Drög að umsókn? Já eða nei!

 Mynd 483567

Í viðtengdri Moggafrétt segir: "Utanríkisráðuneyti Íslands hefur þegar lagt drög að umsókn um aðild að Evrópusambandinu í byrjun næsta árs, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum euobserver". Fyrirsögn með fréttinni er með spurningamerki, en fréttin fór inn kl. 9:38. Nú klukkutíma seinna hefur enginn sagt af eða á hvort frétt euobserver sé rétt.

Það eru grafalvarlegir hlutir að gerast. Sameinuð ríki Evrópu, önnur ríki og IMF hafa þvingað okkur með ofbeldi til að semja um Icesave reikningana (jú, meðal annars vegna kennitöluflakks og mismununar af okkar hálfu), stjórnvöld vilja ekki segja okkur frá skilmálum IMF fyrir láni og þessi undarlega frétt í Mogga segir að utanríkisráðherra, ef ekki ríkisstjórnin öll, hefur þegar lagt fram umsóknardrög til ESB (reyndar segir bara "lagt", ekki einu sinni "fram", hvað þá "til").

Það verður að greiða úr þessari flækju og það verða fjölmiðlar að gera strax áðan. Morgunblaðið verður að útskýra þessa frétt sína ekki seinna en áðan. Við þurfum að fá að vita um smáatriði Icesave-samninganna og IMF-skilmálanna ekki seinna en í síðustu viku!

Það er morgunljóst að stjórnvöldum er ekki treystandi til að vinna að málefnum Íslands að tjaldabaki. Mér sýnist að ekki sé einasta þörf á utanþingsstjórn, heldur að hún verði skipuð óháðum erlendum sérfræðingum! Bara ekki frá ESB, auðvitað. Suður-Ameríka kemur fyrr upp í hugann. Hugo Chavez er kannski til í slaginn.


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við þurfum utanþingsstjórn strax

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 10:53

2 identicon

Ooohhh, hvað það fer í taugarnar á mér þegar menn kalla allt ofbeldi eða hryðjuverk, eins og þessi orð þýði ekki neitt. Ofbeldi er ekki bara að gera einhverjum eitthvað. Ef þeir hefðu neytt okkur með ofbeldi hefðu þeir verið með herinn tilbúinn til að ráðast inn í landið.

Fyrir utan það er ég alveg sammála þér.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Helgi Hrafn; ofbeldi er ekki bara líkamlegs eðlis, það áttu nú að vita. Andlegt ofbeldi getur verið verra en líkamlegt! Ef einhver er að svelta til bana og þú gefur viðkomandi ekki mat nema gegn íþyngjandi skilyrðum þá er það ofbeldi!

Stundum þarf handrukkari ekki að gera annað en að sýna sig eða láta heyra í sér, ekki satt? Hann þarf ekki alltaf að brjóta hnéskeljar.

Ef Icesave-samkomulagið felur ofan á ofangreint í sér að fallið hefur verið frá málssóknum gegn Breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaganna, bæði eða annað hvort af hálfu ríkisins og Kaupþings, þá er fokið í flest skjól.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Landi

Friðrik..verðum við að ekki að bíða til kl 12:00 þá kemur líklega (Mín spá) tilkynning frá Geir og Sollu um að blaðamannafundur verður kl 15:00 eða 16:00.. Varðandi inngöngu í ESB.

Landi, 17.11.2008 kl. 11:22

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mikið svakalega hljótum við að vera í slæmum málum og hafa illar gjörðir á samviskunni ef okkar eina ráð er að sækja um í ESB núna, eftir ofbeldi ESB í okkar garð. Burt séð frá hugsanlegum kostum við ESB-aðild þá finnst mér lágmark að góður tími líði og að leyft verði að fenna yfir yfirstandandi auðmýkingu.

Við höfum augljóslega gert eitthvað algerlega óafsakanlegt af okkur. Til dæmis að lofa innlendum áhættusæknum innistæðueigendum sem mestri endurgreiðslu á sama tíma og við ætluðum að neita að borga erlendum innistæðueigendum. Mér sýnist morgunljóst að innlendir innistæðueigendur með áhættureikninga hafi bara átt að fá loforð um EES-lágmarkið, 20.888 pund, eins og erlendir. Það hefði enda verið í samræmi við frjálshyggjuna; þú tekur áhættu en færð á móti hærri vexti og ef áhættan fellur gegn þér þá tapar þú. IMF starfar enda samkvæmt þessum línum; fyrirtæki og einstaklingar eiga að fara í þrot hafi þau meðvitað tekið ákvarðanir sem heppnuðust ekki. Það er gegn þessum anda að Ísland bjargi þeim innlendu innistæðueigendum sem tóku rangar ákvarðanir, hvað þá að sagt sé á sama tíma að útlendu aumingjarnir sem gerðu hið sama megi éta það sem úti frýs.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Friðrik.

Er ekki farið að daga í huga þ´ðinum, að Samfylking gegn Íslandi sé á baugi nú um stuundir og á óðöl sín og lenduur í Kratisma og undirlægjuhætti þeirra?

Mér flökrar enn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 11:42

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þér má flökra, Bjarni, en í guðannabænum gubbaðu annarsstaðar!

Ef þú heldur að ástandið sem við erum í sé meira Samfylkingunni en Íhaldinu og Framsókn að kenna þá hefur þú borðað einhvern óætan mat. Samfylkingin á sitt, en fyrri ríkisstjórnir hönnuðu ástandið!

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 12:07

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki voru drög að umsókn þá uppi á borðum, svo mikið er víst.

Hinsnvegar er það að miklu leiti sk EES og Fjórfrelsisins og ofur ástar á þeim skilmálum að sögn innvigðra, nánast ósnertanlegu, að við fórum til botns í þeirri gjá sem myndaðist vegna Vöndlaframleiðslu Goodmanns og Singmanns (nafngiftir HKL) vestra.

Gjáin hefði að einhverju leiti verið brúanleg, hefðu menn ekki keppst við, að segja Davíð ekkert vita, hvað hann segði í fyrra um þetta leiti og jafnvel fyrr, ef lesnar eru ræður hans við vaxtaákvarðanir og annarra funda SÍ og VÍ og fleiri stöðum.

ÞAr varaði hann við ofþenslu Bankakerfisins.  Hann tók út fé sitt á tímum upphafs Græðgisvæðingar en uppskar ekkert nema aðhlátur Hagfræðinga.

Nei við erum ekki stikk frí við Sjálfstæðismenn en Evrusinnar og ofurheilagleiki þeirra hvað varðar ,,reglur um samkeppni" á EES svæðinu og svo frv.  svo sem andstaðan við hækkanir bindiskyldu líkt og DO vildi fljótlega efitr að hann kom í SÍ.

Meira síðar .

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Landi

Nákvæmlega Friðrik,það virðast allir eiga að éta það sem úti frýs.

En það verður fróðlegt að heyra eða lesa um hvað kemur frá þessum fundi í dag kl 16:15.

Líklega eða ég myndi telja að einnig kæmu einhver svör um þessa umsókn í ESB,eða öllu heldur koma blaðamenn til með að spyrja svo skulum við sjá til hvort það komi svör.Samt hef ég svo sem enga trú á því frekar en fyrri daginn að að komi allt fram á þessum fundi og þjóðin verður svo að ráða í gátuna.

Landi, 17.11.2008 kl. 14:39

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Drög að umsókn" er ekki vandamálið, Bjarni. Hrunið stafar ekki af því að drög voru til eða ekki til. Hrunið varð til sem afleiðing af því samfélagskerfi sem Davíð vinur þinn bjó til. Þið vælið yfir því að "vondir" menn hafi komið og eyðilagt dásamlega frelsið hans Davíðs, en gleymið því að frjálshyggjan gerir beinlínis ráð fyrir "vondum" mönnum, sem til eru í hvaða skemmdarverk sem er ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum.

"Drög að umsókn" er ekki það vandamál sem hrakti Ísland út í þá auðmýkingu sem Vestræn lönd og alþjóðastofnanir hafa nú hrakið okkur í. Aðildarumsókn kann að verða áþvinguð nauðung vegna þeirrar stöðu sem við erum komin í, en hún er ekki orsök að neinu fram að þessu. Þú ættir að skipta út ESB fyrir Davíð og Co., Bjarni.

Geir, Davíð og Solla eiga núna, samkvæmt Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, að "tryggja að skuldabyrði vegna Icesave muni ekki sliga íslenskan efnahag" og ráða því hvar "línan liggur". Með þetta fólk og þess lausnir í huga getur vel verið að okkur sé mun betur borgið innan ESB - pældu í því!

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband