Færsluflokkur: Enski boltinn

Ég stræka á fundi þegar strákarnir spila

 Íslenska landsliðið í knattspyrnu á æfingu Pétur Pétursson...

   Það er ég viss um að "kerlingar af báðum kynjum" innan allra stjórnmálaflokka séu nú í óða önn að skipuleggja pólitíska fundi næsta miðvikudag, akkúrat þegar Skotland er að taka á móti Íslandi í fótboltanum.

Ég hef oft orðið gramur yfir því þegar "kerlingar af báðum kynjum" finna aldrei betri fundartíma en kl. 3 á laugardögum, þegar Liverpool, Manchester United, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru að spila.  Ég þykist vita að sömu "kerlingar af báðum kynjum" hafi ekki hugmynd um að það er landsleikur í fótbolta næsta miðvikudagskvöld og eru um það bil að boða til áríðandi fundar akkúrat þá.

Hef ég ekki rétt fyrir mér?


mbl.is „Eigum ágæta möguleika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höldum með sigurvegurunum, er það ekki?

Okkur líkar best við þá sem eru bestir og vinna oftast og glæstu sigrana, er það ekki? Hjá sumum gætir tilhneigingar til að halda með þeim sem aldrei vinna, „the underdogs“, en sú árátta hefur sjálfsagt verið að hverfa á tímum nýfrjálshyggjunnar, efnishyggjunnar og einstaklingshyggjunnar (survival of the fittest/fattest). Í lífsins baráttu viljum við vera eins og sigurvegararnir – Liverpool og Manchester United.

Enski boltinn hefur löngum átt hug og hjörtu landsmanna, einkum karlkyns en líka í vaxandi mæli kvenkyns. Af hundruðum liða í Englandi höfum við flest ákveðið að halda með þeim sem vinna oftast. Við viljum tapa sem sjaldnast og helst aldrei. Við viljum lágmark eina gullmedalíu hvert ár.

Deild Enska boltans hjá mbl. Is hefur undanfarnar vikur staðið fyrir „liðskönnun“ okkar á meðal um stuðning við Ensk lið og nú áðan höfðu 11.673 greitt atkvæði í könnuninni (sem er fádæma mikið í net-könnunum hér á landi). Staðan hefur lítt breyst að undanförnu og er svona:

Hvert er þitt lið í ensku úrvalsdeildinni?

Liverpool             32,7%

Man.Utd             27,4%

Arsenal                15,6%

Chelsea                 5,9%

Tottenham           4,8%

West Ham            3,3%

Newcastle            1,7%

Aston Villa            1,6%

Everton                 1,5%

Man.City               1,5%


Það eru til fjölbýlishús með um 500 íbúa. Líkast til er þar að finna 163 Púlara, 137 Manútara, 78 Gönnera, 29 Clesíara, 24 Spursara, 17 Westhamara og síðan 52 sem halda með ýmsum öðrum liðum.

Efnt til knattspyrnumóts gætu Púlarar sent nær 15 (ellefu manna) lið, Manútarar 12, Gönnerar 7 lið, Chelsíarar 2 (og hálft) og Spursarar 2 lið. Ofsalega mikið um rauða boli!

75.7% halda með 3 liðum, þeim sigursælustu auðvitað. Mér finnst raunar merkilegt hve mínir menn, Spurs, njóta mikils fylgis hérlendis, miðað við kröfuna um helst „dollu“ á hverju ári, sem áreiðalega er vænting stuðningsmanna þriggja til fjögurra efstu liðanna á listanum. Þrír af hverjum fjórum halda með dollu-liðunum. Mest er ég hissa yfir því að Chelsea hafi ekki hoggið stærri skörð í hlut þriggja efstu, eftir Eiðstímabilið. Ég er líka svolítið hissa að KR-búningur Newcastle hafi ekki skilað meiri árangri.

En það sem vekur einna mestu athyglina hjá mér er brotthvarf Lídsaranna. Miðað við það sem ég man er ég handviss um að Leeds United hafi hér fyrir bara 10-20 árum náð allavega fjórða sætinu með kannski 10%. Nú virðast fylgismenn liðsins hafa gufað upp að mestu. Af hverju ætli það sé? Jú, liðið varð gjaldþrota, féll um tvær deildir og vinnur núna aldrei „dollur“. Við höldum ekki með svoleiðis liðum.  -

p.s. Hef „falið“ reiði-pistlana mína í bili en ekki eytt þeim. Þeir eru og verða áfram til, en fá hvíld frá lesningu að sinni.


Heldur Guð með United eða Chelsea?

Sonja Bjork fotboltakappiÞað eru nokkrar mínútur í lokaumferð Enska boltans. Ég hljóp til áðan, niður í bæ og ætlaði í Kolaportið og í bakarí, en allt var lok, lok og læs. Villuráfandi útlendingar höfðu enga skýringu, en ég fann Íslending sem sagði mér að það væri Hvítasunnudagur. Það vissi ég ekki. Var send út fréttatilkynning?

En þetta leiddi mig til spurningarinnar, sem rétt er að spyrja opinberlega núna, áður en leikirnir byrja. Heldur Guð með United eða Chelsea?

Og hvað fallbaráttuna varðar; hvaða botnlið hefur syndgað minnst eða er Guði mest þóknanlegt í þá veru að falla ekki; Fulham, Reading eða Birmingham.  Veit Guð af Íslendingunum í Reading og að á Íslandi er fólks svo gott að loka Kolaportinu og bakaríum í dag?

Jæja, svörin verða ljós von bráðar...

(Myndin er af Sonju Björk, litlu frænkunni minni í Seattle) 


mbl.is Úrslitin ráðast í Englandi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband