Næturhjal

 

Þú sagðir víst að nóttin væri

vindasöm og hrein.

“Úr afkimunum þyrlast þá

þjóðar sálar mein.”

 

Þú sagðir og að óravíddir

öllum blöstu við.

“Er þó allt svo nándar nærri,

því nóttin er upphafið.”

 

Ég sagði við þig ,,Nótt er nótt

með niðaskugga,

og gífurtal um gæðin þá

er gömul tugga.”

 

“Ekki máttu,” mæltir þú,

“mátt og hug þinn skorða,

af tilviljun ég svona tók

táknum prýtt til orða.”

 

Ég sagði þér að slaka á.

“Senn nú fer að rofa

og fíflin ein á fótum enn.”

                                                       Þá fórstu loks að sofa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Víst er nóttin vindasöm,

um það er ádeila.

Ég er komin með kröm,

og þurr undinn heila. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 02:32

2 identicon

Lilló! Þar er óþarfi að birta allt sem manni dettur í hug. Er þetta eftir Bubba?

Gunni (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 02:45

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bubba!

Ég er eiginlega að birta þarna nokkuð sem mér hefur EKKI dottið í hug. Leirburð eftir moi.

Og dettur mér þá í hug staka:

Ljóð frá síðasta vetri

 

Litla þúfa! Snjór á þér sem húfa!

Hvorki hugsar þú um laun né arð!

– sagði ég, en öskraði þá þúfa:

„Ég er engin þúfa! Ég er barð!“

 

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 02:55

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Góðan daginn.

Margrét Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 07:20

5 Smámynd: Þór Saari

Þið eruð á fótum á einkennilegum tíma, og tímum.

Þór Saari, 9.5.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sæll Þór minn. Ljóðið var einmitt til að minna mig á að fara að sofa. Maður gleymir því stundum og þótt ótrúlegt sé þá var ég að renna yfir prófúrlausnir.

Þess utan fannst mér tími til kominn að koma færslunni um floppið niður í annað sætið. er veður og frídagur fyrir "demonstration". Hvar er fólk að hittast?

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband