Tímaþröng og vinnuálag

Meðal veigamestu áhersluatriða í viðurkenndum vinnubrögðum og siðareglum blaða- og fréttamanna á alþjóðavísu eru nákvæmni og vandvirkni. Í siðareglum Blaðamannafélags Íslands er ekki farið mörgum orðum yfir þetta, heldur einfaldlega sagt: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er. Siðareglur erlendra blaðamannafélaga og alþjóðasamtaka þeirra eru víðast hvar nokkuð ítarlegri og kveða meðal annars á um vandvirkni og ábyrgð. Því til viðbótar er talað um sanngirni hvað ólík sjónarmið varðar og jafnvel er gerð sú krafa að menn kunni að greina kjarnann frá hisminu (sjá t.d. siðareglur Society of Professional Journalists). Augljóslega er ekki hægt að fullnægja þessum skilyrðum með því að kasta til hendinni og sópa út hálfunnum fréttum.

En þetta er samt veruleikinn sem blasir við íslenskum blaða- og fréttamönnum. Það virðist stundum vera litið á það sem náttúrulögmál að hver blaða- og fréttamaður eigi dag hvern að skila af sér sem allra flestum fréttum og ekki seinna en í gær. Ætla má að á hverjum degi séu reglur um vandvirkni og nákvæmni gróflega brotnar! Það er enda fast að því einróma álit reyndra blaða- og fréttamanna á Íslandi að stéttin búi við mikinn tímaskort við upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu frétta sinna.

Sjá nánar www.simnet.is/lillokristin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband