Siv Friðleifs og lekinn

 Það er fínt framtak hjá Siv Friðleifs, þingmanni Framsóknarflokksins, að bóka kröfu á fundi utanríkismálafundar Alþingis að öll gögn komi upp á yfirborðið varðandi samskipti íslenskra og Breskra ráðherra í aðdraganda hrunsins mikla og hryðjuverkaaðgerða Breta. En henni fatast flugið eftirminnilega þegar kemur að því að álykta um símtalið fræga sem "lak".

Svo er á henni að skilja að "leki" símtalsins sé Íslandi mikið tjón!  „Upplýsingaleki af þessum toga veldur óbætanlegum álithnekki á íslenskri stjórnsýslu og stórskaðar stöðu Íslands í samskiptum við stjórnvöld annarra landa.  Í kjölfar þessa er ólíklegt að ráðherrar annarra landa treysti sér til að eiga trúnaðarviðræður við íslenska stjórnvöld og ráðherra um nokkurt sem máli skipti um langt skeið. Verða slík samtöl væntanlega um léttvæg mál allt þar til tekist hefur að skapa traust á íslenskri stjórnsýslu á nýjan leik. Beðið er um að nefndin verði upplýst um hvernig ofangreint símtal lak til fjölmiðla í ljósi alvarleika málsins,“ segir í bókun Sivjar.

Nei, Siv; "lekinn" olli Breskum stjórnvöldum álitshnekki, ekki Íslenskum. Símtalið sýndi að þeir lugu að okkur og notuðu lygina til að réttlæta setningu hryðjuverkalaga, sem ollu okkur óbætanlegu tjóni og sökkti Kaupþingi. Ég fagna þessum leka, því stundum brýtur nauðsyn lög. Þeir erlendu samningamenn sem hugsanlega vantreysta Íslandi vegna "lekans" sjá þetta í hendi sér. Að þetta var sjálfsvörn eftir stríðsyfirlýsingu og -aðgerðir Bresku ráðherranna.

Sérstaka athygli vekur að Siv heimtar að utanríkismálanefnd verði upplýst um hver lak! Ég vil hengja orðu á þann sem lak - Siv vill viðkomandi í fangelsi?


mbl.is Öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra og Darlings verði lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hún ekki bara að hugsa um sjálfa siv - eins og venjulega?

Árni Leifur (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Athyglisvert:

On Oct 11, 2008, Mike Smith said:

My advice to Geir Haarde and his chums is to look very carefully at how much compensation the British and Luxembourg governments gave to wholesale depositors, including Local Authorities, when the bank BCCI failed in 1991.

BCCI was regulated by the Bank of England and registered in Luxembourg. Geir might like to ask Gordon why the Western Isles Council is still paying off a 30 year loan to the Scottish Office in respect of help they were given as a result of losing £24 million in BCCI (they got a lot of it back from the liquidators of BCCI but they haven’t paid off the loan yet as far as I know). Or, when it comes to it, why didn’t the British Government give local authorities at that time the protection our government now demands from the Icelandic Government?

I think the Icelandic taxpayer and the Icelandic Government have the right to have questions like this answered before they hand over vast sums of money to Big Gordie.

Good luck, Iceland. I think you’re going to need it.

Þetta má finna á eftirfarandi vefsíðu:

http://www.icenews.is/index.php/2008/10/11/delicates-from-the-uk-in-iceland-to-talk-finance-crisis/

 VANN EKKI EINHVER NAFNTOGAÐUR ÍSLENDINGUR HJÁ BCCI, ANNARS?

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband