Fjórða valdið

Hugtakið Fjórða valdið (eða fjórða grein valdsins) hefur verið notað um fjölmiðla allt frá 19. öld til að ná yfir það hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum og öðrum ríkjandi öflum virkt aðhald, svo sem með því að koma upp um spillingu og upplýsa um gjörðir almennt, sem ella dyldust almenningi. Þetta aðhaldshlutverk hefur löngum verið talið eitthvert mikilsverðasta hlutverk fjölmiðla. 

Í könnun minni voru tvær spurningar er lutu að Fjórða valdinu. Niðurstöður voru mjög athyglisverðar og bera með sér að fjórðavaldshugtakið sé verulega umdeilt sem slíkt, en alls ekki aðhalds- eða varðhundahlutverkið. Tæplega 49% svarenda sögðu já við fyrri spurningunni, en 41% sögðu nei.

Sjá nánar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband