skottspurningar sem felast í því að bregðast við því sem viðmælendur svara).  Sjónvarpið er vitaskuld myndmiðill.  En hann er unnt að nota til annars en að mynda tárvota miðaldra menn.  Ég legg til nokkrar einfaldar spurningar:

Hvenær varst þú í Breiðavík?

Hvers vegna varstu þar?

Hvernig var vistin?

Var engin munur á starfsfólkinu?  Viðhöfðu allir sömu svívirðingar og misþyrmingar? 

Hvað gerðirðu þegar þú losnaðir þaðan?  Hvernig gekk þér að fóta þig í tilverunni?  Fékkstu einhverja aðstoð?  Gerirðu þér grein fyrir hvers konar (ef einhverja) hjálp þú þarfnast í dag?  Hefurðu haldið sambandi við þá sem dvöldust með þér í Breiðuvík?  Veistu um örlög þeirra?

Geturðu nú þetta mörgum árum síðar gefið stjórnvöldum ráð um það hvernig beri að fara með má ykkar sem dvöldust í Breiðuvík?  Gerirðu þér grein fyrir því hvers konar hjálp þið þurfið helst á að halda?

Sigurður Ásbjörnsson, 9.2.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg tek undir þetta með þer S.Á.það er gott að fá svar við þessu ,og við sem erum á minum aldri vitum að þetta voru allt aðrir tima en i dag,Einangun þarna mikil og í henni þeifst margt bæði gott og slæmt/Lika i mirkrinu!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.2.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband