5.11.2009 | 22:22
Ég er ekki á flótta
Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er ekki á flótta.
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað hér á Mogga-blogginu lengi er að ég er enn stórhneykslaður á því að ekkjan úr Eyjum og Óskarinn hennar hafi rýrt trúverðugleika Morgunblaðsins með aldeilis fráleitri ritstjóraráðningu.
Um sinn er ég að blogga á Eyjunni, hvað sem síðar verður.
Vonandi ná fagmenn Moggans að hemja... standa upp í hárinu á... segja sannleikann þótt... eh... finna nýja ritstjóranum skaðlausan farveg...
Það vantar mann í að fara vestur að tuska þessa Kana til, til dæmis.
![]() |
Íslensk kona á flótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 702024
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Sigurveig Eysteins
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- AK-72
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Charles Robert Onken
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Athugasemdir
Það er alltaf sama sagan, þegar taka þarf til hendinni þá er DO bestur.
Gaman að sjá þig aftur.
Ragnhildur Kolka, 5.11.2009 kl. 22:47
Gaman að sjá þig, kall. Ég var farinn að sakna þín
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 00:00
Úbs, hélt ég hefði skráð mig út... House truflaði mig.
En það var auðvitað. Hægri mennirnir að sakna mín mest. Oh boy!
Hvar er útskráningartakkinn? Má ég nú sjá...
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 00:38
Heldurðu að þessi söknuður geti, hugsanlega, falist í því að hægrimenn fá meira út úr skoðanaskiptum en vinstrimenn? Séu opnari fyrir umræðunni, ekki eins einstrengingslegir og uppteknir af því að lifa lífi annarra.
Ragnhildur Kolka, 6.11.2009 kl. 07:57
Það er engum til sóma að uppnefna fólk. Þó hún hafi misst manninn sinn er óþarfi að kalla hana sínkt og heilagt ekkjuna úr Eyjum.
Magnús (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 09:04
Sæll nafni og gaman að sjá þig aftur á þessum vettvangi.
Eigendur mbl töldu það þjóna best hagsmunum sínum að ráða Davíð Oddsson í þetta starf. Hvort maður er sammála eigendunum í þessu mati þeirra eða ekki þá er þetta fólk með mikið undir að rekstur blaðsins gangi vel og því verða þau að fá að ráða því hvern þau vilja hafa í forsvari fyrir rekstrinum.
Síðan er það mat hvers og eins hvar hann vill skrifa sína pistla. Mér finnst þessi vettvangur hér á mbl.is vera liprasti og skemmtilegasti vefurinn til þess. Hægt er að setja inn myndir, "linka", breyta formi á texta, o.s.frv að ógleymdum Púkanum.
Þá finnst mér fréttaflutningurinn hér á mbl.is aftur hafa batnað upp á síðkastið og menn eru að ná þar fyrri stöðu.
Hver situr hvar í þessu litla samfélagi okkar mun ekki að hafa nein áhrif á okkur sem erum þátttakendur í þessu nýja afl í samfélaginu, blogginu, sem er í raun að verða að "fimmta valdinu" ef við segjum að hefðbundnir fjölmiðlar séu "fjórða valdið".
Pistlaskrifarar munu halda áfram að segja meiningu sína á mönnum og málefnum á vefsíðum landsins óháð öllum hagsmunum, tengslum og stjórnmálaflokkum og hver er forsætisráðherra og hver er ritstjóri Moggans á hverjum tíma.
Þar fyrir utan að ef þú er ósáttur við þessa ráðningu á Davíð til Moggans þá ert þú í miklu betri stöðu að gagnrýna það sem bloggari á mbl.is en að blogga um það á öðrum vefsíðum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 10:31
Nú segir DV að Mogginn hafi misst 10 þúsund áskrifendur. Lauslega reiknað eru þá farnar 407 milljónir úr ársveltunni! Ef satt er, er þetta þá ekki meira hrun en varð í þjóðfélaginu síðasta haust? Hrynur allt sem blessaður karlinn kemur nálægt?
Snati (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 13:22
Kolka: Bráðfyndið. Hægrimenn opnari fyrir umræðu.... þú hefur hárbeittan húmor. Helgeggjaðan.
Takk fyrir tilskrifin nafni. Við sjáum hvað setur.
Tíu þúsund áskrifendur sögðu upp Mogga eftir ráðningu Davíðs í ritstjórastól samkvæmt könnun
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 15:26
"Magnús" (ef þú heitir það): Er það uppnefni að kalla ekkju ekkju? Ekki finnst mér það. Vertu ekki að troða einhverju upp á mig sem býr fyrst og fremst í þínum heila (eða líklega frekar hjarta). Það er beinlínis svívirða af þinni hálfu að gera því skóna að ég sé á einhven hátt að gera lítið úr því að konan hafi misst mann sinn. Svei þér!
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 15:31
Ef rétt er að 407 milljónir séu horfnar úr ársveltunni, þá jafngildir sú upphæð launum fyrir tæplega 70 starfsmenn, sem allir væru með 500 þúsund kall á mánuði. Það munar um minna.
Snati (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 15:37
Friðrik, afsakaðu að ég skildi misskilja þetta svona. Yfirleitt er fólk ekki skilgreint eftir því hvort það hefur misst maka eða annan ættingja (svo ég muni eftir), nema þessi kona. Þegar ég slæ inn á Google Ekkjan úr Eyjum fæ ég upp 3.600 síður og rúmar 4.000 síður fyrir Ekkjan úr Vestmannaeyjum. Hvað með það þótt hún hafi misst manninn sinn, er það hennar aðaleinkenni? Heitir hún ekkert? Mér finnst það óvirðing að kalla hana sífellt ekkjuna úr Eyjum. Ef þér finnst það ekki þá nær það ekki lengra. Mér finnst eins og þetta heiti (uppnefni) hafa verið notað til þess að skýra það að hún eigi mikið fé og þannig á vissan hátt verið að gera lítið úr henni.
Væri rétt að kalla ungan þingmann úr Kópavogi (ímyndað dæmi) sem misst hefði báða foreldra sína, munaðarleysingjann úr vesturbænum? Og spyrja síðan: Er það uppnefni að kalla munaðarleysingja munaðarleysingja?
Ég var heldur ekki að segja að þú hefðir gert lítið úr því að hún hefði misst manninn sinn, frekar að það væri ekki til sóma að vera að uppnefna (hefði kannski átt að nota annað orð) fólk.
Svo er óþarfi "að gera því skóna" að ég ljúgi til nafns. Svei þér!
Magnús (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 16:10
"munaðarleysingjann úr Kópavogi?", átti þetta að vera.
Magnús (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 16:15
Fyrir vestan (á fjörðum) er alþekkt að fólk hafi viðurnefni, og reyndar víðar.
Eitt sinn voru tveir bræður fyrir vestan, Jón og Magnús. Jón var þekktari fyrir margra hluta sakir og Magnús fékk viðurnefnið "Maggi, bróðir Jóns"
Magga þótti þetta alltaf frekar hvimleitt... að vera kenndur við bróður sinn, frekar en að vera þekktur af eigin verðleikum.
Svo deyr Jón og Maggi, sem syrgði bróður sinn auðvitað, hugsaði þó með sér að nú yrði hann loksins laus við viðurnefnið.
En eftir bróðurmissinn var Maggi aldrei kallaður annað en
"Maggi, bróðir Jóns heitins".
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 16:24
Ég skil ekki af hverju margir eru að fara af Moggablogginu. Maður á að vera þar sem hættan er mest þó svo ég hafi ekki lent í mannraunum á Moggablogginu.
Mín fræði eru þau að teljir þú þig eiga óvin,( sem ég veit ekkert um hvort menn telji að svo sé hér á Moggablogginu) að þá skaltu reyna að sitja við hlið hans. Þannig hefur bestar gætur á honum.
Vertu ævinlega velkomin hér á Moggablogginu Friðrik Þór. Þetta er eins og að sitja hlunnindajörð, mikil réttindi sem við bloggarar höfum á meðan við förum eftir samningum og ekki er brotið á okkur, mikil verðmæti í þessu bloggi og áhrif sem erfitt er að mæla.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.