Færsluflokkur: Ljóð

Næturhjal

 

Þú sagðir víst að nóttin væri

vindasöm og hrein.

“Úr afkimunum þyrlast þá

þjóðar sálar mein.”

 

Þú sagðir og að óravíddir

öllum blöstu við.

“Er þó allt svo nándar nærri,

því nóttin er upphafið.”

 

Ég sagði við þig ,,Nótt er nótt

með niðaskugga,

og gífurtal um gæðin þá

er gömul tugga.”

 

“Ekki máttu,” mæltir þú,

“mátt og hug þinn skorða,

af tilviljun ég svona tók

táknum prýtt til orða.”

 

Ég sagði þér að slaka á.

“Senn nú fer að rofa

og fíflin ein á fótum enn.”

                                                       Þá fórstu loks að sofa.

 


Ég vil fyrsta sætið

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Gallinn er sá að ég finn ekki flokk við mitt hæfi.

Líklega verð ég því að draga framboð mitt til baka.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband