26.7.2009 | 11:50
Lystisnekkja Jóns Ásgeirs selst ekki...
Vinningshafinn í Lottóinu gæti vippað sér í að kaupa lystisnekkju Jóns Ásgeirs, "One O One" (101), sem lengi hefur verið skráð til sölu og hefur hríðlækkað í verði svo hundruðum milljóna króna varðar.
Reyndar er hægt að leigja lystsnekkjuna og átti vikuleiga "duggubátsins" víst að kosta allt að 34 milljónum krónum. Þá hefði Lottóvinningurinn dugað í hvað, eina og hálfa viku?
Lystisnekkjan hefur víst lækkað í sölu úr meira en 30 milljón Evrum, svo í 24 milljónir og nú síðast í rúmlega 19 milljónir Evra.
Úr cirka 5 milljörðum í 3.5 milljarðar - á genginu sem "snillingarnir" skömmtuðu okkur.
![]() |
Vann 46 milljónir í Lottó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 699673
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Sigurveig Eysteins
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- AK-72
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Charles Robert Onken
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Íþróttir
- Fyrrverandi leikmaður Liverpool keyrði á kaffihús
- Hvaða lið verða í pottinum?
- Atlético síðasta liðið í 16-liða úrslit
- Tryggvi með þeim bestu á Spáni
- Allir farnir að bryðja smákökurnar fyrir jólin
- Valskonur aftur á sigurbraut
- Fimmti sigur Keflavíkur í röð
- Aron og Jóhannes upp um deild eftir ótrúlega dramatík
- Jesus með þrennu Atalanta áfram
- Grindavík skoraði tvö stig í 4. leikhluta
Athugasemdir
Ég var farinn að halda að allir væru búnir að gleyma Jóni Ásgeiri og Co., enda virðist einhvers konar þöggun í gangi hvað hann varðar í íslenskum fjölmiðlum. Skyldi það vera tilviljun?
Annars hefði verið ágætt að RÍKIÐ hefði fengið þennan vinning og sett upp í Icesave skuldirnar. Fínt að setja það upp í 2ja milljarða kr. ,,gjöf" Íslands til Bretlands til Breska fjármálaeftirlitsins, fyrir að vinna vinnuna sína.
Jón Baldur Lorange, 26.7.2009 kl. 12:16
Feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes, sem og Björgólfs-feðgar sigldu sinn sjó, heldur betur við fögnuð stórs meirihluta þjóðarinnar, sem á fáum árum tók þá í dýrðlingatölu.
Björgólfur eldri var öðrum mönnum betri svo ekki væri nú talað um Jóhannes, nú eða afkvæmin, synina.
Varla er liðið ár síðan forseti lýðveldisins Íslands skenkti forsetaverðlaunum á Jón Ásgeir fyrir útrásartakta og fálkaorðunni var svo dreift vítt og breitt.
Og nú ætla bestu vinir þeirra útrásarvíkinga í dag, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. að sjá til þess að við - þjóðin - borgum sjávarsiglingar þeirra, flugferðir og svo allt þetta hitt, sem við höfum ekki hugmynd um.
Nú svo á að marsera okkur inn í Evrópusambandið og "skammtsetja" fjölskyldur landsins næstu áratugina og stuðla að eymd og volæði.
Svei-mér-þá er ekki verið að fara með land og þjóð "hokursmegin" við árið 1922?
Eru næstum því allir búnir að gleyma því að þarna voru á ferðinni einstaklingar með einkahlutafélögin sin, sem komu og koma okkur nákvæmlega ekkert við?
Eru allir búnir að gleyma því að umræðan um innstæðutryggingar og ríkisábyrgð á bönkunum var "tekin" fyrir yfir 6 árum síðan - heldur betur?
Niðurstaðan var skýr þá ... hví ættu málin að líta eitthvað öðruvísi við nú?
"Garðar Hólm" (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 14:14
Ég á þessa snekkju..... og þú og þú og þú og þú.... sækjum hana bara
Heiða B. Heiðars, 26.7.2009 kl. 15:40
Góðan dag.
Getur einhver frætt mig á því hvernig það kemur Jóni Ásgeiri til góða að Íslendingar skrifi undir icesafe og fari hraðferð í ESB? Samfylkingrsnepillinn hans vílar ekkert fyrir sér að birta hvern hræðsluáróðurinn á fætum öðrum um ragnarökin sem fylgja ef ekki verður látið undan kúgun annara þjóða.
Hvað hangir á spítunni hjá Jóni? Sér hann fram á að það opnist fyrir lán í erlendri mynt svo hann geti farið að leika sér aftur eða hvað?
AA (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:54
Sammála Heiðu. Sækjum dallinn. Einhver þarna úti með skipstjórnarréttindi? Kannski þarf bara að ýta á "Auto-pilot" eða þannig....
Auðvitað á fólk að hugsa sig tvisvar um þegar það fer út að versla. Erfitt að segja fátæku fólki að nota ekki ódýrustu kostina og kannski frekar að sleppa dýrari búðum Baugs, en svo er líka til Krónan, Europris og fleira slíkt.
Og ekki gleyma að stræka á Hollenskt; Philips, Heineken og fleira.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.7.2009 kl. 17:23
Mér er sagt að ekki-skráðum-notendum gangi eitthvað illa að senda komment á þessa færslu, staðfestingarpóstur berist ekki frá mbl.is. Vona að það sé ekki vandamál, nema bara að ég reyndi að setja komment inn fyrir einn áhugasaman og er enn að bíða eftir staðfestingarpóstinum. Hmmmm.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.7.2009 kl. 20:45
Ég fékk eftirfarandi í tölvupósti frá einstaklingi sem ekki er innskráður Moggabloggari og segir að efnið fari ekki inn, þar eð staðfestingapóstur berst ekki frá mbl.is:
Message
"Hverjir hafa verið að kaupa "skuldabréfin" - góðu - á allt frá 7 centum í tæp 20 cent fyrir Dollarann - og koma svo til með að fá Íslandsbanka þann nýja (áður Glitni) og Kaupþing - hið nýja - ásamt og með slúnki af milljörðum úr ríkissjóði, með í kaupbæti, upp í kröfur í "gömlu" bankana?
Jóhanna Sigurðardóttir segir það "áhyggjuefni" að verði Icesave-samningurinn "[g]óði" ekki keyrður í gegn á ríkisábyrgð á allt það sem Gorgon Brown og félagar hafa ákveðið að við borgum (fyrir kauða og kóna) þá vilji kröfuhafar banka Bónus- og Björgólfsfeðga ekki þá nýju í "bónus" upp í þrotabú þeirra gömlu.
Er þetta ekki "snúningurinn" ? ........ Hver veit?"Friðrik Þór Guðmundsson, 26.7.2009 kl. 21:06
Ég er með skipsstjórnarréttindi. Ég er til.
Baldvin Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.